Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 24.09.1964, Qupperneq 16

Vikan - 24.09.1964, Qupperneq 16
Frank og Cynthia höfðu verið kunningjar órum saman, en ekki vinir. Þau höfðu neyðzt til að leysa upp hjónabönd sín um svip- að leyti, að vísu af ólíkum ástæðum; þess vegna var ekkert eðli- legra en þau reyndu að stytta hvort öðru stundirnar, nú þegar þau bæði voru í New York. „Elskan, ég skil þig svo vel. Svo sannarlega. Nú skal ég lýsa fyrir þér hinni hlið krónunnar . . ." Astarævintýri þeirra, sem var í raun og sannleika ekkert ástar- ævintýri, gat ekki orðið mjög langt. Þau töluðu, töluðu, töluðu; héldu dauðahaldi hvort í annað og snertu hvors annars sál. Að nokkrum mánuðum liðnum fóru þau hvort sína leið. Eftir því sem biturðin í garð fyrrverandi ektamaka rénaði, hvarf jafn- framt sá iéttir, sem gremja og smán höfðu veitt þeim. Þau ósk- uðu þess, að þau hefðu ekki trúað hvort öðru fyrir svo mörgu — allur þessi ótti og kvartanir, sem fékk útrás, er þau sátu að miðdegisverði, ástríðufuil tilraun til að bæta upp fyrirlitningu og bágindi fyrri daga. Fyrst voru þau alltof varfærin og uppburðar- lítil í þrá sinni hvort til annars,- síðan of tillitslaus, örvæntingar- full. Þau voru vinir áfram, en tóku engu að síður að leita ævin- týra hvort í sínu lagi, ævintýra, sem þau fundu að hvergi gátu brotið þeim leið innfyrir hjónabandsmúra þá, sem svo lengi höfðu haldið þeim föngum. Blygðunarsemi þeirra varð þeim til einskis trafala; hin eyðilögðu hjónabönd þeirra höfðu gert hana uppgefna. Þau veittu hvort öðru það leynilega eftirlæti, sem hamingju- samt, fráskilið fólk stundum lætur fyrrverandi eiginmönnum sín- um og eiginkonum eftir. Góði Frank, góða Cynthia. Ást þeirra hafði ekki verið sönn, en hún hafði verið ósköp þokkaleg. Þau klifruðu út yfir múrinn og hurfu inn í fjarlæga veröld Þau skildu með vinsemd. Bara að hjón gætu skilið svo friðsamlega. Atvinna Franks var að skrifa fyrir hin og þessi tímarit hrúg- ur af bréfum, sem send voru hirðulausum áskrifendum. „Þér verð- ið að halda áfram að fræðast um hina hröðu atburðarás heims vors, sem daglega tekur breytingum . . . Vér skoðum það skyldu vora við yður sem náunga, að halda áfram að senda yður . . ." Þar eð hann gat leyst mikið af þessu striti sínu fyrir náungann af hendi í hinni rúmgóðu vinnustofu sinni, þar sem hann hafði umráð yfir ritvél, gat hann einnig — sitt fyrsta frelsisár — haft upp á þjóðvísnasöngvara, pólsku loðskinnamódeli og aðstoðar- stúlku hjá leikhússtjóra á Broadway; og allt þetta tókst honum að gera án þess að ofreyna sig beinlínis. í huga sér taldi hann frelsisöld sína hefjast um þá helgi, er þau Cynthia ákváðu að fara hvort sína leið. Þá var sársauki og eftirsjá í hjörtum þeirra, en einnig góðar vonir. „En ég segi það satt, að þú minnir mig ekkert á konuna mína," sagði hann fullvissandi. „Þú ert sannur félagi." „Og þú ert alls ekkert líkur manninum mínum, ekki hið minnsta," sagði hún með jafnmikilli fullvissu. „Nei, ég hef þessi dökku, ábúðarmiklu augu og löngu, tilfinn- ingaríku fingur dreifibréfahöfundar, sem ætlað er að ná hjört- um lesenda." ,,Ó, suss, Frank." Og hún strauk honum hrifin. „Þessar hend- ur ætla að leika á fiðluna einu sinni til." Þau brostu. Þau voru samþykk. Þetta er okkur fyrir beztu," hefur annað þeirra kannski sagt (nema þau hafi hugsað það bæði). ,,Eg hringi í þig. Við getum borðað saman stöku sinnum." „Já, hringdu í mig. Það verður alltaf gaman að heyra í þér, Frank." Hann sá hana ekki í nokkra mánuði; svo lágu leiðir þeirra lítillega saman á ný — hann var þá í fylgd með þjóðlagasöng- konu, hún með tónlistarútgefanda; síðan gufuðu þau upp úr augsýn hvers annars inn í Manhattanveturinn. Þegar hann ók heim seint um kvöld hugsaði hann alltaf til hennar; hún átti íbúð í Sjötugasta og níunda stræti með útsýn yfir ána. Og þeg- ar hann var búinn að gleyma söngkonunni, nema nöfnum hennar (hún hét tveimur, sínu upprunalega og svo listamannsnafni, og af einhverjum ástæðum bar dóttir hennar hið þriðja), þá mundi hann enn vel eftir kvöldinu, þegar þau Cynthia hittust sem snöggv- ast í vinnustofu tónlistarútgefandans. Þar eð fyrrverandi eiginmað- ur Cynthiu hafði verið í afvötnun á drykkjumannahæli, fannnst Frank undarlegt að hún skyldi hrífast af manni, sem drakk sig blindfullan í sinnni eígin veizlu. Hún var of skynsöm til að horfa framhjá hliðstæðum, sem lágu svo í augum uppi. Á hinn bóginn bar á það að líta, að nær allir óhamingjusamir menn flýja á náðir áfengisins, og menn