Vikan - 10.09.1964, Qupperneq 44
TDEII EDflDP
I nELLCDUnu
ÞEGAR UM HJÓLBARIA ER AD R/EBA
TRELLEBORG
HJÓLBARÐAR
ÝMSAR GERÐIR
Söluumboð: HRAUNHOLT VIÐ MIKLATORC
GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F.
heyra, að hann væri að drekka. —
Það er frumstætt nóttúrubarn ó eftir
hverjum plógi, eða á hverjum bak-
dyratröppum . . .
— Mér var sagt, að einhver mál-
ari hefði keypt eitthvað af þessu
dóti. Ég var að velta því fyrir mér,
hver það gæti hafa verið. Bannist-
er velti símaþræðinum milli fingr-
anna.
— Og ætli það hafi ekki verið
náunginn, sem á heima hérna
skammt frá. Eitt náttúrubarnið enn.
Þetta er að verða stórbíssnis, að
vera náttúrubarn. Ég er dauðþreytt-
ur á þvi. Ég er þreyttur á öllum
þessum gulu akramálverkum. Ég
er dauðþreyttur á þessum fallegu
snjósköflum að vetrarlagi. Þetta eru
miðstéttaakrar og miðstéttasnjór.
Það er eins og enginn geti lengur
haft ofan af fyrir sér með því að
mála, ef hann hefur lært það.
Gansevoort var áreiðanlega ekki
allsgáður.
Bannister tæmdi úr glasinu sínu,
svo fór hann að setja niður í tösk-
urnar. Síminn hringdi þrisvar á tíu
mínútum, en hann anzaði ekki. Hann
leit þétt til dyra, eins og hann ætti
von á því, að eitthvert óargardýr
kæmi þjótandi inn, eða flóðbylgja
skylli á hurðinni. Hann skildi eftir
miða handa mjólkurpóstinum, þess
efnis, að hann þyrfti ekki meiri
mjólk, slökkti öll Ijós, læsti dyrunum
og setti lykilinn á naglann, eins
og hann hafði talað um við eig-
andann. Svo settist hann upp í bíl-
inn sinn og ók heim til New York.
Hann var tvær og hálfa klukku-
stund á leiðinni.
Það var mettími.
FULLKOMINN
GLÆPUR
Framhald af bls. 37.
ar í dimmustu skotin til þess að
sjást ekki, og það er vissulega
erfitt að skilja hvernig slíkar kon-
ur, gamlar og örvasa eins og þær
eru, hugsa sér ennþá að finna við-
skiptavini. Rigamonti, samt sem
áður, án þess að vera búinn að
sjá hana almennilega, spurði hana,
á sinn venjulega ófeimna hátt:
„Fröken, voruð þér að bíða eftir
okkur?" — og hún svaraði á jafn
frjálslegan hátt: ,.Já, auðvitað."
Svo sá hann hana greinilegar og
skildi mistök sín. Hann hörfaði skref
aftur á bak og sagði hikandi: ,,Nú
jæja, mér þykir það leitt, ég er
hræddur um að ég geti ekki í
kvöld . . . en hérna er vinur minn."
Svo tók hann hliðarstökk og hvarf
niður upphleðsluna. Ég gerði ráð
fyrir, að Rigamonti hafi haldið, að
ég ætlaði að hefna mín á honum
með því að kynna hann fyrir
skrímsli eins og þessu, eftir allar
þessar laglegu stúlkur, og ég gerði
mér líka grein fyrir, að minn full-
komni glæpur hafði þar með gufað
upp. Ég stóð og horfði á konuna,
sem sagði við mig, aumingja mann-
eskjan, með brosi, sem líktist einna
helzt grettu á grímuballsgrímu:
„Jæja, sæti, Ijóshærði, viltu gefa
mér sígarettu?" og mér þótti fyrir
því, hennar vegna og sjálfs mín,
og jafnvel vegna Rigamonti. Ég
hafði hatað svo ákaflega, og núna
hafði einhver eða eitthvað sópað
hatri mínu burt, tár komu í augu
mín og ég skynjaði það, þökk sé
þessarri konu, að mér hafði verið
bjargað frá því að verða morðingi.
„Ég hef ekki sígarettu," sagði ég
henni, ,,en hérna, taktu þetta . . .
ef þú selur það færðu alltaf þúsund
lírur eða svo," og ég setti „Ber-
etta" í hönd hennar. Svo hoppaði
ég líka niður hallan á upphleðsl-
unni og hljóp ( áttina að breið-
strætinu. í sama bili fór Viterbo
lestin framhjá, vagn eftir vagn,
með alla glugga upplýsta, spúandi
rauðum neistum út í nóttina. Ég
stanzaði og horfði á hana hverfa
í fjarlægð, og ég hlustaði á hávað-
ann þar til hann dó út, að lokum
fór ég heim.
Næsta dag, á barnum, sagði
Rigamonti við mig: „Auðvitað vissi
ég, að það var einhver brella í
þessu ... En þetta var reglulega
góður brandari." Ég leit á hann og
tók eftir, að ég hataði hann ekki
lengur, þó að hann væri alveg eins
og hann hafði verið, með sama
ennið, sömu augun, sama nefið,
sama hárið, sömu loðnu armana
og sömu handtökin við kaffivélina.
Skyndilega létti mér, eins og apríl-
golan, sem blés á gluggatjöldin,
hefði blásið inn í mig. Rigamonti
( OPAL hressir/boetir og koetir! )
OPAL VÖLDIN
— VIKAN 37. tbl.