Vikan


Vikan - 30.12.1964, Page 11

Vikan - 30.12.1964, Page 11
og acS þessi vegur yrði að bíða betri tíma — en þeir vissu af reynslunni, að sú bið gæti orðið eilífðin sjólf. Fengu þeir því til liðssinnis nokkra óhugamenn um þjóðmól, því svo einkennilega vildi þá til, að til voru menn, sem hugsa um þjóð en gleyma flokk. Einn þessara manna, er líklegast þekktasti íþrótta- og æskulýðsleiðtogi landsins — og þarf því ekki að nefna nafn hans — hann þekkja allir. Tók hann að sér framkvæmdir í samráði við ung- an vegaverkfræðing, sem langaði til þess að fá tækifæri til að sýna í verki hvernig hann taldi að gera þyrfti vegi hér á landi. Verkamennirnir komu alls staðar að — þar voru æskumenn lands- ins, sem vildu vinna að þjóðþrifastarfi, undir hand- leiðslu manns, sem þeir treystu og mátu mikils. Hér var því um nokkurskonar ungmennafélags- hreyfingu og hrifningu að ræða. Starfsemin var um leið vinnuskóli, sem hefur orðið til fyrirmynd- ar víða, eins og sjá má í ýmsum sveitum og byggðum landsins. En fjármagnið vantaði. For- ráðamenn Dalasýslu gáfu út skuldabréf til 10 ára — afborgunarlaus í 3 ár — en þau voru síðan greidd með framlagi ríkisins til vegagerðarinnar. Skulda- bréfin keyptu þjóðhollir menn, og þeir fengu mikla og góða liðveizlu hjá bönkum og lánastofnunum. Verkefninu var lokið á örstuttum tíma — vega- gerðin var ekki svo erfið, eins og margur hafði búizt við. Allt gekk þetta með ágætum og eiga Dalamenn miklar þakkir skilið fyrir að benda á nýjar leiðir í erfiðu viðfangsefni og þeir báru málið fram til sigurs. Nýi vegurinn er með ágætum. Vegalengdin er svipuð — en vegurinn er nærri snjólaus allt árið. Allar samgöngur til Vesturlands eru nú um þennan veg og hafa þær aukizt mjög mikið frá því áður var. Frá Skógarströnd liggur vegurinn einnig til Stykkishólms, og gerðum við krók á leið okkar til þess að sjá þau umskipti, sem þar hafa orðið síðustu árin. Stykkishólmur var lengi höfuðstaður við Breiðafjörð og er nú að verða það aftur; eða síðan hann varð einhver vinsælasti ferðamanna- bær landsins. Fyrir nokkrum árum bundust menn samtökum í Stykkishólmi um að koma þar upp blómlegu athafnalífi og tóku forystu við Breiðafjörð. Varð að ráði að gera Stykkishólm að ferðamannabæ og nota þá u'm leið hinar sérstöku aðstæður, sem fyrir hendi eru — eyj- arnar á Breiðafirði. Menn þekkja þetta allt svo vel nú orðið. Skemmtiferðir um Breiðafjörð — EFTIR GlSLA SIGURBJÖRNSSON, FORSTJÓRA litlu húsin á eyjunum, sem leigð eru til sumardvalar — bílahótelið fyrir utan Stykkishólm; allt er þetta landsmönn- um og ótal útlendingum vel kunnugt. Hitt vita færri, að mikinn dugnað og framsýni Hólmverja þurfti hér til. Þeir tóku til óspilltra mála. Fyrst var gerð áætlun um framkvæmdir, síðan var út- vegað fé, og starfið hafið. Fé var lán- að mönnum til þess að gera gestaher- bergi í húsum sínum, einnig var lánað nokkurt fé til þess að breyta bátum vegna skemmtisiglinga og fiskiferða, sem svo margir ferðamenn taka þátt í. Stykkishólmur er nú orðinn víðfræg- ur ferðamannabær og er þar blóm- legt atvinnulíf. Er í Stykkishólmi t.d. ein af stærri prentsmiðjum landsins og eru þar prentaðar margar af jólabók- unum svo nefndu. Fiskræktunarstöðin í Hvammsfirði hefur bækistöð sína í Stykkishólmi, og er nú að koma í Ijós árangur af framsýni manna um fisk- rækt í Hvammsfirði. Hvammsfjörður var lengi vei nærri fisklaus — en síðan farið var að glíma við þennan vanda, hefur mikið áunn- izt í þessu efni. Fiskrækt í fjörðum landsins er að verða að veruleika. í Stykkishólmi er efnaverksmiðja, sem vinnur úr allskonar sjávargróðri. Er hér um útibú frá einni af þekkt- ustu verksmiðjum í heimi að ræða, og höfum við íslendingar hér hafið starf- sem, sem á eftir að verða landi og þjóð til mikils gagns um ókomin ár. Sjúkrahúsið er þekkt fyrir ágæta skurðlækna, og er viðburður, ef sjúkl- ingar við Breiðafjörð fara suður til læknisaðgerðar. Hefur líka nýskipan heilbrigðismála haft hér mikil áhrif til hins betra, eins og svo víða ann- ars staðar. Hérðaslæknar eru nú, eins og kunnugt er, alltaf 2—3 saman — hafa stór héruð en samgöngur eru miklu betri en áður — einangrunin er að hverfa, og svo er þeim nú séð fyrir sæmilegum lækningatækjum og húsakosti. Ekki má gleyma starfsemi kirkjunn- ar við Breiðafjörð fyrir eldra fólkið. Var sameiginlega ráðizt ( að koma upp og starfrækja heimili fyrir þá, sem komnir eru á efri ár og langar til að dvelja síðustu árin heima við Breiða- fjörð. Stykkishólmur varð fyrir valinu, og þótti mér gaman að skreppa þang- að og tala við þetta gamla en síunga fólk. Mundi ég þá eftir breiðfirzku seiglunni, sem hún frú Ólína Snæbjörns- dóttir frá Stað talaði svo oft við mig um. En ferðinni var heitið norður og fór- um við því frá þessum fyrirmyndar og framtíðarbæ áleiðis til Búðardals. Veg- urinn á Skógarströnd er ágætur og því ekki lengi farinn. Þarna hefi ég stundum áður komið og alltaf þykir mér vænt um að koma þangað. Arin eru mörg síðan ég tal- aði við þá fyrst. Hann ætlaði að tala við mig ( nokkrar mínútur og mátti ekki vera að því að drekka kaffið — við töluðum saman lengi. Hann var yngri en ég — en hann sá hvað gera þurfti, og áhugi hans var ódrepandi. Nú fórum við að tala um þetta allt saman, og hann sýndi mér nýju verk- smiðjuna, þar sem íslenzka postu- Framhald á bls. 43. VIKAN 53. tbl. — -Q

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.