Vikan


Vikan - 30.12.1964, Side 23

Vikan - 30.12.1964, Side 23
 'ifljiA þeirra til kristni. En nú sakna þeir harts, og óska þess aS hann hefði ekki yfirgefið þorpið. „Það er svo einmana- legt að greftra ón prests," segir Bemquerer. Sú var einnig tíðin að bæiarstjórinn bjó í þorpinu. En hann hefir nú flutt til borgarinnar Grao-Magol. Nú er Sebastio Amaral settur bæiarstjóri. Ef fólkið er ekki ónægt með hans úrskurði getur það ófrýjað til Saturnio Alves Quintino. Alls staðar annars staðar væri Quintino nefndur skottu- læknir. Hann læst vera læknir, en hefir þó enga læknis- menntun hlotið. Þorpsbúar gagnrýna hann ekki, því grun- ur þeirra er só, að einnig hann hafi „rakarinn" heimsótt. Þeir vita, að þau læknisróð, er hann gefur, koma ekki að neinu haldi, en þeir sækja samt til hans, eins og einhver huggun felist í því einu að leita „læknis". En „lyfseðlarnir" hans eru aldrei afgreiddir. Út ó þó fæst ekkert lyf. Það eru nefnilega engir lyfsalar í þorpinu, engir bank- ar né verzlanir. Eina sambandið, sem íbúarnir hafa við umheiminn, er þegar flutningabifreið kemur ó þriggja vikna fresti, með vistir fró borginni Montes Claros, og sú bifreið hverfur á brott svo fljótt sem verða má, eftir að hafa losað vistirnar. Fólk virðist lítið annað hafa að gera en hjálpa ná- grönnum sínum og grafa hina dauðu, og að lifa í von- inni um að einhver komi og bjargi börnum þeirra frá hörmungum sjúkdómsins. Sýkilberi þessa ægilega sjúkdóms, sem nú hefir lagt Itacambira undir sig, er grábrúnt, flatmaga skordýr með keilulaga nef, og hefir það gengið undir ýmsum nöfnum. Vísindamenn segja að það tilheyri Triatoma flokknum. Leikmenn kalla það „hina kyssandi lús", en bændurnir í Itacambira nefna það einfaldlega barbeiro, sem er portúgalska og þýðir rakari. Skordýr þetta lifir bezt í heitu og þurru lofti. Það grefur sig djúpt inn í moldarveggi kofanna. Það forðast birtu og bíður næturinnar. Þegar myrkrið leggst yfir Itacabira fer „rakarinn" á kreik, leggst á sofandi þorps- búa og sýgur blóð þeirra. „Rakarinn" leitar uppi mjúka húð og viðkvæma, svo sem undir augum, varir eða háls, bítur þar, og skilur eftir í húðinni einsellu sýkil, sem nefndur er á vísindamáli Trypanosoma Cruzi. mmm mmm „VIÐ GERUM OKKUR EKKI MIKLAR VONIR“ SEGIR AMARAL, „ÞETTA ER DAPURLEGUR STAÐUR, ÞORP VONLEYSISINS". Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.