Vikan


Vikan - 24.09.1964, Side 28

Vikan - 24.09.1964, Side 28
Teiknarar VIKAN hefur ákveöiö að gefa teiknurum kost á aö myndskreyta sögur eða greinar í VIKUNNI, eftir því sem síðar kann að verða ákveðið. T því skyni er óskað eftir sýnishornum frá teiknurum, og fer val ritstjórnarinnar að sjálfsögðu eftir gæðum þeirra og hug- myndaflugi. Til þess að gera öllum jafnt undir höfði, eru hérmeð birtir stuttir úrdrættir, sem til- vonandi teiknarar eru hvattir til að mynd- skreyta eftir eigin höfði. Myndin má ekki vera minni en 10x15 cm., og ekki stærri en 20x30 cm. Mönn- um er í sjálfsvald sett hvaða tæki eru not- uð til teikningar (blýantur, tusch, kol, blek, vatnslitur o. s. frv.) en æskilegt er að þær séu einlitar aðeins, í mesta lagi í tveimur litum. Myndirnar skulu greinilega merktar nafni teiknarans og símanúmeri, en ritstjórnin hefur samband við viðkomandi teiknara ef til kemur. Efni sem velja má um, til myndskreyt- ingar: A. Ef þið komið einhverntíma til borgar- innar Greenville í Texas, skuluð þið kaupa barðastóran mexíkanskan hatt áður en þið leggið af stað til að skoða borgina ... (Úr greininni „Tslendingakjöt" í (þessu blaði.) B. Hún horfði á hann og vatt saman hönd- unum og lét sorg sína í Ijós á mjög opin- skáan hátt... (Úrsögunni „Stífdans fráskilinna" í þessu blaði.) C. Á litlum palli fyrir framan hana lá Ijós- hærð, hálfnakin gyðja. með körfu fulla af gulleitum vínþrúgum. Allsnakinn Eros, rjóð- ur og kringluleitur, með blómakrans um Ijósa lokkana, var að narta í vínberin ... (Úr „Angelique" í þessu blaði.) STÍFDANS FRASKILINNA Framhald af bls. 17. sína fast í lófa sínum. Hann kunni því vel; kunni vel við að finna rétt- lótar neglur sínar nísta iafnréttlót- an lófann. A-kú! Hnerri, ekki tór. En hvað sem því leið, hét nýj- asta fyllibytta Cynthiu Sam Rog- ers, og hann rak auglýsingastarf- semi, og hafði byrjað sitt nýja líf með því að aka endurbyggðum Rolls á mannamót. Hann var dug- legur við að skipta um mótora í bílum. Einhversstaðar, hugsaði Frank, ætti hann konu og garðstóla og annan nýtízku húsbúnað og væri áskrifandi að tímaritinu Betri heimili og garSar, og hann vildi yfirgefa hana Cynthiu vegna, með því móti að hún keypti garðhúsgögn og enn nýtízkulegri húsbúnað en fylgt hafði hinni konunni. Hvern djöfulinn var Cynthia að hugsa? Var hún orðin gegnsýrð af ofmikilli hluttekningu, eða þoldi hún ekkert, sem minnti á hömlur, hindraði hana í að kom- ast í hágír á sex sekúndum? í þetta sinn samþykkti hún að snæða með honum hádegisverð, enda lagði hann fast að henni. Hann huldi hönd hennar með sinni. ,,Ætlar þessi hönd nokkurn- tíma að spila á fiðluna framar?" „Hvað? Hver?" Gamlir brandarar, sem þau höfðu átt saman. Hún var búin að gleyma þeim. Hann kom beint að efninu. „Hvað gengur að þér, Cynthia? Maður eins og þessi — Rogers! — þú veizt hvað ég á við. Fyrirgefðu að ég skuli hlaupa úr einu í annað. Alger bytta og hvaðeina." „Tímabil," sagði hún óskýrt. „Ég fyrirgef þér." „HvaS þá?" „Þú baðst fyrirgefningar, Frank. Ég veiti þér hana." „Ókei, ókei." „Og allt í lagi. Tímabil í ævi konu. Hann er góður við mig, Sam." „Hann þarfnast mín," sagði Frank dapurlega og þóttist herma eftir henni. „Það sagði ég aldrei." „En þú hugsar það. í því liggur styrkur hinna veiku. Þeir þarfnast þín. Pakkið í New York þarfnast þín!" Hún brá litum eins og hún hefði verið slegin utanundir, varð eld- rauð í kinnum en bláhvít umhverfis augu og munn, en hún svaraði ekki. Hún vissi, hver áhrif augna- ráð hennar gat haft og nú neytti hún þess. Hafði eitthvað sérstakt skeð milli Cynthiu og rónans henn- ar, einhverskonar neðanjarðar- sprenging, og höfðu áhrif þeirrar sprengingar kannski orðið Cynthiu meira virði en hið raunamædda, hjónabandslega samlíf þeirra Franks? Stöfuðu þessi reiðilegu mót- mæli hans aðeins af minnimáttar- kennd, af því að hann gat ekki gefið henni það, sem hún þráði, vegna