Vikan


Vikan - 24.09.1964, Side 6

Vikan - 24.09.1964, Side 6
Royal INSTANT PUDDING , PII rilllNG Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði. karamellu. vanillu og jarðarberja. C MÁLNING OG G.K. Kæri Póstur! Ég hef einu sinni skrifað þér áður og fékk þá mjög greina- góð svör og ætla því að freista gæfunnar í annað sinn. Svo er mál með vexti, að ég er alltaf í vandræðum með herbergið mitt. Ég kaupi málningu hvað eftir annað, mála, en næ samt aldrei viðhlítandi árangri, að mér finnst. Eru ekki einhverjir menn, sem hægt er að fá leiðbeiningar hjá? Eru engar stofnanir, sem gefa upplýsingar um val húsgagna, niðurröðun o.fl. Ég er handviss um, að fleiri eru í þessum sömu vandræðum og myndi fýsa að fá samskonar upplýsingar þótt þetta kunni að virðast átylla til þess að fá bréfið birt. Að endingu þakka ég þér nokkur gullkorn af eyðimörkinni. Ranný. P.S. Af hverju vill G.K. ekki viðurkenna, að hann skrifi, eða réttara sagt svari Póstinum? --------Anzi var það leiðinlegt, ég meina þetta með herbergið. Sá, sem þú kaupir málninguna hjá ætti raunar að geta gefið þér allar upplýsingaír um meðferð og liti. Litaval er yfirleitt mjög persónulegt mál, en ef þú treystir þér ekki til að ráða fram úr því, þá gætirðu reynt að hafa sam- band við Kristínu Guðmundsdótt- ur, híbýlafræðing, sími hennar er 36065. P.S. Ég skal spyrja G.K. að því þegar hann kemur úr sumarfrí- inu. SKÝLLA. Kæra Vika! Viltu vera svo góð og skera úr veðmáli. Við vorum mörg í útilegu og ég sagði: „Þið skuluð sitja hér, því hér er skýlla“. Enginn hafði heyrt þetta orð fyrr og var nú veðjað og ákveðið að treysta á úrskurð Vikunnar. Með fyrirfram þökk. Gunna. —:------pú átt vinninginn, Ijúfa. Orðið „skýlla“ er hárrétt orð- myndun, komið af orðinu skjól, sem vinir þlnir hafa máske ein- hvemtíma heyrt. BÍDELS OG STASSETNING. Kæra Vika! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Þú sem ert svo sniðug og hjálpsöm getur þú ekki leist úr þessum vanda fyrir mig. Þanig er mál með vexti að ég er einn af þessum Beatlesaðdá- endum, og á þessvegna nokrar Beatlesplötur, mamma mín kall- ar þetta hræðileg öskur í þeim. En þar skjátlast henni því hún hefur alldrei heirt í þeim. Svo líkar henni illa við að ég lesi Beatlesblöð, og hún lídisvirðir þá. Mér fynst hún eiga að kinna sér þetta fyrst, áður en hún dæm- ir þá. Hvað fynst þér um þetta. Vonast eftir svari sem fyrst, fyr- irfram þökk. Beatlesaðdáandi. P.S. Hvernig er skriftin. — — — Heyrðu góði, ef staf- setningin í þessum Beatles-blöð- um er jafn fáránleg og í bréf- inu þínu, þá skil ég móður þína vel. Hvað öskrin áhrærir, þá er móðir þín ekki ein um þá skoðun, að hin svonefnda „betles- músik“ sé nálægt því að vera sömu hljóð og brassilískir öskur- apar gefa frá sér. Skriftina þarftu að laga, en þó fyrst og fremst stafsetninguna. BARNAFATNAÐUR. Kæri Póstur! Við erum hér tvær 12 ára stúlk- ur og erum tvíburar. Og okkur langar svo mikið til þess að ganga í þröngum pilsum og nylonsokk- um, og kvarthæluðum skóm, en ekki hosum og sléttbotnuðum skóm og barnakjólum, eins og mamma okkar saumar á okkur. Hún vill ekki gefa okkur öðru- vísi föt. Og allar stelpur á okkar aldri ganga í þröngum pilsum og nylonsokkum og hælaskóm. Hvað eigum við að gera, elsku Póstur? Hjálpaðu okkur nú. Með fyrirfram þökk fyrir allt gott lesefni. Tvíburar í vanda. ---------Ef tólf ára stúlkur eru of gamlar til að vera í barna- kjólum, þá getur fullorðna fólk- ið alveg eins skellt sér strax á elliheimili. Ég held, að þið ættuð að láta þröngu pilsin bíða fram að ferm- ingu, þá verður fyrst farið að telja ykkur meðal fullorðinna. 0 — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.