Vikan


Vikan - 30.12.1964, Page 25

Vikan - 30.12.1964, Page 25
þiðna. Maðurinn flýtti sér inn í svefnherbergið og lokaði dyrun- um á eftir sér. Næstu tvær klukkustundirnar sat Bond og horfði út um gluggann á veggnum gengt. Endrum og eins reis hann á fætur, gekk fram og 1 aftur um gólfið og settist svo nið- ur aftur. Fyrri klukkustundina sat Tatiana og lézt vera að lesa í i tímaritum. Svo reis hún snöggt á fætur, fór inn í baðherbergið og Bond heyrði vatnið renna í kerið. Um sex leytið kom Tempo aftur fram. Hann sagði Bond að hann væri að fara út. — Það er matur frammi í eldhúsi. Ég kem svo aftur um níu leytið og fer með ykkur aftur til lestarinnar. Gerið svo vel að vera eins og heima hjá ykkur á meðan. An þess að bíða eftir svari Bonds, gekk hann hægt út og lokaði dyrunum hægt á eftir sér. Bond heyrði fótatak hans í stigunum og útihurðinni skellt, síðan Morrisinn fara í gang. Bond fór inn t svefnherbergið, settist niður á rúmið, tók upp tólið og talaði á þýzku við langlínumiðstöðina. Um það bil hálfri klukkustund síðar heyrði hann lága rödd M. Bond talaði eins og sölumaður myndi tala við framkvæmdastjóra Universal Export. Hann sagði, að félagi sinn væri orðinn mjög veik- ur. Væru nokkur ný fyrirmæli? — Mjög veikur? — Já, herra, mjög. - Hvað um hitt fyrirtækið? — Þrír voru með okkur, sir. Einn þeirra veiktist af sömu veiki. Hin- um tveimur leið ekki vel á leið- inni út úr Tyrklandi. Svo þeir yfir- gáfu okkur við Uzunkopru — það er að segja við landamærin. — Svo hitt fyrirtækið er úr leikn- um? Bond sá fyrir sér andlit M, þegar hann melti upplýsingarnar. Hann ímyndaði sér, að viftan snerist hægt í loftinu. Honum hefði þótt gaman að vita, hvort M væri með pípuna 1 í hendinni og hvort yfirmaður starfs- liðs hlustaði í hinu tólinu. — Hvað finnst þér? Vilt þú og j konan þín heldur taka aðra leið heim? — Ég kysi fremur að þér tækjuð ákvörðun um það, sir. Það er allt í lagi með konuna mína. Sýnishorn- in eru í góðu ásigkomulagi. Ég sé ekki, af hverju við ættum að fara aðra lo;ð. Mér þætti ennþá ákjós- anlegt að Ijúka þessu ferðalagi. Annars yerður þetta ókannað svæði. Þá vitum við ekki hvaða möguleika við höfum þar. — Myndirðu vilja, að annar sölu- maður kæmi og rétti þér hjálpar- hönd? - Það ætti ekki að vera nauð- synlegt, sir. Bara eins og þér viljið. — Ég skal hugsa um það. En þú vilt endilega halda áfram í þessari söluferð? Bond sá fyrir sér, að augu M glitruðu með sömu forvitninni, sömu áfergjunni í að vita, eins og hann fann sjálfur. — Já, sir. Núna, þeg- ar ég er búinn með helminginn, finnst mér óviðkunnanlegt að hætta við hálfnað verk. — Allt í lagi þá. Ég skal hugsa um það, hvort ég á að senda ann- an sölumann til að hjálpa þér. Það varð stutt þögn. — Eitthvað frekar, sem þú vildir segja mér? — Nei, sir. — Vertu þá sæll. — Verið þér sælir, sir. Bond lagið frá sér tólið. Svo sat hann og horfði á það. Hann ósk- aði þess allt f einu, að hann hefði þegið boð M um liðsstyrk, til þess að vera við öllu búinn. Svo stóð hann upp af rúminu. Að minnsta kosti yrðu þau bráðum komin