Vikan


Vikan - 30.12.1964, Page 15

Vikan - 30.12.1964, Page 15
Krókódíllinn sletti til halan- um og renndi sér í kaf. Það sló daufgullnum bjarma á trjá- stofnana af sólarlaginu, og það var engu líkara en að laufin sveigðust niður, eins og þau vildu hjúfra gamla húsbátinn að barmi skógarins, að hann yrði samgróinn og óaðskil janlegur umhverfinu, fenjapollinum og skordýrasuðinu. En svo komu nokkrar endur fljúgandi og sett- ust á pollinn og þar með var seiðurinn rofinn. Jube héit aftur um borð, inn í eldhússkytruna og kveikti á steinolíuluktinni. Það var fúkka- lykt þar inni, enda ekki um neina loftræstingu að ræða. Log- inn á luktarkveiknum stóð beint upp eins og nagli. Jube fór að búa sig undir kvöldmatinn og nóttina. Hann veitti því ekki neina at- hygli, þó að hann heyrði eitt- hvert skvamp úti fyrir. Krókó- dílarnir voru alltaf á ferðinni. En svo heyrði hann bæði og fann að eitthvað rakst utan f húsbátinn. Stefni á öðrum bát. Því næst heyrðist fótatak á land- göngubrúnni og Jube lagði við hlustirnar. Komumaðurinn — bláókunnug- ur náungi — var ekki að hafa fyrir því að knýja dyra. Hann hratt hurð frá stöfum, leit á Jube gamla og brosti. — Vonandi gerum við þér ekki ónæði, sagði komumaður. Folly, heiti ég, bætti hann við. Það var ekki nokkur leið að ráða aldur hans af andlitinu. AugnatilIitið var skimandi og flóttalegt. Jube kyngdi kartöflunni, sem hann var með í munninum, en svaraði komumanni engu. Folly spurði: — Ertu með nokk- ur skotvopn hérna? — Nei, ég hef ekki neina trú á þeim, sagði Jube gamli. — Er það alvara þín? spurði Folly forvitnilega. Ég hélt þó það væri fyrst og fremst lífs- nauðsyn að hafa skotvopn í þessu frumaldar foræði. Jube. hváði. — Frumaldar hvað? Hvað var það sem þú kallaðir það? — Fyrsta stig sköpunarinnar. Þá var þetta allt sísvona, óskapn- aður og hryllingur, sagði Folly. Að svo mæltu gekk Folly inn í eldhúsið. Á hæla honum kom annar náungi, sem Jube hafði ekki heldur áður augum litið, beinaber, langur og holdskarp- ur með annarlegt hungur í aug- um og þreytulegt, örótt andlit. — Þetta er Jink Williams, sagði Folly. Og þessi . . . Þriðji maðurin, sem inn kom, var lág- vaxinn náungi, þrekinn um herð- ar og minnti á górilluapa. Krepptir hrammarnir dingluðu klunnalega með lærum, þegar hann þrammaði inn fyrir þrösk- uldinn og pírði augunum í Ijós- ið. — Þessi þarna heitir Sam. Folly svipaðist tortryggnis- lega um í eldhússkytrunni, þar sem köngulærnar höfðu ofið net sín í hverju horni, beit í þunna vörina og stappaði fætinum í gólfið, rétt eins og hann vildi sannfæra sig um að þilfars- plankarnir væru mannheldir. — Flýtur þetta skrifli örugglega? spurði hann. Það mætti halda að það hefði hlaupið af stokk- unum um svipað leyti og örkin hans Nóa. — Ég smíðaði hann sjálfur, svaraði Jube gamli og snerist þegar til varnar fyrir híbýli sín. Botnplankarnir eru eins traustir og þeir hafa nokkurntíma verið. — Ég ætla að vona að þú haf- ir rétt fyrir þér, varð Folly að orði. Mér er meinilla við vatn, enda ósyndur. Folly sneri sér að Jink Will- iams. — Það er bezt að þú gang- ir úr skugga um hvort einhver skotvopn kunna ekki að leynast hérna einhversstaðar, þrátt fyrir allt, svo