Vikan


Vikan - 10.09.1964, Page 37

Vikan - 10.09.1964, Page 37
góða nótt við eigandann, fórum við út, undir hálfniðurdregið renni- tjaldið. Barinn var við götu, sem liggur að Acqua Acetosa, aðeins kippkorn frá Viterbo járnbrautinni. Á þessum tíma höfðu allir yfirgefið Minningargarðinn, sem var á hól skammt frá, og það var enginn á dimmu breiðstrætinu undir trján- um. Þetta var í apríl, loftið var mjúkt og himininn varð smám sam- an heiðskírari, þó að máninni væri ennþá ekki sjáanlegur. Við gengum eftir götunni, Riga- monti í bezta skapi, klappaði mér verndandi á bakið, eins og hann var vanur, og ég sjálfur stífur með höndina á brjóstinu og þrýsti á byssuna, sem var í innanávasa á stormjakkanum mínum. Við beygð- um út af götunni inn á grösugan stíg, sem lá niður að upphleðsl- unni við járnbrautina. Þar, vegna upphleðslunnar, var dimmara en nokkurs staðar annars staðar, og það hafði ég tekið með í reikning- inn. Rigamonti gekk á undan en ég á eftir. Þegar við komum að stefnumótsstaðnum, ekki langt frá götuljósi, sagði ég: „Hún sagðist ætla að bíða hér . . . þú getur reitt þig á að hún verður hér eftir and- artak." Hann stanzaði, kveikti sér í sígarettu, og svaraði: „Sem bar- maður ertu ágætur . . . en sem ásta- mangari ertu óviðjafnanlegur." Hann var í rauninni alveg eins móðgandi við mig og hann hafði alltaf verið. Þetta var mjög einmanalegur staður, og þegar máninn birtist á bak við okkur, iýsti hann upp slétta grundina við fætur okkar, þunnar slæður af hvítri þoku með dökkum blettum af lágum runnum og smá hólum hér og þar, og Tiber liðað- ist í gegn, beygju eftir beygju, eins og silfur. Það fór um mig hrollur vegna rakans í þokunni og ég sagði við Rigamonti, fremur sjálfs mín vegna en hans: „Auðvitað getur hún ekki mætt alveg á mínútunni . . . Hún er þjónustustúlka og verð- ur að bíða þangað til vinnuveitend- ur hennar eru farnir." Hann svar- aði snögglega: „Nei, nei, þarna er hún." Eg sneri mér við og sá dökk- leita kvenveru koma eftir stígnum, sem lá í áttina til okkar. Seinna var mér sagt, að þessi staður væri vinsæll af konum, sem hittu viðskiptavini sína þar, en þá vissi ég það ekki og mér flaug í hug, að ég hefði ekki búið til söguna heldur væri stúlkan til. Á meðan gekk Rigamonti til móts við hana, fullur sjálfstrausts, og ósjálfrátt elti ég hann. Þegar hún var aðeins í fárra skrefa fjarlægð, kom hún út úr myrkrinu og undir lampaljósið, og þá sá ég hana. Það lá við að ég skelfdist. Hún getur ekki hafa verið undir sex- tugt, hún hafði undarleg, æðisleg augu með svörtum máluðum hringj- um, mikið púðruð, með blárauðan munn, hárið flaxaðist í golunni, og um hálsinn hafði hún svart band. Hún var af þeirri tegund, sem leit- Framhald á bls. 44. Málið úti ■eian timi er snmarið líðir fljótt "h 1 HÖRPU 8 A . 1 Athugiö! Gluggamálningin er komin aftnr - Jíama V VIKAN 37. tbl. — gy

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.