Vikan


Vikan - 24.09.1964, Page 13

Vikan - 24.09.1964, Page 13
RICHARD BURTON - ELIZABETH TAYLOR urinn fyrir 9C ára gamlan öldung, (Cyril Delavanti) og sonardóttur hans, (Deborah Kerr). Eftir að fundum þeirra ber saraan, er fjandinn laus. Tepozotlán, 26. september. Þá erum við hérna í þessu litla þorpi, en þar er mikil kirkja frá 17 öld, þar sem taka á stórbrotið kvikmyndaratriði með Burton. (Huston er einn af þeim fáu kvikmyndaleikstjórum, sem helzt vill taka atriðin i sömu röð og þau gerast, eins og væri á leiksviði.) Burton var stórkostlegur að öllu leyti, bæði útlit- ið, leikur hans, allt. Það er í þessu atriði, sem liann hrópar til fólksins, þar sem hann stendur berhöfðaður í hellirigningu ■— og það var hellirigning — „Farið heim.... farið heim.... lokið hjörtunum fyrir sann- leika guðs!“ og áfram í þeim dúr. Liz hélt sig stöðugt i námunda við hann, klædd blá- um, þröngum síðbuxum, sem hún ætti ekki að vera í, eins og hún er aftanfyrir, og peysu, sem fer henni vel. Það lá við sjálft að hún gerði hárgreiðslumann Burtons brjálaðan. í hvert skipti, sem hann hafði gengið frá hári Burtons eins og við átti, þurfti Liz endilega að reka á það smiðshöggið. Loks missti Burton þolinmæðina, þreif bjórflösku og hellti úr henni yfir höfuðið á sér. Svo gerðist það, að hann vék sér að Taylor, „Má ég taka augnabliksmyndir af Sue Lyon og þeim hinum?“ spurði hann. Hún svaraði: „Vitanlega! Hversvegna ertu að spyrja mig leyfis?“ Og hann sagði: „Vegna þess að ég er hræddur við þig.“ Mexikóborg, 27. september. Sólin sést ekki i dag, þess vegna verður ekkert farið út af örkinni. Ava gerði Dorothy Jeakims, sem teiknar búningana, lifið leitt. Fyrst lét hún hana bíða í meira en klukkutima, á meðan hún sat sjálf uppi í gistihúsíbúð sinni og spilaði við Sandy Whitelaw, sem er aðstoð- maður kvikmyndaframleiðandans, Ray Stark. Þegar hún svo var að athuga búningamynd- irnar af sér í sýningarherberginu, fór hún allt í einu að gráta. Einhver sagði mér að hún gréti af því hve liræðilega hún hefði litið út á myndunum. En svo var einhver annar, sem sagði að það hefði verið af hrifn- ingu yfir þvi hve yndisleg hún væri. Hvað um það, og þó að hún virðist drekka meira en góðu hófi gegnir, þá verð ég að viður- kenna að hún litur betur út nú, en þegar hún kom. Ég hef veitt því athygli, að oft gefur liún Burton auga. En Liz vikur ekki frá honum, stöðugt á verði. Venjulega er Elizabeth í biltini af efnisminnstu gerðinni, og ég hef tekið eftir þvi að hún sýnist hafa sérlega gaman af að pota með fingurnöglinni í naflann á sér. (Hugdetta: hversvegna hef- ur enginn enn minnzt á að hún hefur tvo hvíta, áberandi díla á hægri vanga og hálsi? Þeir hljóta að koma af því að þar skorti litarefni i liörundið, einhverra hluta vegna, en það er skrítið að sjá þá þarna, eins og hún er annars dökkbrún. En hvað sem því liður, er það nokkur raunabót að finna ein- hvern galla á slíku andliti! ) Mexíkóborg, 29. september. Fyrir þrábeiðni Övu, var hárgreiðslumeistari hennar, Sidney Guillaroff, kallaður hingað frá Hollywood. Það eina, sem hann gerði, var að greiða hárið dálítið aftur og ýfa það i linakkanum. Hugh French, umboðsmaður Burtons, kom í dag með aðstoðarmanni sínum, Michael Wilding. Wilding, fyrrverandi eiginmaður Liz, annar í röðinni, er að ganga frá væntan- legum liibýlum þeirra, hennar og Burtons — en hún er gift Eddie Fisher og Burton er enn giftur Sibyl. Þvílíkt fólk! Ég var að frétta að John Huston ætlaði að breyta nafni Skip Wards i James Ward. Virðulegra fyrir kvikmyndina, geri ég ráð fyrir. Ward er gildvaxinn og klunnalegur ungur maður, hefur mikið komið fram i sjónvarpi og litar hárið Ijóst. Hann er stöð- ugt á þingum við Júlíu, dóttur Johns Payne, þó að hann sé ekki enn skilinn við eigin- konu sina, og Júlía sé á eftir liverjum strák i borginni. Og nú kvað ungfrú, Payne hafa í hótunum að koma til Puerto Vallarta.. Enn furðulegri er þó kunningjastúlka Sue Lyons, Eva Martin, t'alleg 28 ára Evrópu- stúlka, sem allir karlmennirnir elta á rönd- um. Ungfrú Martin lét svo ummælt i blaða- viðtali, sem brezki fréttamaðurinn, Peter Evans, átti við hana, að hún liefði reykt ópíum í tvo mánuði. Ég held að Fanclier III gerði réttast að koma liingað líka hið bráð- asta. Puerto Vallarta, 1. október. Loks á morgun á taka kvikmyndarinnar að hefjast fyrir al- vöru. Við komum liingað i dag með tveim Framhald á bls. 31. VIKAN 39. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.