Vikan


Vikan - 24.09.1964, Side 10

Vikan - 24.09.1964, Side 10
Guðbrandur heitir hann, og Gíslason er hann, en við köllum hann bara Brand. Hann er ekki með öllu ókunnur lesendum VIKUNNAR, því hann var meðai blaðamanna hennar í fyrra- sumar, áður en hann brá sér vestur yfir pollinn og settist í skóla til und- irbúnings fyrir háskólanám, og lagði einkum stund á enska tungu, ásamt enskum og amerískum bókmenntum. í sumar kom hann svo heim aftur í stuttu leyfi og vann á VIKUNNI þann tíma, en nú er hann farinn utan aftur og setztur í Texas Wesleyan College í Forth Worth, þar sem hann hyggst lesa undir meistarapróf í bókmennt- um. að er gott að vera íslend- ingur og ég er hreykinn af því. Aftur ó móti hefi ég fundið, að það er ekki jafn- gott að vera Islendingur hvar sem er. Það er ógætt að vera Islendingur í Reykjavík eða upp í sveit, tala íslenzku og segja „mér langar", og éta skyr og drekka brennivín og eiga langafa sem var í hókarlalegum. En að vera fslend- ingur í bandarískri suðurríkjasmó- borg er annar handleggur. Það er erfitt. Það getur gefið mönnum lang- varandi minnimóttarkennd. Það ger- ir menn reiða á stundum. Það gerir menn stolta. Umfram allt gerir það menn að sérfræðingum í íslenzkri landafræði og þjóðarsögu og gefur þeim þolinmæði kennarans, sem vart er skilinn og ekki trúað. Ég var rúmt ár í Jacksonville, Texas; eini útlendingurinn sem þar hefur sézt í mörg herrans ár. Þetta er tíu þúsund manna bær, þar sem ríkjunum ( borgarastyrjöldinni á ár- unum eftir 1860. Að öðru leyti er fólkið gott, — og félagslynt. Kon- urnar safna fornmunum og eru í bridgeklúbbum, en mennirnir til- heyra Kiwainis eða Rotary eða Lionsklúbbum og leika golf. Þeir koma saman einu sinni í viku, á fimmtudögum eða föstudögum, éta kjúklinga eða steik og tala saman og segja ódýra brandara. Það er venjan að ræðumaður sé fenginn til að fræða félagsmenn um marg- víslega hluti eftir að máltíðum er lokið. Venjulega tala framkvæmda- menn um kjúklingastríðið eða sögu byggðarlagsins. Þeir beztu gagn- rýna skattafyrirkomulagið og gera at í stjórninni. (Þessir menn eru gall- harðir Suðurríkjamenn, sem aka um í fínum bílum með afturrúðurnar fullar með áróðursmerkjum eins og: GOLDWATER OG BANDARÍSKA NAUTAKJÖTIÐ ER BEZT). Til lengd- ar verða þó ræðuhöld þessara manna leiðinleg. Þar að auki er erfitt að fá ræðumenn í hverri viku. Svo þessir klúbbar þóttust aldeilis dottnir í lukkupottinn þegar ég kom, íslendingur, sem ekki getur sagt nei, þegar hann er beðinn að verja fósturjörð sína og samlanda. Það er venjan í þessum átveizl- um, að ræðumenn sitja við háborð, þar sem allir geta virt þá sæmilega fyrir sér. Þegar félagsmenn fóru að tínast í salinn og það fór að berast að „íslendingur?!" ætti að tala, kom heldur en ekki óreiða á hópinn. Þeir litu með eftirvænt- ingu til háborðsins, en urðu aug- sjáanlega fyrir miklum vonbrigðum að sjá stuttklipptan og taugaveikl- aðan ungan mann á jakkafötum, en ekki anorak-klæddan eskimóa með ÍSLENDINGAKJOT búa iðnaðarmenn og verzlunar- menn, verkamenn og námsmenn, og menn sem gera ekki neitt. Það eru þrjú gistihús á staðnum, einn samkomustaður og nokkrir skólar. Negrar hafa hingað til búið í sín- um eigin skítuga hluta borgarinn- ar og étið á sínum eigin veitinga- húsum og sofið í svartra manna hreysum. Þeir eru framtakslitlir og virðast ekki mjög óánægðir, meðan hvíti maðurinn lætur þá í friði og sér þeim fyrir atvinnu. Hvíti mað- urinn virðist einnig ánægður með ástandið, því þannig hefur það ver- ið í meira en 200 ár, og þar að auki barðist afi hans með suður- EFTIR GUÐBRAND GÍSLASON TEIKNING: HALLDÓR PÉTURSSON JQ — VIKAN 39. tbl. selspik í munnvikunum og hár nið- ur í augu. Svo þegar tími þótti til kominn, stóð upp sá sem kynnti mig, sagð- ist ekki vita nafn mitt með réttu, sagðist ekki um mig annað vita en það að ég væri Islendingur. Þegar hann sagði Islendingur, leit hann yfir salinn með sigurbros á vör og var drjúgur á orðunum, eins og hann væri að lýsa villimanni frá Angola með fílstennur um hálsinn. En þegar ég hafði talað nokkrar mínútur fór svipurinn að breytast á mönnum: Þetta