Vikan


Vikan - 30.12.1964, Page 27

Vikan - 30.12.1964, Page 27
HVAÐ SKEÐUR NÆSTA ARI SÉRFRÆÐINGUR VIKUNNAR LEYSIR ÚR SPURNINGUM UM FRAMTÍÐINA, OG UPPLÝSIR HVAÐ SKEÐUR Á ÁRINU TEIKNINGAR: HALLDÓR PÉTURSSON. VIKAN veit að það gæti komið lesendum vel, að hafa á takteinum nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar um atburði og alla framvindu mála á árinu 1965. Það hef- ur sýnt sig margoft að þegar gerðar eru áætlanir fram í tímann, er þægilegt og raun- ar nauðsynlegt að vita með nokkurri nákvæmni hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er og kunnugt, að VIKAN gerir allt — bæði mögulegt og ómögulegt — til að veita lesendum sínum þá þjónustu, sem þeir eiga heimtingu á, frá góðu og vel- metnu blaði. Þess vegna birt- um við hér með stuttorða, en áreiðanlega skýrslu um atburði næsta árs hér á landi, og vonumst til þess að þeir sem eru að leggja undir- stöðu að framtíðaráætlunum sínum, veiti þessari skýrslu verðskuldaða athygli, og fari eftir henni. Erlend viðskipti. Áhrif plánetunnar Merkúr í fyrsta húsi, mega teljast hagstæð varðandi öll við- skipti landsmanna við aðrar þjóðir. Marz verður samt í nokkuð óhagstæðu horni við Merkúr í maí og júní, en úr því dregur strax um sumar- mál og hornið lagast smám saman. Oll utanríkisverzlun mun því ganga þokkalega, eins og að undanförnu, og verður tiltölulega lítill undirballans, miðað við það sem síðar verður. Satúrnus ( þriðja húsi bend- ir til aukinna viðskipta við Rússa, og þá sérstaklega kaup á bensíni og olíum, jafnvel þótt SÍS megi ekki flytja það. Innfultningur á genever, ísskápum og Carlsberg eykst að mun í öndverðum marz, þegar Unnsteinn fer á al- þjóðaráðstefnu tollyfirvalda á Madagaskar. Tillaga til þingsályktunar verður borin fram á Alþingi um að gefa öllum tollþjónum ársfrí frá störfum á tvöföldum launum, vegna óþæginda sem þeir hafa valdið sjómannastéttinni og allri útgerð í heild á und- anförnum árum. Þessi ráð- stöfun mun leiða til þess að ísskápur fullur af genever verður til á hverju heimili og Carlsberg í hverjum kjallara. Þá verður gaman að lifa. Áframhaldandi útflutning- ur á íslenzkum togurum mun færa þjóðarhejldinni auknar tekjur eins og að undanförnu, og Neptúnus ( 17. húsi bend- ir til þess að fjórir nýlegir togarar verði seldir til ísrael um sólstöður. (Húsum verður fjölgað að mun á árinu, vegna aukinna lánveitingaloforða húsnæðis- málastjórnar — meira um það síðar). Sjöstirnið og Karlsvagninn rugla saman reitum í októ- berbyrjun, sem bendir ótví- rætt til sölu á verulegu magni af pappakössum til Ghana, framleiddum hjá nýju pappa- kassaverksmiðjunni sem Sölu- miðstöðin er alltaf að stríða Kr. Jóh. Kr. með. Menningarmál. Mórallinn hjá yngri kyn- slóðinni skánar eitthvað, enda skrifar Ólafur Gunnars- son frá Vík í Lóni í júní í Jyllandsposten, að hann geti ekki versnað að mun. Æskulýðsleiðtogar taka sér stöðu í Þjórsárdal, Þingvöll- um, Hreðavatni og við Laug- arvatn um Verzlunarmanna- helgina, en einhver lævís unglingur finnur upp Laug- ardalsvelli sem upplagðan geimstað, og þar verður al- mennt brjálæði um helgina. íslenzkir bítlar fá verðlaun (• fegurðarsamkeppni, sem Einar stendur fyrir í Las Veg- as, Cal. og fá atvinnu sem sýningargripir á frægri hár- greiðslustofu í Beirut. Forstöðukona hegðunar- skólans gefur út bók ( skinni: „Kvurnig stendur á því, að karlmenn kunna ekki kurt- eisi?" og auglýsir námskeið fyrir karlmenn í hugleiðing- um. Kvennafar fer vaxandi að mun hjá karlmönnum, vegna áhrifa Venusar í 14. húsi. Dagarnir 28. og 31. ágúst verða sérstaklega hættulegir kvenfólki, sem klæðist botn- lausum kjólum, en strax kl. 6, að morgni þann 1. sept. dregur úr þessum áhrifum, og afleiðingarnar koma í Ijós á miðju