Vikan


Vikan - 24.09.1964, Síða 49

Vikan - 24.09.1964, Síða 49
VEGGHÚSGÖGN í ÚRVALI SNYRTIKOMMÖÐUR SKATTHOL SKRIFBORÐ LÍKA Á VEGG BÖLSTRUÐ HÚSGÖGN ENGIR PÚÐAR, SEM GEIFLAST AÐEINS ÞAÐ BEZTA 5 ÁRA ÁBYRGÐ HÚSGðGN í HLLT IIÚSIÐ Lítið inn í leiðinni — þið vitið — þarna beint á móti Kjörgarði. BpLSTRUN HaRÐar PLTUr550naPÍ Laugavegi 58. á öllum bólstruðum húsgögnum minnti hana á bakka árinnar við Monteloup, kom gegn um rekkjuhengið. Hún var ekki heima hjá Hortense í Rue de l’Enfer. Hvar var hún? Hún reyndi að muna, en mundi ekkert nema skelfinguna, svart eitrið, blikandi sverð. Skelfingu aftur og aurslettur. Hún heyrði rödd Gontrans á ný: — Aldrei. Aldrei. Ég get aldrei náð rétta litnum í vatninu undir trjánum. Það lá við, að Angelique ræki upp óp. Hún hlaut að vera geðbiluð eða fárveik. Hún settist upp og dró tjaldið til hliðar. Það sem hún sá, staðfesti hana í þeirri trú, að hún væri ekki lengur með sjálfri sér. Á litlum palli fyrir framan hana lá ljóshærð hálfnakin gyðja, með körfu fulla af gul- leitum vínþrúgum. Allsnakinn Eros, rjóður og kringluleitur, með blóma- krans um ljósa lokkana var að narta í vinberin. Allt í einu hnerraði litli guðinn nokkrum sinnum. Gyðjan leit áhyggjufull á hann og sagði nokkur orð á framandi tungu, áreiðanlega á máli guðanna frá Ólympus. Einhver hreyfði sig í herberginu, og rauðhærður alskeggjaður risi, klæddur í leðursvuntu, gekk að Erosi litla, tók hann upp i fangið og vafði um hann ullarkápu. Um leið tók Angelique eftir máiningartrönum van Ossels málara. Skammt frá honum stóð annar maður með leðursvuntu með tvö málarabretti i höndunum. Sá siðastnefndi hallaði höfðinu örlitið til hliðar og virti fyrir sér ófullgert málverk meistara síns. Fölt! dags- ljósið féll á andlit hans. Þetta var ósköp venjulegur maður, í meðallagi hár, í grófri línskyrtu, sem var opin niður á brjóstið, brúnt hárið, kæru- leysislega klippt og axlarsitt, slútti niður á ennið og næstum niður fyrir dökk augun. En Angelique hefði þekkt þessar þykku varir, hvar sem var, svo ekki sé minnzt á þrákelknislegt nefið og þvera hökuna, sem minnti hana á föður hennar, Armand barón. Hún hrópaði: — Gontran! — Frúin er vöknuð, sagði gyðjan. Allur hópurinn, að viðbættum fimm eða sex börnum, þyrptist þegar í stað að rúminu. Aðstoðarmaðurinn i leðursvuntunni vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Hann starði í undrun á Angelique, sem horfði brosandi á móti. Allt í einu varð hann eldrjóður, greip hönd hennar og muldraði: —• Systir mín! Gyðjan, sem var engin önnur en eiginkona van Ossels, kallaði á dótt- ur sína og sagði henni að ná í eggjapúns, sem hún hafði gert og skilið eftir frammi í eldhúsi. — Nú er heima! sagði Hollendingurinn. — Það gleður mig að hafa ekki aðeins hjálpað þurfandi konu, heldur einnig systur félaga míns. — E'n hvers vegna er ég hér? spurði Angelique^ Hollendingurinn sagði henni með grófri rödd sinni, hvernig hann hafði vaknað nóttina áður við ákafa barsmíð á dyrnar. Þegar hann fór til dyra með kertaljós, höfðu skartklæddir ítölsku skemmtikraftarnir sýnt honum meðvitundarlausa konu, blóði drifna og nær