út úr þessum andskotans Balkanlönd- um, til Ítalíu, svo Sviss, Frakklands — meðal vina á ný. Og stúlkan, hvað um hana? Gat hann sakað hana um dauða Ker- ims? Bond fór inn í næsta herbergi og tók sér aftur stöðu við glugg- ann horfði út, hugsaði, fór aftur yfir alla hluti, öll svipbrigði og allt, sem hún hafði gert og sagt, síðan hann fyrst heyrði rödd henn- ar nóttina góðu í Kristal Palas. Nei, hann vsisi að hann gat ekki sakað hana. Ef hún var sendimaður rússn- esku leyniþjónustunnar, var hún það án þess að vita af þvf. Það var engin stúlka til á hennar aldri í öllum heiminum, sem hefði getað leiikð þetta hlutverk — ef hún var að leika hlutverk, án þess að fip- ast. Og hcnum geðjaðist vel að henni. Og eins og venjulega treysti hann eðlisávfsun sinni. Einhvern- tíma myndi hann komast að því, hvernig stæði á þessu samsæri og gegn hverjum það væri. Sem stóð var hann viss. Tatiana átti ekki hlut í því. Þegar hann hafði ákveðið þetta með sjálfum sér, gekk hann yfir að baðherbergisdyrunum og bankaði. Hún kom fram, og hann tók hana í fangið og hélt henni fast upp að sér og kyssti hana. Hún þrýsti sér að honum. Þau stóðu og fundu dýrs- legan ylinn myndast á ný á milli þeirra og ýta kaldri minningunni um dauða Kerims burt. Tatiana rauf faðmlagið. Hún leit í andlit Bonds. Hún teygði upp aðra höndina og strauk hárið frá enni hans. Andlit hennar varð lifandi: — Ég er þakklát fyrir, að þú skyldir koma aftur til mfn, James. Og svo, eins og ekkert væri sjálfsagðara: — Og nú verðum við að éta og drekka og byrja að lifa á ný. Síðan eftir að hafa fengið Sli- vovic, reykt svínakjöt og ferskjur, kom Tempo til þeirra aftur og flutti þau til stöðvarinnar og hraðlestar- innar, sem beið undir skærum Ijós- um brautarboganna. Hann kvaddi þau kuldalega og snöggt, hvarf svo niður eftir pallinum og inn í dökka tilveru sína. Nákvæmlega klukkan níu tóku vélarnar til með nýju hljóði og drógu lestina af stað niður f Sava dalinn. Bond fór til klefa lestar- varðarins til þess að færa honum peninga og til þess að fá að skoða vegabréf nýju farþeganna. Hann þekkti hvernig hann átti að leita að fölsuðum vegabréfum. Oskýru rithöndinni, of skýru stimpl- unum, leifum af gömlu lími á brún- um Ijósmyndanna, litlu þunnu blett- unum á blaðsfðunum, þar sem breytt hafði verið staf eða númeri, en vegabréfin fimm, sem höfðu bætzt við, þrjú amerísk og tvö svissnesk, virtust saklaus. Sviss- nesku vegabréfin voru vinsæl hjá rússneskum fölsurum, en að þessu sinni voru þau í eigu hjóna, sem voru yfir sjötugt ,svo Bond lét þau eiga sig og sneri aftur að klefa sínum og bjó sig undir aðra nótt með höfuð Tatiönu f kjöltunni. Vincovci kom og Brod og loks Zagreb. Lestin nam staðar milli gamalla og illa farinna eimreiða, sem unnar höfðu verið af Þjóðverj- um og látnar grotna niður á hliðar- sporunum. Bond las á skilti á einni þeirra - BERLINAR MASCHINEN- BAU GMBH — um leið og lest þeirra rann í gegnum þennan kirkjugarð. Eimreiðin var skemmd eftir vél- byssuskothríð. Bond heyrði hið innra með sér hvininn í sprengju- flugvél og sá