Vikan - 10.09.1964, Side 46
---------——-
SíwjíesK
APPELSÍN
S ÍTR Ó N
LIME
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
mikinn skort. Listin er dýrt spaug
í Svíþióð, margir kallaðir en fóir
útvaldir.
— Er það ekki líka þröngur hóp-
ur í Svíþjóð, sem kaupir og les
Ijóðabaekur?
— Mjög fómennur hópur. Þeir
sem lesa Ijóð eru ólitnir skrýtnir
sérvitringar. Það er trú manna, að
þeir menn lesi Ijóð, sem hafa orðið
fyrir einhverskonar andlegum óföll-
um og beðið skipbrot. Fólk heldur
að Ijóðalestur komi til af þunglyndi.
— Það hafa komið út bækur eft-
ir þig?
— Þrjór Ijóðabækur.
— Hefurðu hugmynd um upplag
Ijóðabóka í Svíþjóð?
— Ljóðabækur eru gefnar út í
mjög smáum upplögum, ég gæti trú-
að tvö til þrjú þúsund eintök að
jafnaði.
— En eru þá ekki fáir, sem fást
við Ijóðagerð svo einhverju nemi?
— Ekki eftir því sem útgefendur
segja. Mér skilst að sex Ijóðabóka-
handrit berist á degi hverjum til
forlaganna í Stokkhólmi eða rúm-
lega tvö þúsund á ári. Hins vegar
eru aðeins 250 Ijóðabækur gefnar
út á ári.
— En hvernig er þá hjá þeim sem
skrifa í óbundnu máli?
— Það er lítið betra. Fyrst verð-
ur maður að vera þekktur og það
er mjög erfitt að verða þekktur.
Það eru margir um hituna.
— Eru þá erfiðleikarnir fólgnir í
því að fá einhvern til að gefa út?
— Já, fyrst og fremst.
— En ef einhver óþekktur en
sæmilega pennalipur maður skrifar
grein um eitthvert málefni eða við-
tal við einhvern þekktan mann, fær
hann þá inni fyrir það í blöðunum?
— Helzt ekki. Það er afar erfitt
að koma slíku efni inn í blöðin.
Nema náttúrlega að maður sé
þekktur.
— Og þá er við því að búast, að
menn grípi til ýmissa bragða til
að verða þekktir?
— Já, enda gera þeir það. Sumir
grípa til ýmissa skringilegheita til
að vekja á sér athygli.
— Mér skilst af þessu, að það
sé hreinasta hátíð að vera listamað-
ur á íslandi.
— Já, ég get trúað því. Ég kann
mjög vel við mig hér og langar til
að biðja þig að geta þess að lokum,
að ég hef ákveðið að halda sýningu
á svartlistarmyndum í Bogasalnum
haustið 1965.
G. S.
MORÐ 0G
MÖMMULEIKUR
Framhald af bls. 29.
oney beið mín. Dagstofan var búin
gömlum, viruðlegum húsgögnum og
frú Deloney, sem var hvít fyrir hær-
um, var virðuleg kona og fríð, þrátt
fyrir aldurinn — eða öllu heldur,
ekki hvað sízt fyrir aldurinn.
„Gerið svo vel að fá yður sæti,"
sagði hún og benti á armstól úr
fáguðum viði, en rauð, leðurdregin
setan blökk og snjáð af langri notk-
un. „Þetta er þægilegur stóll," sagði
hún, „faðir minn, Osborne öldunga-
deildarþingmaður, tók hann fram
yfir alla stóla aðra. Má bjóða yður
eitthvað að eta eða drekka eftir
alla þessa löngu ferð?"
„Nei, þakka yður fyrir."
Hún gaf þernunni bendingu um
að fara. Ég er hrædd um að þér
verðið fyrir vonbrigðum; það er
harla lítið sem ég get við það bætt,
sem fram kom í skýrslu lögregl-
unnar, varðandi sjálfsmorð manns-
ins míns sáluga. Samband okkar
Luce hafði þá ekki verið náið um
ske ið."
