Vikan - 30.12.1964, Page 19
Sófinn ó miðju gólfinu er óneitanlega frumlegur. Hann er úr plasti og
yfirdekktur með ullaráklæði. En dálitið kemur það undarlega fyrir
sjónir, að ætlazt er til þess að þeir þrír, sem í sófanum geta setið,
snúi bökum saman.
Hér er reynt að samræma þrennt að minnsta kosti: Mjúk hægindi,
stíl og léttleika, sem fæst með því að stólarnir standa aðeins á ein-
um stálfæti. Sófinn má standa á miðju gólfi þar sem pláss er nóg,
en annars fer hann vel í horni.
Fyrir ungt fólk, sem er að byrja búskap og hefur aðeins takmarkað hús-
rými til afnota, getur það verið góð lausn að samræma dagstofuna og
svefnherbergið. Nú eru svefnsófar sjaldnast falleg húsgögn, en hér eru
tveir settir saman í vinkil og fer prýðilega. Sængurfötin eru geymd í tágar-
körfu, sem fer vel með furunni í svefnsófunum og hillunum á veggnum.
VIKAN 53. tbl. —