Vikan


Vikan - 24.09.1964, Page 46

Vikan - 24.09.1964, Page 46
Svalandi - ómissandi á hverju heimili APPELSÍN S ÍTR Ó N Ll IV3 E ur héðan áður en þær stóru koma og stela bráð okkar." Já, þær eru stórar þarna. Fyrir öllum gluggum í herberg- inu mínu voru flugnanet, sem eiga að gera öllum kvikindum ófært inn ( herbergið. Samt var æði gest- kvæmt hjá mér stundum. Lengi vel háði ég eltingaleik við skorkvikindin áður en ég fór að sofa. Pöddur á litinn eins og páskaliljur, og engi- sprettur með kloflöng stökk, voru einkar leiðinlegar viðureignar. Sér- staklega voru þó skorkvikindin, sem líkjast engisprettum hvimleiðir gest- ir. Þau hafa þann sið, að felast í fatahrúgum og einhversstaðar þar sem erfitt er að ná til þeirra. Svo þegar maður er búinn að slökkva Ijósin og koma sér í bólið, þá byrj- ar söngurinn, fííífííííííííí. Pöddurnar framleiða þessa synfóníu með því að nudda afturlöppunum við væng- ina í sífellu. Þetta er leiðindasuð og alls óþolandi fyrir þann, sem ekki veit hverjum það tilheyrir. Svo þegar ég fór á fætur í bræði minni og kveikti Ijós, hætti suðið alltaf. Það var sem óvinurinn vissi að hætta væri fyrir höndum. Stundum tók langan tíma að koma þessum kvikindum fyrir kattarnef, svo vör eru þau um sig og fljót að stökkva. Samt varð íslendingurinn alltaf sig- urvegari í þessum viðureignum. Hvort hugrekki eða hræðsla kom honum til vopna skal ósagt látið. Útiljósið á heimili mínu í Texas er hin mesta paradís á jörðu fyrir allar tegundir skordýra. Þegar myrkt er orðið á kvöldin, hópast að Ijós- inu allar stærðir og útgáfur af kvik- indum, öll sveima um Ijósið rétt í minni höfuðhæð og ráðast á dyrn- ar í von um að komast inn. Að auki þykir þessum pöddum, með harða skel um búkinn og olíubláma á vængjunum, einkar gott að dvelja utan á flugnanetinu. Ég gerði mér það oft til gaman að standa hinum megin netsins, óhultur, með beitt- an pinna í höndunum, og stinga þær til dauða neðan frá. Ég gat ekki að því gert. Þær höfðu svo oft kvalið mig, að ég hafði nautn af því að launa þeim með tönn fyrir tönn og auga fyrir auga. Svo var það eitt kvöldið um mið- nætti, að ég kem heim með vini mínum. Höfðum við verið að skemmta okkur um kvöldið og vor- um í betri fötum, m.a. var ég klædd- ur í nýjar buxur, sem ég hafði keypt þann dag. Þær voru röndóttar og minntu mig á buxurnar sem Ólafur Thors hefur stundum verið í. Þegar við komum að útidyrunum gríp ég til gamalla ráða, held sem fastast um hálsmálið með annarri hendi en opna hurðina í skyndi með hinni. Hins vegar gleymdi ég alveg að hugsa um aðra inngönguleið fyrir pöddurnar, þar sem voru víðu skálmarnar á nýju buxunum mín- um. Stenzt það á endum, að ég er kominn inn úr dyrunum þegar ég finn, að heljarstór og fyrirferðar- mikil padda er á leið sinni upp fótinn á mér, er komin upp að hnés- bótum og miðar allsæmilega áfram. Eitt augnablik sá ég hana fyrir mér, — með augu á stilkum og bitklær fram á hausnum, þrískiptan bol og 10 lappir. Það var drullug slikja á henni og ég fann fyrir löppun- um og ógeðslegum búknum þegar hún var að berjast upp brattann. Ég stappaði niður fætinum í æði, en hún hélt sér sem fastast. Skyndilega greip mig ógurleg hræðsla. Ég stökk með bein hnéinn í eldhúsið og reif af mér buxurnar í einu vetfangi ólýsanlegs hryllings. Þegar ég jafn- aði mig sá ég nýju röndóttu bux- urnar mínar liggja þverrifnar á gólf- inu. Önnur skálmin hafði snúizt.við, og þar sem hnéð hafði verið í bux- unum voru nú jarðneskar leifar risa- stórrar pöddu; blóðið hafði kllstr- ast yfir fallegu, hvítu randirnar í buxunum og búkurinn hafði kram- izt í sundur. A gólfinu fyrir aftan mig lá annað hræ og snerist í hringi. Þetta hræ var hinn banda- ríski vinur minn. Hann hafði feng- ið hláturskrampa við að sjá íslend- ing ganga af göflunum út af einni saklausri og sældarlegri júnípöddu. Það er gott að vera kominn heim aftur. Fólkið er frótt um landið og sína ætt, konurnar skapgóðar, og köngulærnar í Flóanum mestu frið- semdargrey. Þess vegna er svo gott að vera íslendingur heima á íslandi. Því miður mun ég ekki njóta þeirra gæða um sinn. Þegar lesendur Vik- unnar lesa þessa grein, verð ég aftur á meðal Bandaríkjamanna, fáfróðra um Island, skapstóra konan verður í kallfæri, og pöddurnar munu halda áfram að hópast utan um útiljósið mitt á kvöldin. Brandur. Meö ásfar- kveðju frá Rúss- landi Framhald af bls. 20. og þar dó hún sex mánuðum seinna af barnsförum, eftir að hafa fætt tuttugu og fjögurra marka dreng. Aður en hún dó, sagði hún, að drengurinn ætti að heita Donovan (lyftingamaðurinn hafði kallað sig hinn mikla O'Donovan) og Grant, sem var hennar eigið nafn. ÞAÐ ER SPARNAÐUR f AÐ KAUPA GÍNU Öskadraumurinn við heimasauminn Ómissandi fyrir aliar konur, sem sauma sjálfar. Stærðir við allra hæfi. Verð kr. 550,00 og með klæðningu kr. 700,00. BiSjiS um ókeypis leiSarvísi. Fæst í Reykjavík hjá; DÖMU- & HERRABÚÐINNI Laugavegi 55 og GÍSLA MARTEINSSYNI Garðastræti 11, sími 20672 Hljómplatan með fjórtán Fóstbræðrum er aS sló öll sölumet íslenzkra hljómplatna enda er hér á ferS- inni einhver skemmtilegasta og vandaSasta hljómplatan um ára- bil. A plötunni eru átta lagasyrpur, eSa alls 40 lög, og er þetta LP 33 snúningshraSa plata. Platan kostar kr. 325,00 og verSur ySur send hún um hæl, burSargjaldsfrítt, ef þér sendiS tékka eSa póstávísun aS upp- hæS kr. 325,00. * SC - bljémplðtnr Box 1208 — Reykjavík 40 — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.