Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 24.09.1964, Qupperneq 11

Vikan - 24.09.1964, Qupperneq 11
V lega útgáfu af dönsku, einhverja útnesjamállýzku. ÞaS eina sem hrökk honum satt af vörum, var að Islendingar væru vinalegir og vel klæddir. Bílasalinn var einn þeirra fáu, sem vissi hvað höfuð- borgin hét og hverjir væru Snorri Sturluson og Halldór Kiljan Laxness. Ég held meira að segja, að hann hafi lesið Sjálfstætt fólk. Ekki leit- aði hann mér þó lúsa. Aheimssýningunni henti síð- asta atvikið, þar sem ég fékk að kenna á því að vera íslendingur. Satt að segja hélt ég, að allra þjóða kvikindi kæmu til heimsýningarinnar. Stúlkan, sem átti hlut að máli, er sjálfsagt sammála mér nú eftir að hafa séð íslending. Hún stóð fyrir utan sýningarhöll Ford Motor Company og rétti sýn- ingargestum plastklippur, þar sem á stóð Ford og heiti lands þess eða fylkis, sem gestirnir voru frá. Við komum þar síðla dags, íslenzkur vin- ur minn og ég, göngumóðir og orðnir hluti af heimsmenningunni. Sú Ijóshærða með plastklippurnar brosti fallega til okkar, þar sem við leituðum að okkar landi á veggnum. Þegar það reyndist ár- angurslaust, spurði ég hvort hún ætti nokkur merki fyrir sýningar- gesti frá (slandi. Aumingja stúlkan gleymdi að brosa eitt andartak. Hún rak upp stór augu og sagði spotzk: „Are you kidding?" Auðvitað vorum við ekki að gabbast að stúlkunni. Okkur var ekki hrekkur f huga. Það vildi bara svo til, að við vorum (slend- ingar. Snúum okkur að öðru. Fyrstu þrjá mánuðina, sem ég dvaldi í Texas, var ég hjá fjölskyldu, þar sem gerðust einhverjir þeir undar- legustu hlutir sem ég hefi komizt í kynni við. Margir íslendingar kannast við konuríki, eða hafa heyrt þess getið af afspurn. En algjört einræði konunnar hafa þeir vart orðið að þola eins og aum- ingja karlinn, sem kallaðist „hús- bóndinn" á heimilinu þar sem ég var. Karlinn heitir Mr. Beal, er ætt- lítill og tuskulegur að sjá, enda mesti vindurinn farinn úr honum eftir tuttugu ára sambúð við Mrs. Beai. Hann gengur í gömlum brún- um skóm með breiða tá, buxurnar hans eru leiðinlega gráar með alltof víðum skálmum. Mittisólin er frekar breið og mikil og á hún eftir að koma við sögu. Jakk- inn hans er olnbogabættur sam- kvæmt fyrirskipun frá kerlingunni, og latra manna bindið um hálsinn á honum er mesta andstaða fat- anna sem hugsazt getur. Konan hans, Malba Beal, er höfði hærri en karl hennar, og einn sé mesti einvaldur í ríki sínu sem um getur síðan Neró hrökk upp af. Hún er af þýzkum ættum og kynntist karli sínum þegar hann var í hernum, staðsettur skammt frá þýzku borg- inni New Braunsfield í Texas, fæð- ingarbæ frúarinnar. Mig grunar, að hún hafi ráðið mestu um gang mála þá eins og endranær, því þau giftust eftir að hafa þekkzt aðeins í rúma viku. au hjónin eiga tvö börn, ann- að tólf ára gömul stúlka, sem lærir á píanó vegna þess að mamma hennar seg- ir svo, og hitt er átján ára drengur, sem er hæstur í stærðfræði í skólanum sinum vegna þess að mamma hans lemur hann fyrir lágar einkunnir. Skömmu eftir að ég kom á þetta heimili, fór ég að taka eftir ýms- um hlutum, sem komu mér undar- lega fyrir sjónir. Frúin fór að segja manni sínum að halda kjafti þegar minnst varði, og börnin fóru að virðast undarlega þvinguð i návist mömmu sinnar. Við kvöldverðar- „Hvernig er það annars meS snjóhúsin á íslandi?" borðið eitt sinn komst ég að hvers