næsta ári. Budduþjófna?)'jr frá göml- um konum fer vaxandi og húsmæður ásaka fisksala um ranga vigt á kæstri skötu. Iðnaður. Áhrifa Bakkusar gætir ó- tvírætt í 30° horni við Úranus í sjötta húsi í ársbyrjun. Slíkt gefur ótvírætt í skyn að leið- togi muni rísa upp meðal vor, sem kemur á fót gömlum og góðum heimilisiðnaði, og kennir að brjgga 110% proof úr kartöflum (miðað við vökvamagn í þurrkuðum aprikósum). Annar heimilisiðnaður fer og mjög í vöxt, sérstaklega ( næturvinnu, sem orsakar vaxandi fólksfjölgun og um- ferðarhnúta ofarlega á Skeggjagötunni. í ágústbyrjun stendur Júpí- ter í beinum boga útsuður af Neptúnus, sem gæti orsakað skort á skiptimynt um tíma á Suð-Austurlandi, og dreg- ur úr smábátasmíði í Horna- firðinum. Stóriðnaður mun rísa upp íslenzkir bítlar fá verðlaun í fegurðarsamkeppni, sem Einar stendur fyrir í Las Vogas, Cal., og fá atvinnu sem sýning- argripir á frægri hárgreiðslustofu í Beirut. 26 VIKAN 53. tbl. á Eyrabakka, og kúlutyggjó unnið úr blöðruþangi. Út- flutningur í stórum stíl hefst í september og Blöðrukúló nær skjótri útbreiðslu um all- an hinn menntaða heim inn- an áramóta. íslenzkar prjónaklukkur verða eftirsóttar ( Brooklyn, N.Y., og aðalútsala Kristjáns í Últíma, í New York, hefur ekki við að láta prjóna klukk- ur. Útvegsmál. Úranus, Neptúnus, Júpíter og Marz eru allir í sama húsi f.h. 23. marz, sem bendir til þess, að sex bæjarútgerðir fari á hvínandi hausinn og að dýrmætt vinnuafl losni þaðan í stóriðnaðinn. Mokafli verður á s(ld allt árið og undirballans eftir því. Sjö síldarverksmiðjur og níu frystihús brenna til grunna eins og venjulega. Af ókunnum ástæðum — eins og venjulega. Einasta útgerðin, sem borg- ar sig fjárhagslega á kom- andi ári, er hrognkelsaveiði í Skerjafirði, enda verður rauðmaginn á 37 krónur stykkið, seldur í fjöru. Fjármál. Mæðiveiki kemur upp í Dölunum ó venjulegum tíma, og dalir hækka ( verði á inn- anlandsmarkaði. Fjárgirðingar verða reistar þvers og kruss, en allt kem- ur fyrir ekki og verðbólgan eykst jafnt og þétt. Merkúr verður ( fyrsta husi og ávísanir og gúmmitékkar hækka í verði vegna gjald- eyrisskorts, og lafhægt að nota þá til greiðslu á göml- um skuldum. Félagslíf meðal fjármála- manna verður í miklum blóma, og líkur til að gjald- kerar og forstjórar stofni með sér biðklúbb til afþreyingar meðan þeir bíða eftir plássi í tugthúsinu, eða einhverju þeirra nýju ríkisgistihúsa, sem rætt verður um að reisa í framtíðinni. Mjög mikið mun draga úr skattsvikum síðari hluta árs, sem er þó ekki af vöntun á viljaskorti, heldur vegna þess, að ekki verður búið að prenta skattskýrslurnar vegna prentaraverkfallsins. (Prent- araverkfallið verður prentað með rauðu á almanak Þjóð- vinafélagsins). Húsnæðismál. Sólmyrkvi verður 30. ma( og nýbyggingar íbúðarhúsa aukast gífurlega á árinu — og er þó nóg fyrir — vegna lof- orða stjórnarinnar um aukin lán til bygginga, sem þó munu ekki koma til framkvæmda á næstu 10 árum eða svo. Húsaleiga lækkar að sama skapi, og fermeterinn í leigu- húsnæði fellur í 100 krónur á mánuði, ef þrjú ár eru greidd fyrirfram áður en bygging hefst. í marz mun bæjarfélagið hefj- ast handa um að láta reisa nýja íbúðarbragga í stað þeirra, sem nú hafa staðið í rúm 20 ár. Verða gamlar herbraggabirgðir keyptar inn frá Bretlandi og glæsileg ný braggahverfi rísa í Camp Knox, Selby Camp, Laug- arnescamp og á flugvellinum. Lárusi Sigurbjörnssyni verður gefinn einn elzti og sögufræg- asti bragginn, sem hann flytur að Árbæ og fyllir af gömlum minjum frá ástandsárunum. Listir. Mikið fjör mun skapast í inn- flutningi listamanna til (slands, þegar Venus er í fjórða húsi, — beint fyrir ofan Þjóðleikhúsið. Scalaóperan mun koma hing- að snemma á árinu