staðfestulausir í ástum eru alltaf óham- ingjusamir, svo að var það þá réttlætanlegt af henni að snið- ganga mann bara vegna þess að hann drakk, ef hún kann?ki gæti gert hann hamingjusaman og komið í veg fyrir eyðileggingu hans? Hann reyndi að sjá hlutina í þessu tilfinningasama Ijósi, reyndi að vera bæði tilfinningasamur og rökréttur, eins og sumum lík- ar vel að vera; en hún hafði verið þreytuleg, og hann gat ekki séð atvikin í fyrrgreindu Ijósi. Honum létti er hann frétti hjá henni sjálfri — hann bauð henni í hádegisverð, spurði, bað — að kunningsskap hennar og tónlistarútgefandans væri þegar lok- ið. Hún var farin að vera með öðrum manni. En hún sá enga ástæðu til að segja Frank neitt um hann núna. Hann samþykkti það. Engin sérstök ástæða. Stífdans hinnna fráskildu. Árstíðirnar ultu framhjá. Drottinn minn, hugsaði hann þegar hann mætti henni næst á götu, nú eru tvö ár síðan, ekki síðan ég fór frá konunni minni, heldur síðan við Cynthia hættum að vera saman. En hún var yndisleg, dálítið kuldaleg og heldur feitari en áður, klædd Ijósum, gamaldags búningi úr mjúku silki. Hún bjó sig ekki eins og Manhattantízka dagsins bauð. „Eigum við að fá okkur bita saman?" „Því ekki það?" svaraði hún. „I dag? Á morgun?" „Nei, ekki á morgun. Bráðum. Tilnefndu engan dag; hringdu í mig." Hún vísaði honum á bug! Hann aðgætti hana betur og sá, að þrátt fyrir batnandi holdafar var hún greinilega mjög þreytt; og sú þreyta virtist vera stöðug, ef marka mátti drættina umhverfis augu og munn. Varaliturinn dugði skammt til að lífga upp á það, sem eftir var af brosi hennar. Getur einn munnur virkilega breytzt svo mjög á skömmum tíma? Hún var orðin dálítið þunglamaleg í göngulagi, og lítið eitt útskeif, sem mátti teljast eðlilegt vegna vaxandi þunga hennar. En nef hennar var jafn fíngert og fagur- skapað og áður og friður og leitun í andlitinu, og þolinmóð, ungmeyjarleg von I augum þessarar konu, sem átti barn sem var farið að læra að lesa, og annað í barnagarði. „Það er svo langt síðan," kvartaði hann. „Já, en þú veizt, gamli vinur . . . Ekkert liggur á, Frank." Hún vildi ekki lofa honum að ákvaða neinn tíma fvrir stefnu- mót þeirra, og í annað sinn lágu leiðir þeirra saman í partýi. Önnur fyllibyttan frá fyllti þar út I heilan legubekk, dauðadrukk- in, Augu Franks fylltust jafnskjótt af tárum, og hann sneri sér undan og hnerraði. Hrein sjálfselska hugsaði hann. Ég hef engan rétt til þess! Það var vegna þess að hann minntist morgunverð- arins þeirra að lokinni nótt, sem einkennzt hafði af gagnkvæmri blíðu og öryggiskennd. Hann hafði ekkert kaffi átt um morgun- inn. Hún hafði hringt til að ganga úr skugga um, að eldri dreng- urinn hennar væri kominn á barnaheimilið heill á húfi, og svo, meðan hann rakaði sig, hafði hún fundið allt sem á þurfti að halda, egg og brauð og appelsínumauk og te. Te með morgun- verði. Hver skeiðarfy11in eftir aðra af appelsínumaukinu breidd- ist út yfir brauðið. „Þú átt við að við séum hætt að drekka kaffi?" hafði hann' sagt. „Já, annað hvarflar ekki að mér," hafði hún svarað. Þegar þau höfðu matazt, hafði hún spurt hann, hvort hann héldi að fimm ára drengurinn hennar skildi nokkuð í því að mamma hans svæfi ekki heima. Vinnukonan hennar væri áreiðan- lega ekki í neinum vafa, en það var nú dálítið annað mál. Hann fullvissaði hana um að stúlkan gerði sitt bezta. Þau höfðu haft það mjög þægilegt, kysst hvort annað og far- ið brosandi hvort sína leið. Nú var hún með hverjum rónanum á eftir öðrum. Hún hafði engan rétt til að vera stöðugt að endurnýja vandræðin með eig- inmann sinn. En hvers vegna ekki að endurnýja kynnin við Frank, úr því hún þurfti að vera að endurnýja á annað borð? Hann var ekkert þreklaust rekald. En á hinn bóginn höfðu hvorki þjóðlaga- söngkonur né loðskinnamódel hið einbeitta augnaráð Cynthiu; eng- in þeirra gat heldur framreitt te með morgunverði á sama hátt og hún, enda bjuggu þær alls ekki til te (auðvitað varð Frank sjaldan kaffilaus). iMnningarnar um Cynthiu gátu ekki verndað hann gegn karpgjörnum gálum, heimskum dúkkum eða kaldrifj- uðum dækjum, sem minntu á ilmvatnsblautar reiknivélar — gegn öllum þessum skepnum, sem höfðu til að bera alltof mikla hégóma- girnd en of lítið stolt. Cynthia var stolt og hafði vísað öllum hégóma á bug. Kannski hafði Frank engan rétt til að finna til slíkrar reiði. En engin rök gegn reiðinni gátu tortímt henni, og Frank kramdi reiði FramhaM á bls. 28. Jg — VIKAN 39. tbl,

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.