Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 40
 SKÓLAPENNI I Kr. 55, ER EINKUM FRAMLEIDDUR FYRIR YNGRI NEM- ENDUR, EN ER ÞÓ FULL BOÐLEGUR HVERJUM SEM ER. HANN EINKENNIST AF EINFALDRI EN VANDAÐRI SMÍÐI OG ER VIÐURKENNDUR OG VINSÆLL UM ALLAN HEIM. — ÞRÁTT FYRIR ÓTRÚLEGA SKRIFTARHR5FNI OG IRIDUM í PENNAODDI KOSTAR LINZ-SKÓLAPENNINN I AÐEINS 55 KR. ! ! ! — IRIDUM VARAPENNAODDAR KR. 19,50. LINZ SKOLAPENNARNIR ERU TRYGGIR ANDA UM ALLAN HEIM! ( : . „FÖRUNAUTAR" NEM- SKOLAPENNI II Kr. 86,50,- STENDUR HVAÐA SJÁLFBLEKUNGI SEM ER Á SPORÐI. HIÐ ÞRAUTREYNDA BLEKHYLKJA- KERFI PENNANS TRYGGIR ÖRUGGA BLEKGJÖF HANDSLÍPAÐUR PENNAODDUR, SEM GERÐUR ER ÚR UNDRA- EFNINU IRIDUM TRYGGIR FRÁBÆRA SKRIFTARHÆFNI. LINZ- SKÓLAPENNINN II STENZT KRÖFUR YÐAR, EN KOSTAR AÐEINS KR. 86,50 ! ! ! BLEKHYLKIÐ KOSTAR KR. 1,90. HINAR V-ÞÝZKU LINZ RITFANGAVERSMIÐJUR ERU ÞEKKTAR AF VANDAÐRI, SÉRHÆFÐRI OG NÝSTÁRLEGRI FRAMLEIÐSLU. ÓLI A. BIELTVEDT 3R. & CO. HÖFÐATÚNI 2.SÍMI 19150 P.O. BOX 759 1 20%LENGRI ENDING 10°/o MEIRA LJÓS 3% MSNNI KOSTNAÐUR SYLVANIA g'enÍRAL TELEPHONEIELEOTRONICS ® en ég, en ákaflega hrífandi. Þetta var í fyrsta skiptið, sem við . . . og hún var fyrsta konan, sem ég naut. En Luce Deloney kom að okkur, þreif b/ssu af vegg og barði mig með skeptinu. Tish reyndi að ná byssunni af honum, en hann laust hana í andlitið með skeptinu hvað eftir annað. Einhvernveginn náði hún samt taki á henni, nema skotið reið af og varð honum að bana. Frú Deloney sá svo um að málið var þaggað niður. Við Tish fórum til Boston, þar sem hún lá mánuð- um saman í sjúkrahúsi, þar sem gert var að meiðslunum á andliti hennar, en að því búnu gengum við í hjónaband og héldum í brúð- kaupsferð um Evrópu. Móðir mín fékk franska leynilögreglumenn til að njósna um okkur; ég varð að fara heim að ná sáttum við móður mína, en Tish varð eftir í París. Heimsstyrjöidin brauzt út mánuði síðar og This sá ég ekki framar — hún veiktist, og lézt og ég frétti það ekki fyrr en nokkru síðar." „Eg trúi yður ekki. Þetta getur ekki allt hafa gerzt á svo skömm- um tíma . . . Og hafi Tish látizt í Frakklandi — hvers vegna sóttuð þér það þá svo fast að fá lögskiln- að við hana ekki alls fyrir löngu?" „Svo að þér vitið það. Það er sannnarlega ekki margt, sem fer framhjá yður." „Eg veit kannski meira en yður grunar . . . að skilnaðurinn er ekki lögmætur hér í Kaliforníu, þar eð Tish var ekki tilkvödd. Hvar er hún nú?" „Þar sem þér getið ekki náð til hennar. Ég sendi hana með flugvél til Suður-Ameríku, til vistar í geð- veikrahæli í borg, sem ég læt ekki uppskátt hvað hetir. Hún er orðin gömul kona og biluð á geðsmun- um, svo að hún verður ekki dæmd sakhæf." „Þér viðurkennið þar með, að hún hafi myrt ungfrú Helenu Hagg- erfy?" „Já, hún játaði það fyrir mér, þegar ég heimsótti hana í íbúð hennar í Los Angeles, snemma laug- ardagsmorguns. Hún skaut Helenu og faldi byssnua í hliðvarðarhúsinu. Ég hafði tal af Foley í Reno fyrst og fremst til að vita hvort hann hefði orðið vitni að nokkru í því sambandi." „Með dauða Helenu hafði bragð yðar sem sagt heppnazt?" „Eg er hræddur um að ég skilji ekki við hvað þér eigið." „Það var fyrir yðar tilverknað, að hún settist hér að. Þér buðuð henni út með yður nokkrum sinnum, og komuð þeim orðrómi af stað, að hún væri yðar tilvonandi — sem vitanlega hafði ekki neitt við að styðjast, þar sem þér voruð þeg- ar kvæntur Lauru Sutherland, en lögðuð hatur á Helenu fyrir það, að hún vissi of mikið. Tilgangur- inn var einungis sá að hún yrði skotmark Tish. Annars hefði Laura Sutherland orðið það — af sömu ástæðum og Constance McGee varð skotmark hennar fyrir tíu árum." — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.