vegna mis- skilnings, og Gísli ( Ási stofnar sérstaka deild á elliheimilinu fyrir misskildar primadonnur, sem koma hingað á vegum Guð- laugs. Gjaldeyrisnefnd mun loks fallast á að yfirfæra fimmtán milljónir fyrir þrjá hljómleika Bítlanna ensku, gegn þv( að fá frímiða hjá Einari, enda yfir- færist ekkert af beinum tekjum hans af hljómleikunum, í það minnsta alls ekki meira en þrjár milljónir. Ragnar í Smára býður hingað hinum heimsfærga langspilsleik- ara Szchlazvzchzko Lllangspils- zchsky, sem var 12 ára gamall, þegar hann snerti hljóðfæri ( fyrsta sinn, en kann nú á lang- spil. Alfreð Flóki og Jón Kári gefa út myndskreytta Ijóðabók í til- efni af heimkomu þriggja hand- rita frá Brimarhólmi, en langa- langafi Jóns Kára var þar f þrælkun og steypti kerti f 69 ár, sem ennþá eru til hjá Ziem- sen. Nýr leikritahöfundur kemur fram á sjónarsviðið seint f febrú- ar og semur leikrit, sem Guð- laugur vill ekki sýna. ( marz verður það frumsýnt f Iðnó og gengur næstu fjögur árin fyrir fullu húsi. Ljóðmæli Gvendar Dúllara koma út í skrautbandi hjá Dúll- araklúbbnum og myndastytta af honum f frakka með útrétta hönd verður reist í Tjarnarhólm- anum. Ævisaga og minningar Jóns Jónssonar, bílasala, f þremur bindum, kemst út fyrir prentara- verkfallið og selst upp á skömm- um tfma. Listamannastyrkur verður auk- inn um 3% og 78 nýjum lista- mönnum bætt á listann til skrauts, en sjö mestu listamenn landsins fá fasta atvinnu til ævi- loka í úthlutunarnefndinni, gegn því að lofa að skapa ekki fleiri listaverk. Aðrir sjö verða jafn- framt færðir upp í hæsta skala og bannað að bera bitjárn. Útvarp og sjónvarp. Sjónvarpsstjóri verður ráðinn á árinu og útvarp og sjónvarp kemst undir yfirstjórn sama stjórnmálaflokks. Nokkrar erjur verða vegna veitingar embættis- ins, því færri fá en vilja, en menntamálaráðherra tekur af skarið og velur bezta manninn, eins og vant er, án tillits til stjórnmálaskoðana. Lítil tilraunasjónvarpsstöð verður keypt fyrir 48 milljónir og notuð til að æfa starfsfólk áður en alvaran hefst. Sending- ar frá henni sjást greinilega f tækjum, sem staðsett eru á svæðinu milli Kolasunds, Traðar- kotssunds, Skólasunds og Templ- arasunds. Sendingar hefjast seint í október með því að sýnt verður þegar Gylfi kemur til landsins f stutta heimsókn til að vígja stöðina. Hann heldur 10 mínútna setningarræðu og fer síðan aft- ur, þvf flugvélin bíður. Sjónvarpsstjóri kynnir sig og nokkrar fastráðnar sjónvarps- stjörnur, Olaf Gunnarsson frá Vík í Lóni, Sigurð Jónsson frá Brún, Guðrúnu frá Lundi og Benedikt frá Hofteigi. Tízka. Með haustinu sést varla nokk- ur kvenmaður í kjól, nema á úti- skemmtunum og við jarðarfar- ir, þvf tfzkan krefst þess að þær séu í buxum. Axlabanda- framleiðendur græða stórfé á nýrri tegund axlabanda, sem nefnist „súper-stretschx" og ætl- uð er fyrir kvenfólk. Kevnskór hækka meir og meir, og í nóvember verða klof- stfgvél f fyrirrúmi, en karlmenn ganga á inniskóm. Flestar kon- ur munu láta snoða sig, en hafa hárkollu á kvöldin. Karlmenn láta hár sitt vaxa eins og hægt er og í desember verður hár- prúðasti fslenzki karlmaðurinn kosinn f Súlnasalnum, með fléttur að hnésbótum. Framhald á bls. 45. Sendingar hefjast í októ- ber með þvf að sýnt verð- ur þegar Gylfi kemur til landsins í stutta heimsókn til að vigja stöðina. Langa-langafi Jóns Kára var í þrælkun á Brimar- hólmi og steypti þar kerti í 69 ár. Fjárgirðingar verða reist- ar þvers og kruss, en allt kemur fyrir ekki, og verð- bólgan eykst jafnt og þétt. íslenzkar prjónaklukkur verða eftirsóttar í Brook- lyn, N.Y., og aðalútsala Kristjáns f Últíma hefur ekki við að láta prjóna klukkur. VIKAN 53. tbl. — 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.