lestarstjórann með uppteygðar hendur. Eitt andartak hugsaði hann ruglingslega og æst- ur um spenriing og óróa stríðsins og bar það saman við neðaniarð- arstarf sitt síðan stríðið kólnaði. Svo lögðy þau á fjöllin við Slov- eniu, þar sem landslagið var hér um bil eins og í Austurríki. Lestin skreið með erfiðismunum í gegnum Ljubliana. Stúlkan vaknaði. Þau fengu sér spælegg oa brúnt brauð og kaffi í morgunverð. Matarvagn- inn var fullur af kátum Englend- ingum og Ameríkönum, sem höfðu verið að skemmta sér við Adría- hafið og Bond varð léttari í skapi, þegar honum varð hugsað til þess, að um kvöldið yrðu þau komin yfir til Vetsur-Evrópu og þriðja hættu- lega nóttin væri liðin. Hann svaf þangað til bau komu til Segana. Svo var Júgóslavfa horf- in og Poggioreale kom og þau fundu fyrstu lyktina af eðlilegu llfi, þegar hinir kátu ftölsku embættis- menn komu um borð og það var létt yfir mönnunum á járnbrautar- stöðinni, samanborið við það, sem áður hafði verið. Nýja disel-raf- magnseimreiðin gekk með gleði- hreim og þau runnu auðveldlega niður til Feneyja f áftina að fjar- lægum Ijóma Trieste og skæ'-um bláma Adríahafsins. Þá höfum við haft það af, hugs- aði Bond. Já, við höfum Ifklega haft það af. Hann ýtti minningunni um síðustu þrjá daga úr huga sfn- um. Tatiana sá slakna á andliti hans. Hún teygði sig til hans og tók um hönd hans. Hann færði sig og settist við hlið hennar. Lestin skipti um spor og rann hljóðlega inn á uppljómaða braut- arstöðina f Trieste. Bond reis á fætur, stóð við gluggann og þau stóðu hlið við hlið og horfðu út. Allt f einu fann Bond til haminqiu. Hann lagði handlegginn um mitti stúlkunnar og þrýsti henni upp að sér. Þau horfðu yfir mannfjöldann. Sólin skein f gegnum stóra, hreina stöðvargluggana, niður á pallinn. Þetta myndaði sterka andstöðu við dimmuna og skftinn f löndunum, sem lestin hafði áður farið um, og Bond hafði næstum nautn af þvf að horfa á glaðlegt sumarklætt fólkið, sem þusti f áttina að út- gangi brautarstöðvarinnar, og sól- brennda fólkið, sem hafði notið frfdaga sinna, flýtti sér upp á braut- arpallinn til að ná sér f sæti f lestinni. Sólarljósið skein á höfuð eins manns, sem virtist táknrænn fyrir þennan glaða og áhyggjulausa hemi. Ljósið skein f svip á qullið hár undir húfu og snöggt, gult vfir- skegg. Það var nógur tfmi til að ná lestinni. Maðurinn flýtti sér ekk- ert. Bond flaug í hug, að þetta væri Breti. Kannske var það hið kunnuglega snið á dökkgrænni húf- unni eða Ijósa slitna regnfrakkan- um, vörumerki hins brezka ferða- manns, eða kannske að það hafi verið gráar flannelsbuxurnar eða brúnir skórnir. En einhvernveginn drógust augu Bonds að þessum manni, eins og hann væri einhver, sem hann þekkti, þegar hann kom upp á pallinn. Hann var með slitna tösku, og undir hinum handleagnum þykka bók og nokkur blöð. Þetta lítur út fyrir að vera íþróttamaður, huqs- aði Bond. Hann var herðabreiður og hraustlegur, og andlit hans var laglegt, sólbrennt, ekki ósvipað at- Framhald á bls. 45. VTKAN O. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.