Vikan


Vikan - 24.09.1964, Síða 25

Vikan - 24.09.1964, Síða 25
Hvernig viljum við helzt hafa konurnar, sem við umgöngumst á hverjum degi? Hvaða persónutöfrum þrufa þær helzt að vera gæddar? Frá aldaöðli höfum við deilt um þetta, og skoðanir hafa verið jafnskiptar og margbreytilegar og vindáttin hjá Veðurstofunni. Áttaleysi hefur þó aldrei ráðið ríkjum í þessu efni. En tíðkast það einhvers staðar úti í hinum víða heimi, að meta konuna eftir holdafari — því digurri, þeim mun meiri kven- kostur. Svo rammt mun kveða að þessari kenningu meðal hinna frumstæðustu, að enn mun koma fyrir, að ungum Evu-dætrum sé stungið inn í búr og þær síðan stríðaldar eins og afurðamikill búpeningur. Ævarandi staðfesting á þessum hugsunarhætti er hin fræga höggmynd af ásta- og frjósemisgyðjunni Venus frá Mílos# sem er vægast sagt þrifleg í meira lagi. Nú á tímum finnst okkur hinum ,,siðmenntaðri“ þjóðum þetta jafnfráleitur hugsunarháttur og að fiskurinn hafi fögur hljóð. Þótt konur kunni enn í ýmsu að beita sig hörðu í viðleitninni til að þóknast karlþjóðinni og bera hver af annarri, þá ráða þær nú öllum kænskubrögðum og persónuuppbyggingaraðferð- um sjálfar. Sjálfræði þeirra kemur þó hvergi 1 veg fyrir, að aðdáendur þeirra, eiginmenn, feður, vinnuveitendur eða hverju nafni sem þeir nefnast, hafi, annað hvort í laumi eða opinskátt, sína eigin skoðun á því, hvaða kostum þær ættu helzt að vera búnar —• hvaða persónutöfrar rósarinnar í hnappagatinu á sköpuninni heilli þá mest. Þá vaknar spurningin: Ef um þessar fjórar höfuðpersónur væri að ræða, 1) hina glæsilegu, 2) hina heimilislegu, 3) hina frum- legu og 4) hina kynþokkafullu, hver þeirra á þá helzt að ein- kenna a) eiginkonuna, b) dótturina, c) einkaritarann og d) hjá- konuna? Þessa samvizkuspurningu höfum við lagt fyirr nokkra heiðurs- menn, sem allir brugðu skjótt við og svöruðu eftir beztu sam- vizku(?). Til þess að þeir ættu auðveldara með að átta sig á því, sem um er að ræða, gerði Þórunn Árnadóttir ballerína okkur þann greiða að bregða sér í líki persónugerðanna, sem um var að tefla, og tízkuverzlunin Guðrún á Rauðarárstíg lánaði okkur búninga þeirrar kynþokkafullu og þeirrar glæsilegu. Með myndirnar af henni fyrir augunum, varð engum svarafátt. Hvernig hefðir þú svarað? HVERNIG ER SMEKKUR ÞINN? Davíð Sigurðsson, bílasali, sagði: Umfram allt verð- ur konan að vera góð húsmóðir, en það felst margt í orðinu „góð“, þess vegna kýs ég þá heimilislegu. Dótturina á ég enga, en aftur á móti 7 stráka. Annars býst ég við að ég mundi vilja hafa hana frumlega, en umfram allt siðprúða og greinda. Ekki skaðaði að hún væri glæsileg, en þó í hófi Hvað einkaritarann áhrærir held ég að sú frumlega yrði bezt fallin til að vinna sitt hlutverk. VIÐAR ALFREÐSSON Viðar Alfreðsson, hljómlistarmaður, var á gangi nið- ur í bæ. Hann var í smásumarfríi en hann stundar nám ytra. Hann svaraði spurningum okkar stutt og laggott: Konuna heimilislega, dótturina frumlega, en einka- ritarinn og hjákonan yrði sama persónan. ASGEIR INGÖLFSSON Asgeir Ingólfsson, blaðamann, hittum við niðri á Morgunblaði. Ég vil hafa konuna heimilislega og glæsilega í bland, sagði Ásgeir, en dótturina dálítið heimilislega og frum- lea fram til 18 ára aldurs en þá má hún ráða sjálf. Einkaritarann vildi ég hafa kynþokkafullan. VIKAN 39. tbl. — ERLINGUR EINARSSON Erlingur Sturla Einarsson var að koma ofan úr há- loftunum þegar við hittum hann suður á flugvelli, en hann kennir hjá flugskólanum Þyt. Við báðum hann finna tokkur afsíðis og lögðum fyrir hann spuiningam- ar og réttum honum myndirnar. Hann glotti við og svaraði: Diskana og gólfið maður, sem sagt heimilislega, ann- ars er sú glæsilega að ergja mig. Ég mundi velja þá frumlegu fyrir dóttur en alls ekki fyrir konu. Einkaritarinn yrði að vera kynþokkafullur. Nú er ég búinn að finna mér konu, glataður maður, getur maður sagt, eftir að vera búinn að berjast í 23 ár, eða ævilangt, allt fyrir gíg. En ég er ekki í vafa um einkaritarann, segir Erlingur, um leið og hann skoð- ar þá kynþokkafullu. DAVÍÐ SIGURÐSSON

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.