Vikan


Vikan - 24.09.1964, Síða 50

Vikan - 24.09.1964, Síða 50
Malmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Malmgluggar fyrir verksmiðjubygging ar, gróðurhús, bíl- skúra o. fl. /Z77 LMGLUGGAE */i Nýtt útlit Ný tækni LÆKJARGÖTU, HAFNA RFIRÐI. — SÍMI 50022 hafði aldrei hvikað frá því marki, sem hann hafði sett sér. — Og ég? sagði hún. — Þú hefur ekki spurt mig, hvernig ég hef lent þar sem ég er. — Ég þori ekki að spyrja þig, sagði hann og fór hjá sér. — Ég veit, að þú giftist hræðilegum og vafasömum manni, gegn vilja þínum. Faðir okkar var ánægður með þennan ráðahag en við vorkenndum þér öll, vesalings Angelique. Og svo hefur þú áreiðanlega verið óhamingjusöm. — Nei, það er nú, sem ég er óhamingjusöm. Hún hikaði við að segja honum allt af létta. Hversvegna ætti hún að trufla þennan bróður sinn, sem lét sig ekkert neinu varða, sem ekki kom beinlínis myndlist hans við? Hvei oft hafði hann hugsað til Angelique, litlu systur sinnar? Áreiðanlega sjaldan, og þá liklega aðeins, þegar hann harmaði það, að geta ekki náð græn litnum í vatninu undir trján- um. Hann hafði alltaf verið sjálfum sér nægur. — 'Ég bý hjá Hortense hér í París, sagði hún. — Hortense? Þeirri truntu! Þegar ég kom hingað, lagði ég það á mig að leita hana uppi og ég sé ennþá eftir því. Hún var næstum' dáin af skömm yfir því, að ég skyldi heimsækja hana á mínum skitugu skóm. Ég var ekki einu sinni girtur sverði! Það var ekki hægt að þekkja mig frá venjulegum verkamanni! það er satt. En hvernig ætti ég að geta borið sverð með leðursvuntunni minni? Og ef mér, aðalsmanninum, er ánægja í því að mála, heldurðu þá að ég láti hleypidóma trufla mig í þvi? Nei ég sparka þeim úr veginum, með mínum skitugu skóm. — Ég býst við að við höfum öll fæðzt undir uppreisnarstjörnum, sagði Angelique og andvarpaði. Hún tók skaddaða hönd bróður sins milli beggja sinna. — Þú hlýtur að hafa átt erfiða daga? — Svo sem ekki erfiðari, heldur en ef ég hefði verið í hernum, girtur sverði í skuldum upp að eyrum, með lánardrottnana á eftir mér hvert sem ég færi. Nú býst ég ekki við neinum lífeyri frá einhverjum fjarlæg- um yfirmanni. Meistarinn minn getur ekki svikið mig, því samfélag okk- ar málaranna verndar mig. Þegar lifið verður of erfitt, fer ég stundum yfir i musterið, til Jesúítans bróður okkar, og bið um fáein écus. —• E’r Raymond í Paris? spurði Angelique. — Já, hann býr í musterinu, og sér um ölmusugjafir fyrir ég veit ekki hvað mörg klaustur, og mér kæmi ekki á óvart, þótt hann yrði skrifta- faðir þeirra hæstu við hirðina. Angelique varð hugsi. Hjálp Raymonds var það, sem hún þarfnaðist. Hún þarfnaðist kirkjunnar þjóns, sem myndi ef til vill taka mál Joffreys að sér, vegna þess að það var fjölskyldumál.... Þrátt fyrir ferska minninguna um hættuna, sem yfir henni vofði, þrátt fyrir orð kóngsins, datt Angelique aldrei i hug að gefast upp. Nú vissi hún aðeins, að hún varð að fara mjög gætilega. — Gontran, sagði hún ákveðin: — Viltu fylgja mér til le Trois- Maillets? Gontran spurði einskis um þessa beiðni og ákvörðun Angelique. Hún hafði alltaf fai'ið sínar eigin götur. Van Ossel