vegna. Dóttirin situr andspænis móð- ur sinni við borðið og étur náttúr- lega samkvæmt þeim reglum, sem henni eru settar. Nú vildi svo illa til, að hún missti gaffalinn sinn niður á gólf fyrir slysni. Hún beygði sig niður eftir honum, en þegar hún kom upp aftur, fékk hún mikið kjaftshögg frá frúnni, sem er með afbrigðum handleggjalöng og fingralöng. (Sennilega þó aðeins fingralöng í bókstaflegri merkingu). Mér varð litið á húsbóndann á heimilinu. Hann sat fyrir endanum og horfði í gaupnir sér eins og hrædd stúlka, sem hefur svindlað á prófi með lélegum árangri. Aum- ingja karlinn var með hjartað í bux- unum. Hann hélt að hann yrði flengdur líka. |^( annað skipti hafði stelpan I verið að leika sér þegar hún I átti að vera að æfa sig á I píanóið. Kellu þótti það heldur | miður, svo hún kallaði á dótt- urina og bað hana um að koma fram í eldhús. Grafarþögn ríkti í húsinu. Karlinn dró sig út í horn, en sonurinn huldi sig bak við dagblað. Ég vissi vart hvaðan á mig stóð veðrið. En þegar stelpan kom inn í eldhúsið breyttist aldeilis andrúmsloftið. Móðirin byrjaði að prédika um leti mannanna og vonzku heimsins. Hún prédikaði í á að gizka rúmar tíu mínútur með þeirri mestu þrumuraust sem ég hefi heyrt. Það var sem henni yxi ásmegin með hverri mínútunni sem leið. Loks komst hún á toppinn. Hún gekk til karls síns, sem skalf eins og hrísla úti ( horni, og reif af honum mittisólina með stórkalla- legum tilburðum. Aumingja maður- inn stóð þarna og beið dauða síns, reyndi að halda upp um sig bux- unum og halda höndum fyrir ofan höfuð eins og maður undir byssu- hlaupi, allt á sama tíma. Konan fór eins og hvirfilvindur til dóttur- innar og lamdi hana svo á andlitið og yfir bakið með ólinni, að hljóð- in í fórnarlambinu heyrðust langt út á götu. Ég stóð þarna eins og api og vissi ekki hvað gera skyldi. Næst þegar sama sagan átti að endurtaka sig, varð ég fyrri til og þreif mittisólina af varginum og henti henni út um gluggann, þar sem hún síðan lá, þar til karlinn hætti sér út til að ná í hana. Fljót- lega eftir þetta sleit ég samvistum við þessa hrikalegu konu, sem hef- ur erft hörku Þjóðverjans og grimmdaræði nazistans. Daginn sem ég fór, ætlaði ég að kveðja hana með handabandi, en það tókst ekki betur til en svo, að hún næstum því náði að nef- brjóta mig með því að skella á mig svefnherbergishurðinni. Þegar ég ók á brott, kom hún út á tröppur og stóð þar [ rauðum kjól, hrikalega stór og beinaber, með samanbitnar varir og hatursglampa í augunum. Það þykir fáum gott að sleppa hendinni af þrælum sínum. Seinna frétti ég, að þessi kona er fyrr- verandi áfengissjúklingur og vart heil á sönsum. Ég vil ekki gera henni þann ógreiða að segja af henni fleiri sögur. Þó reyndi hún að koma þeirri sögu um bæinn, að hún hafi ekki þorað að vera ein í húsinu með mér, vegna þess að hún hélt, að ég myndi ráðast á hana. vo er það sagan um pödd- urnar í Texas og viðskipti mín við þær. Það er satt, að þær eru stórar. Ein þeirra réðist á mig. í blindu æði elti hún mig yfir völlinn. Ég reyndi að slá til hennar á flóttan- um, en hún vatt sér fimlega undan. Ég vsisi að hún myndi ná mér fyrr eða síðar og drekka blóð mitt af vægðarlausri grimmd. f örvæntingu sló ég aftur en hitti ekki. Hún smaug milli handa mér og stefndi á bera fótleggi mína. Allt í einu fann ég Framhald á hls. 44. VIKAN 39. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.