dauða en lifi, og beðið hann með italskri ákefð, að bjarga þessari ólánssömu veru. Og hann hafði svarað, á skýrri og tæpitungulausri hollensku: — Veri hún velkomin! Gontran og Angelique horfðu hvort á annað, og það var ekki laust við, að þau væru svolítið feimin. Voru ekki átta ár, síðan þau skildu við hlið Poitiers? Angelique mundi eftir Raymond og Gontran, þegar þeir hurfu á hestunum niður brattan stiginn. Ef til vill stóð nú fyrir hugskotssjónum Gontrans myndin af gamla vagninum, með þremur litlum, rykugum stúlkum. — Síðast, þegar ég sá þig, sagði hann, — varst þú með Hortense og Madelon, og þið voruð að fara til Úrsúlínaklaustursins í Poitiers. — Já. Madelon dó — vissirðu það? — Já. Eg veit það. — Manstu, Gontran? Þú málaðir andlitsmynd af gamla Guillaume. — Gamli Guillaume er dáinn. — Já. Ég veit það. — Ég á ennþá myndina af honum. Og nú hef ég gert aðra ennþá betri. Eftir minni. Ég skal sýna þér hana. Hann hafði setzt á rúmbríkina, með hendurnar hvílandi í kjöltunni. Stórar hendur, blettaðar með rauðri og blárri málningu, og skemmdar eftir efnin, sem notuð voru til Þess að blanda litina, og sigggrónar eftir stautinn í mortélinu, sem notaður var til að mylja hin ýmsu litarefni. — En hvernig stendur á þvi, að þú lentir í þessu? spurði Angelique, og það var ekki laust við, að vorkunnar gætti í rödd hennar. Tilfinninganæmt nef Gontrans —< de Sancé-nefið — titraði litið eitt, og skuggi færðist yfir augu hans. — Ef ég hef „lent“ i því, eins og Þú segir, er það vegna þess, að mig langaði til þess. Það er svo sem bú'ið að troða i mig nógri latínu, og jesúítarnir reyndu allt, sem í þeirra valdi stóð, til að gera úr mér ung- an aðalsmann, sem væri fær um að halda á lofti nafni fjölskyldunnar, þar sem Josselyn hefur nú stungið af til Ameríku og! Raymond hefur gengið í þjónustu himinvaldanna. En ég hafði mínar eigin hugmyndir. Mér varð sundurorða við föður okkar, sem vildi að ég færi í herinn til að þjóna kónginum. Hann sagðist ekki myndi gefa mér sou. Svo ég lagði af stað, fótgangandi eins og betlari og réðst í málaranám hér í París. Ég er að ljúka siðasta námsári mínu. Þegar því er lokið, ætla ég að ferðast um Frakkland. Ég ætla að ferðast borg frá borg, og íæra allt, sem ég get um málaralist. Mér til viðurværis ætla ég að ganga i Þjón- ustu málara, eða mála andlitsmyndir auðugs fólks.i Seinna ætla ég að kaupa mér meistarabréf. Ég ætla að verða mikill málari. Ég er viss um, að ég verð það, Angelique! Kannske verð ég fenginn til Þess að mála loftin í Louvre.... — Þú verður þá að þekja þau með vitiseldi og æpandi djöflum! — Nei. Ég ætla að þekja þau með bláum, heiðskirum himni, sólgulln- um skýjum, og mitt i þessari birtu ætla ég að hafa kónginn i allri sinni dýrð. —• Kónginn í allri sinni dýrð! bergmálaði Angelique með lágrií þreytu- legri röddu. Hún lokaði augunum. Henni fannst allt i einu, að hún væri eldri en þessi maður, þótt hann hefði fæðzt á undan henni. Hann hafði kynnzt liungri og kulda, það var rétt, og hann hafði verið auðxnýktur, en hann VIKAN 39. tbl. — ^0

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.