Vikan


Vikan - 30.12.1964, Page 50

Vikan - 30.12.1964, Page 50
Fimmta heftiS komiS meS öll- um nýjustu textunum. SendiS kr. 25,00 og þið fóiS heftiS sent um hæl burSargjaldsfrítt. NÝIR DANSLAGATEXTAR Box 1208, Reykjavík. _____________________r — Ég er feginn aö geta hafa orðið yður að liði, Madame. Hún horfði á hann hverfa yfir rue de la Grande Boucherie. Hann sneri sér ekki við en einhvernveginn jók persónuleiki hans hugrekki Ange- lique. Ákveðin I bragði gekk hún i gegnum dyrnar og gaf sig fram I varð- stofunni. — Ég þarf að fá að tala við yfirvarðstjórann. Dyravörðurinn drap glettnislega tittlinga til hennar. — Mannætuna? Allt i lagi, gjörið þér svo vel, stúlka mín, úr því að þér eruð ánægð með hann! Loftið í varðstofunni var blátt af pípureyk. Þegar Angelique gekk þar inn, strauk hún eins og ósjálfrátt yfir föt sín. Svo tók hún eftir því, að vindurinn hafði rifið af henni höfuðbúnaðinn, og hún skammaðist sín fyrir nauðrakað höfuð sitt. Hún losaði af sér hálsklútinn og batt hann yfir höfuðið. Svo gekk hún lengra inn í herbergið. Uppi við eldinn greindi hún risavaxinn skuggann af varðstjóranum. Hann var að segja frá, með langa pípu í annarri hendinni og glas af víni í hinni. Áheyrend- ur hans geispuðu og réru sér á stólunum. Þeir voru oft búnir að hlusta á grobbið í honum. — Sjáið, hér er kominn kvenmaður að heimsækja okkur, sagði einn hermannanna, ánægður yfir að fá ástæðu til að gripa fram í fyrir yfir- manninum. Varðstjórinn kipptist við og eldroðnaði, þegar hann þekkti hver kominn var. Hún gaf honum ekki tíma til að átta sig en hrópaði: — Hlustið á mig, varðstjóri, og hlustið á mig, virðulegu varðmenn. Komið og hjálpið mér. Sígaunarnir hafa rænt barninu mínu og eru að flytja það frá París. Nú sem stendur sitja þeir við eld, skammt frá Charentonbrúnni. Ég bið ykkur, komið með mér, einhverjir ykkar, og neyðið þá til að skila barninu mínu aftur. Þeir verða að hlýða, ef varðliðar hans hátignar skip þeim.... Stundarkorn varð nokkur þögn, svo tók einn mannanna að hlæja: —■ Ja, hérna! Þetta er einhver fyndnasta kona, sem ég hef fyrirhitt! Ho, ho, ho! Krúnurökuð mellai sem vill fá næturvörðinn til þess að.... ha, ha, ha! Þetta er næstum einum of sniðugt! Hver heldurðu eigin- lega að þú sért? — Hana er að dreyma, hún heldur að hún sé drottning Frakklands. Hláturinn dreifðist út um allt herbergið. Hvert sem hún sneri sér, sá hún ekkert annað en opna munna og axlir, sem hristust af hlátri. Sá eini, sem ekki hló, var varðstjórinn og á eldrauðu andliti hans var hræðilegur svipur. Hann ætlar að setja mig í fangelsi, og ég er búin að vera, hugsaði Angelique. Hún litaðist um 1 örvæntingu. — Þetta er átta mánaða gamall drengur, hrópaði hún. — Hann er fallegur eins og engill. Hann minnir ykkur á börnin ykkar, sem sofa nú í vöggum sínum, við hlið mæðra sinna.... og sígaunarnir ætla að fara með hann með sér langt, langt í burtu.... Hann fær aldrei að sjá móður sína framar.... Hann mun hvorki þekkja heimaland sitt, né konung sinn.... Hann mun.... Ekkinn stöðvaði mál hennar. Hláturinn dó út á andlitum hermann- anna og varðmannanna. Nokkur fliss heyrðust í viðbót og svo varð vandræðaleg þögn. — Svei mér þá, sagði gamall hermaður, með örótt andlit. — Svei mér ef þessi betlikerling vill ekki leggja allt í sölurnar fyrir barnið sitt.... Flestar verða fegnar að skilja þau eftir á torgum og gatna- mótum. — Þögn, æpti varðstjórinn. Hann tók sér stöðu fyrir framan ungu konuna. Svo sagði hann með ógnandi ró. — Þú ert ekki aðeins fyrirlitleg skækja, sem dæmd hefur verið til hýðingar, heldur hefurðu kjark til að koma hingað með læti og gaura- gang og álíta það sjálfsagt og eðlilegt, að kalla út lögreglulið til að bjarga hóruunganum þínum. Hvað býður þú í staðinn, Marquise? Hún horfði fast á hann: — Sjálfa mig. Augu varðstjórans drógust saman og urðu að rifum, og hann kippt- ist við. — Komdu með mér sagði hann snöggt. Hann ýtti henni á undan sér inn í herbergi við hliðina. — Segðu mér nákvæmlega hver er meiningin, urraði hann. Angelique kingdi munnvatni sínu en hikaði ekki: — Ég meina, að ég skal gera það sem þú vilt. Brjálæðislegur ótti greip hana: Kannske hann vildi hana ekki lengur, fyndist það fyrir neðan virðingu sína. Lif Cantors og Florimonds voru komin undir fýsn þessa rudda. Mannætan varð hugsi og Angelique skalf. Að lokum rétti hann fram hendurnar, tók undir handarjaðra hennar og dró hana frekjulega að sér. — Það sem ég vií, sagði hann, og varð herskár á svipinn. — Það sem ég vil.. .. Hann hikaði; Hana grunaði ekki, hvílík óframfærni stóð að baki þessu hiki. — Ég vil fá heila nótt, hrópaði hann svo. -—■ Skilurðu Það? Ekki bara svona smáhopp, eins og ég bauð þér áðan — heldur heila nótt. Hann sleppti henni og stakk pípunni aftur upp í sig með fyrirlitlegu hnussi. — Það ætti að kenna Þér að vera ekki svona stór upp á þig! Jæja? Er þetta samningur? Hún gat ekki talað, en beygði höfuðið til samþykkis. — Liðsforingi! öskraði varðstjórinn. Liðsforinginn kom hlaupandi. —. Komið með hesta og fimm menn og hreyfið yður! Þessi fámenni hópur staðnæmdist áður en hann kom í sjónmál sígaun- anna. Varðstjórinn gaf fyrirskipanir sínar. — Ég vil hafa tvo menn þarna yfirfrá, bak við litla skógarbrúskinn, ef þeir reyna að komast undan þá leiðina. Þú verður hér, kvenmaður. Af eðlisávísun voru sígaunarnir þegar farnir að skima I áttina til vegarins og safnast saman í hópa. Varðstjórinn og menn hans nálg- uðust sígaunana meðan hinir fóru afturfyrir svæðið. Angelique varð kyrr í skugganum. Hún heyrði rödd varðstjórans, sem skipaði sígaunahöfðingjanum að raða upp öllum hópnum, mönnum, kon- Sunfí&h APPELSÍN SÍTRON L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili gQ _ VIKAN 53. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.