Vikan - 30.12.1964, Side 39
borðið og glápti slióum augum á
segldúkstöskuna. Það er alls ekki
ætlun okkar að myrða þig, bætti
hann við hvísllágt. Við þurfum á
leiðsögn þinni að halda yfir fenin.
Jube kinkaði kolli. — Það hafði
ég reiknað út sjálfur, sagði hann.
— Mér er ekki alls varnað.
Folly klappaði honum á öxlina.
— Það er skynsamlegt hjá þér, vin-
ur, sagði hann.
Að svo mæltu fór hann fram fyr-
ir og skellti hurð að stöfum. Jube
sat einn eftir inni í rökkrinu. Hann
heyrði að Folly ýtti stól og skorð-
aði hurðarhandfangið með baki
hans, en Jink Williams setti hlera
fyrir gluggaborurnar að utan.
Nei, hugsaði Jube gamli með
sér. Þeir drepa mig ekki enn. Ekki
fyrr en þeir hafa haft af mér öll
þau not, sem þeir þurfa með.
Hann teygði úr sér á bálkinum,
breiddi ofan á sig ábreiðuna, sem
konan hans sáluga hafði saumað,
horfði á blakka loftbitana yfir höfði
sér. I mörg undanfarin ár hafði
sú hugsun ásótt hann, að hann
hefði ekkert lengur til að lifa fyrir;
það gerði svosem engan mismun
hvort hann tórði eða ekki. En nú,
þegar hann þóttist vita dauðann á
næsta leiti, sá hann hvað honum
hafði skjátlazt þra hrapalega. Það
var svo sem ekki neitt við því að
segia þó að maður geispaði gol-
unni, þegar komið var á þennan
aldur. En að lifa . . . það var að
róa uppeftir ánum, þar sem skugg-
arnir og sólargeislarnir voru í eilíf-
um eltingarleik og þar sem ibis-
fuglinn, skógaröndin og rauðhegr-
inn breiddu úr fjaðraskrautinu allt
í kringum mann. Það var að teyga
að sér angan og litadýrð gulljasmín-
unnar og dimmrauðra vínþrúgna-
klasa og sjá Ijósrauð blómin springa
út á vorin. Það var að koma heim,
uppgefinn eftir langan og erfiðan
dag og tylla sér á gamla stólinn,
kveikja í reykjarpípunni og sötra
kaffið úr bollanum sínum. Endur-
lifa gamlar og hugljúfar minning-
ar . . .
Kannski átti hann um eina leið
að velja út úr þessari sjálfheldu,
sem þessir borgaroflátar tóku ekki
með í reikninginn. Kannski, en
hann vildi helzt losna við að reyna
að fara hana, hún var nefnilega
ekki neinn barnaleikur. Eins og
hann reiknaði dæmið, þá mundi
það verða sýnu auðveldara að
koma þessum náungum fyrir ein-
hversstaðar á leiðinni yfir fenin.
Það átti ekki að verða svo örðugt;
þessir oflátar úr borginni voru í
svipaðri aðstöðu þarna úti í frum-
skóginum og snjóbolti í víti.
Hvað var það nú aftur, sem Folly
kallaði skógarfenin. Frumaldar for-
æði? Það var í rauninni ekki svo
vitlaust, hugsaði Jube gamli, jafn-
vel ekki þó að öllu sterkara væri
að kveðið. Okfenokee átti ekki frek-
ara skylt við nokkuð það, sem sið-
menning kallaðist, en sjálfur fjand-
inn við vögguvísu. Þau lumuðu svo
sannarlega á ýmsu, skógarfenin,
sem komið gat ókunnugum óþægi-
Hrein
frísk
heilbrigö
húð
Þa8 skiptir ekki máli, hvernig húð þér hafiðí
ÞaS er engin húð eins.
En Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme
eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún
þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit.
Og þess vegna getur húð yðar
notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt.
Hún getur siálf ákveðið það magn, sem hún
þarfnast af fitu og raka.
Þetta er allur ieyndardómurinn við ferska, heilbrigða og
Nivea-snyrta húð.
HþVEA HIVEA
VIKAN 53. tbl.
39