Vikan


Vikan - 24.09.1964, Síða 44

Vikan - 24.09.1964, Síða 44
RAÐHÚSGÖGN (tveir sófar og tveir stólar) — KR. 19.680,00 Eins og tveggja manna svefnsófar. — Svefn- bekkir, bólstraðir með fjöðrum og gúmmísvamp. Verð fró kr. 4.200,00. — Vegghúsgögn. — Stak- ir stólar með lausum púðum í baki og setu. Harðviðargrind. Verð kr. 2.450,00 og 2.750,00. — Sófasett með þriggja og fjögurra sæta sófum, lausir púðar í baki og setu. Verð kr. 15.500,00 og 16.700,00. - Sófasett. Kr. 11.800,00. VERIÐ VANDLÁT, VANDIÐ VALIÐ, VELJIÐ VALHÚSGÖGN. 0 VANDAÐUR SVEFNSTÓLL - KR. 4.680,00. Valhúsgögn auglýslr ÓDÝRASTA SÓFASETTIÐ Á MARKAÐNUM - KR. 8.950,00. Valhúsgögn Skólavörðustíg 23 — Sími 23375. 5 ára ábyrgðarskírteini fylgir öllum bólstruðum húsgögnum frá okkur sögðu pólsku. Nafn hennar og heimilis- fang: Joanna Dniowska, Warszawa 95, ul. Mtodnieka 9, Poland. 11 ára gamall norskur drengur ósk- ar eftir að komast í bréfasamband við jafnaldra sína á íslandi. Áhugamál hans er frímerkjasöfnun — heimilis- fang hans er: Pál Kolstö, Hákonshelle pr. Bergen, Norge. Vikan hefur fengið bréf frá banda- rískri stofnun er nefnist American Cultural Institute. Stofnun þessi vill mjög gjarnan stuðla að gagnkvæmum kynnum Bandaríkjamanna og annarra þjóða. Þeir íslendingar, sem vilja eignast vini í Bandaríkjunum eru beðnir að skrifa til A.C.I. og gefa þeim jafn- framt upplýsingar um aldur, áhuga- mál, skólann sem þeir ganga í, ef skóla er lokið, þá atvinnu og tungumál, sem þeir rita auk ensku. Stofnunin hefur sérstakan áhuga á, að íslenzkar konur stofni til bréfaviðskipta við bandarískar konur. Gjörið svo vel að skrifa til: American Cultural Institute, 612 Mount Pleasant Street, Greensburg, Penna. 15802, U.S.A. HVER Á FRÍMERKI? Sigurd Lund heitir Svíi nokkur, sem leigð hefur veikur síðastliðin þrettán ár. Æðsta áhugamál hans er að safna frímerkjum. Ef einhver af lesendum VIKUNNAR skyldi vera hættur að safna frímerkjum, eða mætti missa eitthvert smáræði væri það ákaflega vel þegið. Vinsamlegast skrifið til: Sigurd Lund, Box 15 102, Stockholm 15, Sweden. ÍSLENDINGAKJÖT Framhald af bls. 11. til sársauka. Henni hafSi heppnazt að stinga mig. Hún hafði sogið blóð mitt og nú hélt hún í friði á ein- hvern afvikinn stað til þess að deyja drottni sínum, ranalaus og hættu- laus, og engum nýt lengur, lítil, en þó stór, býfluga sem hafði bitið íslending í fótinn á heitum sumar- degi niður við Mexikóflóa. Með öðrum orðum: Býflugufjand- inn beit mig í vinstri löppina svo ég sárfann til. Og hún var ekki eina kvikindið, sem þótti gott ís- lendingakjötið. Þau komu í flokkum og eltu mig og náðu mér og bitu mig, svo ég gat sjaldnast vörnum við komið. Eina septembernóttina svaf ég undir berum himni ásamt vini mínum. Við lágum á fallegum trépalli á sumarhúsi, sem stóð út við vatnið. Það var heitt um nótt- ina en dásamlega fagurt að skynja kyrrðina í gegnum myrkrið og sjá í fjarlægð Ijósin í öðrum sumar- húsum. Svo gerðist ég náttúrubarn bæði af þörf og löngun, tók af mér öll klæði, og teygði úr mér út í nóttina og myrkrið og sofnaði og svaf til sólaruppkomu. Þann fjanda hefði ég aldrei átt að gera. Ég var að enda við að tína á mig spjarirnar, þegar mig fór að klæja á ýmsum stöðum líkamans. Og viti menn: Ég var alþakinn maurastung- um og pödduvirkjum. Þegar ég leit í spegilinn komst ég að raun um, — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.