málari ráðlagði þeim að bíða til kvölds, eða minnsta kosti þangað til dimmt yrði. Konan hans lánaði Angelique einn af sinum stuttu kjólum með dökkrauðri treyju úr einföldu efni. Þurra rósin, var liturinn kallaður. Yfir hárið batt hún svartan satínklút, eins og þá, sem konur borgarinnar báru. Angelique var ánægð með að finna pilsið, sem var styttra en hefðarkonurnar báru, strjúkast um ökkla sér. Þegar Angelique yfirgaf Louvre í fylgd Gontrans, í gegnum litlu dyrnar, sem kallaðar voru „þvottakonudyrnar“ var hún mun líkari verkamanns- konu, sem hélt í handlegg eiginmanns síns en hefðarkonu, sem aðeins daginn áður hafði talað við konunginn. Hinu megin við Pont-Neuf glitraði Signa í siðustu geislum sólarinnar. Það var verið að vatna hestunum. Þeir busluðu í vatninu, sem náði upp að brjósthlífum þeirra og hristu föxin. Heymeisarnir stóðu meðfram árbakkanum. Ferjubáturinn frá Rúðuborg hleypti farþegum í land, her- mönnum, munkum og þjónustustúlkum. Það var hringt til aftansöngs. Köku og kexsalarnir hlupu niður eftir götunni með körfurnar og kölluðu til spilamannanna í kránum: Hæ! Hver var að kalla á kexmanninn, þegar allir hafa tapað? Kaupið af mér, kaupið! Ég sel ódýrt! Byggingin stóra, Louvre, gnæfði fjólublá á móti komandi nótt og teygði turna sina móti kvöldrauðum himninum. IV hluti — DÆMDI MAÐURINN 1 NOTRE DAME 36. KAFLI Hávær söngur barst út úr kránni. Angelique og Gontran bróðir hennar gengu niður þrepin inn i þykkan tóbaksreykinn og gufurnar frá sós- unum. Gegnum opnar dyr fjarst í kránni sást inn í eldhúsið, þar sem teinar með kjöti snerust hægt yfir eldinum. Þau settust niður við borð, skammt frá öðrum gestum krárinnar við gluggann og Gontran pantaði vin. — Veldu gott vin, sagði Angelique og kreisti fram bros. — Ég skal sjá um reikninginn. Hún sýndi honum pyngjuna með fimmtán hundruð livres sem hún hafði unnið við spilaborðið hjá Henríettu Englandsprinsessu. Gontran sagðist ekki vera mikill vínþekkjari. Hann varð venjulega að láta sér nægja Parísarvín. Á sunnudögum var hann vanur að fara og fá sér betri vín í úthverfunum, þar sem vínin frá Bordeaux og Bourgogne kostuðu minna, því í úthverfunum þurfti ekki að borga Parísartollinn. Hann var vanur að fara á sunnudögum í guinguettes, gleðihúsin í út- hverfunum, og þessar ferðir um helgar voru það eina sem hann leyfði sér. Angelique spurði hann, hvort hann færi þangað með vinum sinum. Hann sagðist ekki gera það. Hann átti enga vini en naut þess að sitja í laufskálunum og horfa á fólkið í kringum sig. Honum fannst mannlíf- ið skemmtilegt og viðkunnanlegt. — Þú ert hamingjusamur, muldraði Angelique, sem allt i einu fann beiskt eiturbragð á tungu sinni. Henni leið ekki illa, en hún var þreytt og eins og á nálum. Hún! lit- aðist um í kránni. Þrátt fyrir þungt loftið var frjálslegt og vinalegt niðri í þessari krá. Aðalsmennirnir komu hingað1 til að fá sér reyk og gleyma siðareglum hirðsalanna og til þess að éta einu sinni fylli sína, fjarri vökulum augum smámunasamra eiginkvenna sinna; gleðimaðurinn til að spila peninga- gQ _ VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.