þess að hann drakk of Iftið, þarfnaðist hennar ekki nógu mikið? Hann baðst ekki hjálpar hennar beinlínis, heldur eftir ýmsum króka- leiðum, eftir því sem tækifæri buð- ust, gagnstætt því sem þessir ger- spilltu piltar hennar gerðu. Lágu yfirburðir þeirra í því? Hvað sem því leið, þá þótti honum gott að sjá hana roðna og lét augnaráð hennar engin áhrif hafa á sig. „Ef kona verður ofurölvi á al- mannafæri," sagði hann, „skamm- ast allir sín fyrir hana, skoða hana sem aula og öllum til leiðinda. En ef hið sama kemur fyrir einhvern karlmannsræfil, bregst ekki að heil hersing af konum er reiðubúin til að vernda hann og annast, þetta vesalings viðkvæma stóra barn. Hjálpa honum til að sofa þetta úr sér. Viss gerð af kvenfólki." „Þú hugsar mest um ytra borð- ið — það gera karlmenn yfirleitt. Við hugsum ekki svo mikið um stórar svitaholur, glompur í tann- garðinum, jafnvel ekki um giomp- ur í skapgerðinni. Okkur þykir gam- an að fylla þær upp. Auðvitað þarf ég þess við að einhver þarfnist mín, Frank, og hvað illa sem Sam kann að haga sér í þínum augum, þá veit hann hvernig á að þarfn- ast mín." Þessar rökræður voru gagnslaus- ar með öllu. Þau gerðu ekki annað en að skiptast á setningum, sem þúsundir karla og kvenna í svipaðri aðstöðu höfðu haft yfir á undan þeim,- príluðu máttleysislega upp eftir ókleifum turni í leit að lausn, sem enginn gat náð. En það skipti engu máli hvað þau töluðu um yfir borðum; þegar hann snæddi með Cynthiu, var skorpan á brauðinu alltaf hæfilega þunn og stökk, og smjörið ósvikið. Það marraði í skorp- unni þegar hann beit í hana. Marr- murr í brauðskorpu í hádegisverði með Cynthiu þreyttri, óhamingju- samri, fallegri. Þegar nú Frank var sloppinn við martröð hjónabands síns, dreymdi hann stöðugt hinn eilífa draum karlmannsins um heimili — mjúkt og hlýtt rúm, vel steikt beikon á sunnudagsmorgn- um, lítil börn, sem grípa í mann og segja „papa". Sá draumur var öllu raunverulegri en þetta leiðinda- þvaður,- hann var nærri í góðum hádegisverði á ítölsku veitingahúsi á East Side. Klukkan var þrjú síð- degis,- það var kyrrt, og það var þunn stökk skorpa á brauðinu og ósvikið smjör — murr-marr. Hún fékk sér einnig brauðsneið, þæg og undirgefin, og brosti. „Þú lætur þær lita svo fallega út." „En gaman." „Þú hefur smitandi matarlyst. Þú gerir mig svanga. En ég ætti ekki að fara eftir því — vöxturinn . . ." „Það verður enginn feitur af því að borða. Veiztu hvað ég held? Það að borða gefur manni orku til að brenna upp kalóríurnar, og því meria sem þú borðar, þvi grennri verður þú. Ef þú bara borð- ar nóg, verðurðu hungurmorða. Þetta er mín kenning um átið." Framhald á bls. 30. 2g — VIKAN 39. tbl. „Hvers vegna hefurðu ekki sagt neinum þetta fyrr?" „Vegna þess að það var allt mín sök." „Það var það ekki," sagði Alex. „Þú varst barn, og það var ekki unnt að krefja þig ábyrgðar á at- hæfi hinna fullorðnu." Godwin sálfræðingur gaf honum merki um að gripa ekki frami. „Við megum ekki leggja meira á hana," sagði hann. „Og ef þér ætlið að spyrja . hana einhvers varðandi Haggertymálið, verðið þér að vera fáorður." Ég sá að það fór hrollur um hana, þegar á það mál var minnst. „Þú þarft ekki neitt að lýsa aðkomunni, þegar þig bar að," flýtti ég mér að segja. „Einungis hvaða erindi þú áttir heim til hennar." „Ég þurfti að tala við hana. Ég kom oft heim til hennar til að tala við hana — um Bradshaw og móð- ur mína, en hún rakti mér raunir sinnar fjölskyldu. Hún vildi hjálpa mér til að brjóta allt þetta rang- læti á bak aftur, einkum eftir að pabbi heimsótti mig. Það eina, sem upp úr því hafist, var það að hún var myrt. Helena, eina vinstúlkan mín . . ." Það fóru krampadrættir um líkama hennar, þar sem hún lá á bólstruðu borðinu. ,, . . . eins og ég hefði fundið móður mína aftur," bætti hún við, en reis síðan upp, glaðvöknuð. „Er allt í lagi?" spurði hún. „Já," svaraði Alex. „Nú er