Vikan


Vikan - 30.12.1964, Page 43

Vikan - 30.12.1964, Page 43
Jube gamli sleppti takinu á bit- unum. Hann dró andann djúpt að sér og lét sig sökkva í kaf. Svo sparn hann sér áfram með fótun- um um leið og hann handstyrkti sig eftir flötum botni húsbátsins. Hann var að köfnun kominn, en þá reiddist hann og klóraði sig áfram og sparn, allt hvað af tók og honum þótti sem hann sæi gráðuga krókódílana á skriði í leðj- unni undir, sæi þá glenna upp skolt- ana. Þá birti skyndilega upp yfir og hendur hans gripu í tómt vatnið. Hann sparn sér skáhallt úr kafi og átti ekki nema faðmslengd að kæn- unni sinni. Hann synti þangað, leit sem snöggvast um öxl og sá kol- svartan reykinn leggja upp af hús- bátnum og logatungurnar teygja sig út um dyr og glugga eldhúss- kytrunnar. En hann hafði engan tíma til að athuga það nánar, en vatt sér upp í kænuna, leysti hana úr tengslum við húsbátinn og kleif svo yfir ! bát þeirra félaga, sem bundinn var við kænuna. Folly hafði handlangað poka með niðursuðudósum ofan í bátinn, nokkrar ábreiður — og segldúks- tösku, sem þegar hafði kostað að minnsta kosti þrjá menn lífið. Og Jube gamli greip aðra árina tveim höndum, stjakaði hraustlega frá húsbátnum, seig síðan niður á þóft- una og lagðist á árar. Það var um lífið að tefla að komast sem lengst á brott frá brennandi húsbátnum þegar í stað. Folly brosti. Það var þegar farið að loga svo glatt í gamla skriflinu, að ekki var nein hætta á að slokknaði fyrr en allt var brunnið, sem brenna þurfti. Svo óð hann gegnum reykjarsvæluna út að borðstokknum. Stóð og starði í vatnið, þar sem bátarnir höfðu leg- ið og nokkur andartök var sem hann tryði ekki sínum eigin aug- um. En svo varð honum litið út yfir pollinn og sá hverskyns var. Hann hóf marghleypuna í mið á Jube gamla, sem sat hokinn undir árum og reri allt hvað af tók. Jube laut enn lengra fram, þeg- ar kúlurnar tóku að skella í vatnið í kringum hann, en hann hætti ekki að róa, herti heldur róðurinn, það sem var. Svo hættu kúluskellirnir, Jube gamli leit um öxl og sá hvar Folly gerði tilraun til að komast að landgöngubrúnni, en hrökk til baka fyrir reykjarmekkinum og logunum. Þá hörfaði hann enn út að borð- stokknum, en að þessu sinni reyndi hann ekki að beita marghleypunni, enda var Jube gamli kominn úr skotfæri. — Snúðu við, gamli minn, hróp- aði Folly hásum rómi. Snúðu við, þú getur ekki skilið mig eftir hérna, ósyndan! Sjáðu . . ég kasta marg- hleypunni fyrri borð. Snúðu við . . . Jube gmali lyfti sem snöggvast árum og gerði hlé á róðrinum. Reykjarmökkurinn myndaði nú þykkt, svart tjald, ofið gullnum logatungum á milli hans og hús- bátsins, sem einu sinni hafði verið heimili hans. Hann sat álútur á matfur dagsi KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR i i s. þóftunni með árarnar uppi, leit í kringum sig, eins og hann vænti þess að sjá eitthvert teikn, sem hann gæti ráðið af hvað gera skyldi. Skógarrefur gægðist út á milli trjástofnanna, starði í reykjarmökk- inn, en tók síðan á rás aftur inn í skóginn. Þrír krókódílar syntu allt hvað af tók í áttina að brennandi húsbátnum svo að vatnið freyddi við skrokk þeirra og nokkrir stór- vaxnir fulgar svifu uppi yfir. Jube gamli lagðist á árar og varp þungt öndinni. Hann lagði út á síkið, og berg- málið af hlátri Follys hljómaði enn ( eyrum hans; rann saman í eitt við veinin, sem hann fjarlægðist með hverju áratogi, rann saman í eitt í eyrum Jube gamla, sem illskuþrunginn, tryllingslegur hlátur. ★ Ferðin norður Framhald af bls. 11. línið er framleitt. Leirinn er ekki langt frá Búðardal, og nú er viður- kennt, að betra hráefni í postulín fæst óvíða. Við fengum okkur kaffi í bílahótelinu, sem er rétt utan við Búðardal. Þar var talsvert að gera, enda fara margir vestur, og sumir norður, um Laxárdalsheiði til Hrúta- fjarðar. Búðardalur er nú orðinn samgöngumiðstöð, og hefur atvinna þess vegna aukizt talsvert. Ferða- mannastraumur liggur nú hér um, og með batnandi vegum eykst hann ár frá ári. Þeir vissu hvað þeir gerðu, Dala- menn, þegar þeir tóku vegalánið, sem frægt er orðið. Við notuðum tímann og fórum út að Fellsenda og heilsuðum upp á vistfólkið þar. Finnur Ólafsson, stór- kaupmaður ( Reykjavík, gaf á sín- um tíma eignir sína'r til þess að reisa þarna myndarlegt dvalar- heimili fyrir aldrað fólk, og hafa VIKAN 53. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.