var þá menningar- rfki eftir allt saman. Þeir höfðu lýðræði og áttu bíla og bjuggu ekki í snjóhúsum. Mönnum dámaði ekki. Þeir hóstuðu á kaffinu og kjúklinga- beinin hrukku út úr þeim. Ballið byrjaði þegar menn fóru að spyrja mig spurninga. Þegar ég hafði svarað venjulegum spurning- um um helztu lifnaðarhætti, varð ég að taka á móti spurningum eins og: Hver er meðalþyngd mjólkurkúa á Islandi? Ekki vænti ég að þið hafið bíla? Hafðirðu nokkurn tíma séð kvik- mynd áður en þú komst til okkar (OKKAR)? Þetta var allt f lagi. Það er ekki von að þessir góðu menn viti allt um þetta eyland í norðri. Hve mikið vitum við íslendingar um Formósu? Þó duttu mér allar dauðar lýs úr höfði, þegar gamall kaupmaður með skítugar neglur og Ijótt nef kom til mín eftir einn fundinn og sagði í hálfum hljóðum: vernig er þetta annars með snjóhúsin á Islandi. Hefur þú aldrei átt heima í einu þeirra?" Þolinmæðina þraut: „Jú, blessaður vertu. Ég var fæddur f snjóhúsi með fjórum svefnherbergjum og þremur bað- herbergjum (Kanar meta hús eftir fjölda baðherbergja í þeim). Við höfum eldhús og olíukyndingu. ( hundaskúrnum eru 20 stríðaldir átta sílindra sleðahundar og þrír sleðar með vökvastýri!" Brosið fraus á andlitinu á aum- ingja manninum. Nú veit hann hvernig (slendingar eru. Allra kvik- inda þjóðarstoltastir. Eitt mesta harðræði sem ég komst f, var að tala við Félag vinnandi kvenna. Sú yngsta var um fimmtugt; allar voru þær heyrnadaufar og með gleraugu f bandi um hálsinn. Ég held, að kjölturakkar hafi verið í meirihluta í salnum, sumir huldir í holdugum kjöltum og kjólfelIing- um. Svo var andrúmsloftið eins þurrt og óþjált og það getur orðið hjá piparkerlingum og ekkjum, sem vinna úti og reyna að vera virðu- legar eins og háskólaprófessorar. Og það er ærið slæmt. Ég reyndi að segja nokkra brandara en gafst fljótlega upp þegar þær horfðu á mig og mátu mig með nístandi augnaráði og samanbitnum vörum. Spurningarnar voru flóknar og há- fleygar, eins og umræður um heims- pólitík hjá S.Þ. Ég varð þeirri stundu fegnastur, þegar ég slapp út um ÞaS er stundum erfitt aS sannfæra út- fendinga um, aS á fslandi búi hvítir menn en ekki eskimóar, aS hér eigi menn bíla en ekki hundasleSa,aS hér ríki nútíma menning en ekki fornaldar- bragur. GuSbrandur Gíslason blaSamaSur segir frá reynslu sinni á þessu sviSi. Einnig segir hann frá reynslu sinni af ein- ræSi kvenna og skýrt er frá styrjöld viS skorkvikindi í Texas bakdyrnar með kaldar hendur og hrímaðan svita á enninu. Sumum þykja frjálslyndar konur heldur ógeðþekkar. Þær eru hátíð á móts við þær, sem halda langt f hina áttina. Eitt sinn var ég í Marshall, Texas. Ég sat inni á vegaskrifstofu ríkisins, þegar inn kom verkamaður um fer- tugt og settist við hliðina á mér. Hann hafði verið að vinna úti í hitanum og nú kom hann inn tii þess að fá sér kalt vatn eða kaffi. Hann var með hár niður á enni og hafði gleymt að raka sig um morguninn. Samt var hann góðlegur að sjá og meinsemdalítill í athöfn- um. Varð honum tiðlitið á mig og tíðlitnara eftir að ég hafði talað við skrifstofupíuna á minni undar- legu ensku. Hann mat mig frá toppi til táar og var auðsjáanlega all for- vitinn að vita hvaðan heims ég kæmi. Loks áræddi hann að spyrja. Ég sagði honum, að ég væri frá tslandi, og spurði hvort hann hefði. nokkurn tíma heyrt þess lands get- ið. Jú, einhvern tíma endur fyrir löngu hafði hann lesið um ísland. Varð nú stundarþögn, en forvitni mikil í loftinu. Hann var að ská- skjóta á mig augunum og langaði ósköp til þess að hefja samræður. Loks gat hann ekki lengur orða bundizt: að er á Islandi, þar sem eski- móarnir búa, ekki?" „Jú," sagði ég, „það situr hérna einn við hliðina á þér." Svo fór hann og fékk vatnið sitt og gekk síðan út með glampa þess manns í augum, sem ekki veit of mikið, en vissi þó meira en hann hélt. Bílasali í smábænum Cushing bauð mér eitt sinn til kvöldverðar. Kunningi hans hafði verið á sjónum ( allmörg ár og ferðazt víða og þar á meðal til íslands. Að hans sögn bjuggu á Islandi frekar und- arlegir fuglar, sem töluðu leiðin-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.