við höfum allt okkar á þurru. — Hvers vegna ég, hvers vegna getur Sam ekki eins gert það? maldaði Williams í móinn. Ég er orðinn örmagna af þreytu. — Vegna þess að Sam mundi leita að allt öðru, sagði Folly og brosti enn. Að algerlega verð- lausum smáhlutum, sem hann gæti stungið í vasa sína, á ég við. Er það ekki rétt hjá mér, Sam? Sam glotti, leit undan og tví- steig. Jink Williams hélt á stórri segl- dúkstösku í höndungm og leit nú í kringum sig eftir stað, þar sem hann gæti lagt hana frá sér. Svo skellti hann henni upp á eldhúsborðið, hjá bollanum og diskinum hans Jube gamal. — Líttu eftir henni, afi gamli, sagði hann og benti síðan á lok- aðar dyrnar inn af eldhúsinu. Hvað er þarna fyrir innan? spurði hann. — Svefnklefinn, svaraði Jube. Williams opnaði dyrnar og gekk þar inn. Sam drattaðist þangað á eftir honum, dró lapp- irnar og staðnæmdist hjá bálk- inum, þar sem sonur Jube hafði áður sofið, hann, sem féll fyrir tuttugu árum síðan á fjarlæg- um stað, sem kallaðist undar- legu nafni. Hann hlammaði sér á bálkinn og klunnalegu, krepptu hrammarnir dingluðu á milli hnjánna. — Býrðu hér aleinn? spurði Folly. Jube kinkaði kolli. — Býr eitthvað af fólki hér í grennd? Jube gamli hristi höfuðið, og var þó ekki viss um hvort að hann hefði skilið spurninguna rétt. — Ég skal skýra þér afdrátt- arlaust frá, hvað það er, sem við ætlumst til af þér, sagði Folly. Fyrst og fremst að þú lát- ir okkur í té mat og ábreiður og að þú fylgir okkur svo hérna yfir skógarfenin. — Þá þurfið þið á flugvél að halda, sagði Jube gamil. — Það er meira en þúsund kílómetra leið yfir fenin, og hver kílómetri sannkallað helvíti á jörðu ef jörð skyldi kalla, þar sem hvergi er mannhelt undir fæti. — Við verðum einhvernveginn að ráða fram úr því, mælti Folly og brosti ástúðlega. Þarna höf- um við nefnilega ástæðuna fyr- ir því, sagði hann og potaði fingri í segldúkstöskuna, — að við megum engan tíma missa. Jube gamli starði á segldúks- töskuna. Nú, svo að skilja, hugs- aði hann með sér, það mundu þá vera peningar í henni. Og þá vitanlega þjófstolnir, sennilega úr banka. — Því miður er ekki eingöngu um þjófnað að ræða, mælti Folly enn, rétt eins og hann læsi hugsanir öldungsins. Hin óhjá- kvæmilega eignayfirfærsla tókst ekki mótþróalaust, skilurðu. Williams sneri sér að Jube gamla með þolgæðissvip á þreytulegu andlitinu. — Hann er að reyna að gera þér það skilj- anlegt, að hann Sam, náunginn, sem situr þarna, getur aldrei munað hvað sterkur hann er, ef að hann lendir í einhverju harki. Þeir fyrirfinnast þannig gerðir, skilurðu. Um leið og ein- hver blakar við þeim hendi, tryllast þeir gersamlega, grfpa þar sem þeir ná taki og vita svo bókstaflega ekki af sér. Sam er einn af þeirri manngerð- inni. Jube leit á Sam, þar sem hann sat og starði á hálfkreppta hramma sína. — Jú, ég átti föðurbróður, sem var þannig gerður, varð gamla manninum að orði. Hann var krókódílafangari — þangað til hann lenti á krókódíl, sem fangaði hann. — Hvers vegna getum við ekki haldið kyrru fyrir, hér um borð í þessum fúakláf í nokkra daga? spurði Williams og blim- Framhald á bls. 37. VIKAN 53. tW. — jg

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.