„Þér hafið þegar bætt nokkrum
upplýsingum þar við," varð mér
að orði. „Hoffman varðstjóri hélt
því nefnilega fram, að um slys
hefði verið að ræða."
Hendur hennar titruðu lítið eitt.
„Það var álitið heppilegra að
telja það slysaskot í lögregluskýrsl-
unum, annað hefði getað haft
pólitískar afleiðingar í för með sér.
Því kom lögreglustjóranum og fjöl-
skyldunni saman um að hvergi
skyldi minnzt á að það væri sjálfs-
morð, og vitanlega heldur Hoffman
varðstjóri sér við það. Enda sé ég
ekki neina ástæður til að breyta því
héðan af."
„Nema um morð hafi verið að
ræða. Það var uppi orðrómur um
það."
Hún leit á mig, augun voru
kannski eilítið hörkulegri, að öðru
leyti var svipurinn óbreyttur. „Hver
ber slíkt slúður?" spurði hún.
„Dóttir Hoffmans varðstjóra
kvaðst vita vitni að því. Ef til vill
hefur hún sjálf verið vitnið."
„Það skal verða tekið fyrir þessa
lygi, það skal ég sjá um . . . Þaggað
niður í henni, þessari . . ."
„Það hefur verið gert. Það var
einhver, sem þaggaði niður í Hel-
enu síðastliðinn föstudag. Með marg-
hleypu. Það er þess vegna, að ég
er hingað kominn." Ég þagði stutta
stund. „Var faðir yðar enn á lífi,
þegar dauða Deloney bar að hönd-
um?"
„Ég er hrædd um að þér séuð
farinn að ryðga í sögunni," setti
hún ofan í við mig. „Osborne öld-
ungadeildarþingmaður lézt árið
1936 — eða þrem árum áður en
eiginmaður minn framdi sjálfs-
morð."
„Þér minntust á fjölskyldu yðar?"
„Ég átti þar við Tish systur mína
og Scott heitinn föðurbróður minn,
umsjónarmann með eignunum. En
það var ég, sem ákvað að einungis
skyldi minnzt á þetta sem slys. Til
mín var líka leikurinn gerður. —
hjónabandi okkar var í rauninni
lokið, og ég hafði neitað honum um
efnahagslega aðstoð." Hún reis úr
sæti, gekk út að glugganum og
horfði út yfir trjágarðinn í sínu lit-
ríka haustskrúði. „Það urðu margs-
konar þáttaskil í lífi mínu, árið
1940. Þá lauk hjónabandi mínu,
Deloney framdi sjálfsmorð og Tish
systir mín lézt um sumarið og ég
ÞAÐ ER SPARNAÐUR
í AÐ KAUPA GÍNU
Óskadraumurinn
við heimasauminn
Ómissandi fyrir allar konur, sem
sauma sjálfar. Stærðir vi8 allra
hæfi. VerS kr. 550,00 og me8
kiæðningu kr. 700,00. BiSjlð um
ókeypis leiðarvfsi.
Fæst í Reykjavlk hjá:
DÖMU- & HERRABÚÐINNI
Laugavegi 55 og
GÍSLA MARTEINSSYNI
Garðastræti 11, sími 20672
Jí? Nei?
Hvenær?
Þúaundtr kvenna um helm allan nota
nú C.D. INDICATOR, svlssneskt retkn-
ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út
þá fáu daga I hverjum rnánuði, sem
frjóvgun getur átt sér stað. Lækna-
vlsindi 56 landa ráðleggja C. D. IND-
ICATOR fyrlr heilbrigt og farsælt
hjónabáhd.
Skriíið eftir bæklingum vonnn, sem
veita allar upplýsingar. SendiS avar-
frimerki.
C. D. INDICATOR. Deild 2.
Pósthólf 1238 Reykjavík.
Sendið eftirfarandi afklippu til C. D.
INDICATOR, Pósthólf 1238, Rvik, og
vér sendum yður að kostnaðarlausu
allar upplýsingar.
Nafn ...............................
Aldur ..............................
Heimilisfang .......................
— VIKAN 37. tbl.