allt í lagi." Hann hjálpaði henni á fæt- ur og studdi hana út úr herberg- inu. „Hvað álítið þér, Godwin sál- fræðingur?" spurði ég. „Hún kemst áreiðanlega yfir þetta. Hann er prýðispiltur. En nú þarf ég að fara og vita hvernig FRAMHALDSSAGAN og brosti um leið og hún brá sér inn í annað herbergi og kom aftur að vörmu spori með kneppi póst- korta og bréfa, bundið rauðum silki- borða. Hún leysti borðann og rétti mér ein fimmtán póstkort, og ég bar þegar kennsl á það kortið, þar sem Roy sagði frá neimsókn sinni í Arnarhreiðrið. Frásögnin var ná- kvæmlega eins, orði til orðs, og ég hafði áður lesið heima hjá frú Bradshaw. Ég fékk henni þau aftur. „Hann skrifaði þetta í Reno og sendi kunningja sínum, sem var á ferð í Evrópu, til endursendingar. Munið þér eftir einhverjum nánum kunningja hans hér, sem var á ferð um Evrópu um það leyti?" Hún beit á vörina. „Godwin sál- fræðingur var þar á ferð. Þeir eru nánir vinir. í rauninni hefur Roy lengi verið sjúklingur hans. Hann hefur þjáðst að móðurhneigð — en nú hefur hann náð bata og fullri karlmennsku, og ég er ekki í nein- um vafa um að hann ann mér hug- ástum. Það hlýtur því að fyrirfinn- ast einhver skýring á þessu." 7. HLUTI Efftir Ross Mc. Donald Þýöing: Lofftur Guömundsson Teikning: Þórdís Tryggvadóttir S0GUL0K þeim líður eftir þessa raun." „Andartak, herra sálfræðingur — þér hefðuð sparað mér mikið ómak, ef þér hefðuð strax skýrt mér frá þessu sambandi með þeim, Con- stance McGee og Bradshaw." „Ég er hræddur um að ég verði að taka sjúklinga mína fram yfir leynilögreglumenn." „Eins fyrir það. Annars get ég fullvissað yður um að Roy Brads- haw hefur ekkert í það að fremja morð, sízt af öllu þegar í hlut á kona, sern hann elskar." „Það er ekki langt síðan að þér fullyrtuð að McGee hefði myrt eig- inkonu sína. Yður getur því skjátl- azt." „Veit ég vel — en ekki varðandi Roy Bradshaw." „Hvað um þessa konu, sem hann fékk lögskilnað við fyrir skemmstu — Letitiu eða Tish? Kannizt þér við hana?" Hann leit á mig, sagði ekki neitt, en ég sá það á honum, að hann kunni svar við spurningu minni. „Þér verðið að spyrja Roy sjálfan um hana," mælti hann að lokum. Þegar ég hringdi heim til frú Bradshaw, sagði hún mér að Roy væri enn ekki kominn heim, en hún hefði spurzt fyrir um hann og mundi hann vera staddur heima hjá Lauru Sutherland. Þegar ég hringdi dyrabjöllunni á bústað Lauru, opnaði hún dyrnar með gát í hálfa gátt. Mér þótti sem hún væri þegar farin að láta nokkuð á sjá. Og henni brá, þegar ég spurði hvort maður hennar væri heima. Hún kvað hann nýfarinn, en bauð mér inn. „Þannig megið þér ekki spyrja. Mér stendur að vísu sjálfri á sama, og ég er stolt af að vera gift Roy Bradshaw, en hann vill halda hjóna- bandi okkar leyndu." „Fyrir Letitiu Macready?" Hún kannaðist bersýnilega ekk- ert við nafnið, en leit spyrjandi á mig. „Við höfum ekki verið gift nema í hálfan mánuð, og hann er að bíða eftir hentugu tækifæri til að segja móður sinni það. Hún er hræðilega eigingjörn kona." „Það er Letitia Bradshaw líka." „Hver í ósköpunum er það?" „Fyrri eiginkona mannsins yðar. Hann fékk lögskilnað við hana í Reno í síðastliðinum mánuði." „Óhugsandi. Hann var á ferða- lagi um Evrópu." „Og ég býst við, að þér hafið fengið póstkort frá honum, þvf til sönnunar?" „Það vill svo til", svaraði hún „Ég geri ráð fyrir að hennar sé að leita í tveim morðum, sem eins víst er að Letitia — eða Tish — Macready hafi framið. í rauninni er umað ræða þrjú morð á tuttugu og fjórum árum. Helena Haggerty var myrt síðastliðið föstudagskvöld, Constance McGee fyrir tíu árum og Luke Deioney í lllinois áður en síð- ari heimstyrjöldin brauzt út." „Deloney... er það eitthvað tengt frú Deloney, sem býr nú að Brimgarði?" „Hún er ekkja hins myrta. Þekkið þér hana?" „Nei, en Roy var að tala við Framhald á bls. 37. VIKAN 39. tbl. — 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.