Vikan


Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 24
FRAMHAELDSSAGAN EFTIR SERGEANNE GOLON Fyrst vissi Angelique ekki, hvaðan á hana stóð veðrið eftir þessa játningu, en svo varð henni mun léttara um andardráttinn. — Hvað, var þetta allt og sumt ? hugsaði hún. Brosið breiddist yfir varir hennar, Ijúfur blærinn hreyfði sedrusviðargreinarnar og færði ilm þeirra að vitum hennar. Hárið blakti um kinnarnar og hálfnaktar axlirnar, sem skikkjan hafði runnið út af. Nokkrum mínútum áður hafði hún séð i spegli tjarnarinnar, það, sem Colin Paturel nú sá. Hún minntist þess, hve hún hafði þráð að leggja munninn að hálsi hans, og hve mjög hana hafði langað að leita skjóls uppi við breiða bringuna, þegar hrikalegar nætur þessa hrjóstruga landslags höfðu lagzt að — Hún minntist allra þessara óbeinu ábendinga um ennþá dýpri þrár, sem höfðu blundað hið innra með henni. Þegar hann hafði talað, þandist hin eilífa lífsorka innan i henni eins og fugl, sem breiðir úr vængjum sínum. Hún fann blóðið renna um æðar sér. Líf! Hún sleit upp hvítt, fíngert blóm, svo fullkomið, svo við- kvæmt. Hún dró andann djúpt nokkrum sinnum. Óttinn við það, sem framundan beið, var nú horfinn í móðu, en himinninn var heiður og loftið tært og milt. Þau voru ein í heiminum. Angelique reis á fætur og hljóp einnig berfætt til hellisins. Colin Paturel var i hellismunnanum og hallaði sér upp að klettinum. Hann viriti fyrir sér fjarlæg, gul og fölgræn fjöllin, en hugsanir hans snerust um annað; það sá hún af baksvipnum, það var baksvipur manns, sem hefur hlaupið gífurlega á sig og er að velta því fyrir sér, hvemig hann geti losnað úr þeirri klípu, sem hann hafði komið sér í. Hann heyrði ekki, þegar hún nálgaðist, og hún nam staðar til að horfa á hana. Kæri Colin! Kæra hetjuhjarta! Óbugandi og hógvær. Hve stór og gjörvilegur hann var! Handleggir hennar væru ekki nógu langir til að ná utan um hann. Hún renndi sér upp að honum, en hann tók ekki eftir henni, fyrr en hún lagði kinnina á handlegg hans. Hann kipptist við og rykkti til sín handleggnum. — Svo þú skildir það, sem ég var að segja, sagði hann prakkaralega. — Já, ég held ég hafi skilið, muldraði hún. Hún teygði hendurnar upp á breiðar axlir hans. Hann hörfaði og eldroðnaði. — Ó, nei! sagði hann. — Það var ekki það. Nei, þú hefur ekki skilið. Ég krefst einskis af þér. Vesalings litla stúlka, hvað hugsarðu eigin- lega um mig? Hann tók um hendur hennar, eins og hann ætlaði að leiða hana í burtu. Ef hún aðeins snerti hann, ef hann fyndi gælur hennar á hörundi sínu aðeins einu sinni enn, myndi hann gefast upp og missa stjórn á sér. — Hvað ætli þú hugsir um mig, sem hefur liðið slíkar kvalir, til Þess að þig grunaði ekkert? Ég hefði aldrei átt að opna munninn, og þú hefðir aldrei fengið að vita neitt, hefðirðu ekki komið mér að óvörum .... þegar ég var að vakna.... af svefni fullum af draumum um þig. Gleymdu þvi, sem ég sagði. Ég hata sjálfan mig. Farðu! Ég veit.... ég efast um sjálfan mig. Vesalings litla stúlka! Þú veizt, hvað þræl- dómur er fyrir konu, og það er minna fyrir hana en karlmann. Það er nóg fyrir þig, að hafa verið seld og hrakin frá einum húsbóndanum til annars. Það skal aldrei verða sagt um mig að ég sé það fúlmenni að hafa neytt þig.... Augu Angelique voru full af birtu. tJr höndum Colins Paturels streymdi ylur til hennar, og hún var snortin af bóndaandlitinu, sem lýsti tilfinningarótinu betur en nokkur orð. Hún hafði veitt því at- hygli, hve svalar og þykkar varir hans voru. Auðvitað var hann nógu sterkur til að halda sig frá henni, en hann þekkti ekki vald augna hennar. Hún kastaði sér aftur að honum og vafði hann örmum. — Farðu litla stúlka, muldráði hann. — Farðu.... Ég er aðeins dauðlegur maður. — Og ég, sagði hún með ofurlítið skjálfandi hlátri, — er aðeins dauð- leg kona.... Ó, Colin, kæri Colin, höfum við ekki bæði nóg að þola? Ég veit, hvað getur róað okkur. Hún lagði ennið að bringu hans, eins og hana hafði svo oft langað að gera á þessari erfiðu ferð. Orka hans hafði áhrif á hana; karl- mannlegur ilmur hans, sem hún loksins þorði að njóta, þegar hún snerti hrjúft hörund hans varlega með vörunum. Normanninn var eins og tré, sem lostið hefur verið eldingu, yfir þessari þöglu játningu hennar. Þessi stóri líkami nötraði. Hann hallaði sér yfir hana. Það var eins og hann hefði orðið fyrir raflosti. Þessi vera, sem honum hafði fundizt ofurlítið of stolt og ofurlítið of gáf- uð, sem öriögin höfðu fært honum fyrir félaga í þessum harðsótta leiðangri; nú komst hann að því, að hún var kona eins og allar aðrar, lokkandi og bliðlega hvetjandi, eins og stúlkurnar í hafnarborgunum sem hlaupa á eftir stórum, ljósskeggjuðum sjómönnum. Þegar hún þrýsti sér að honum, fann hún ákafa þrána, sem gagntók hana, og hún svaraði henni með ofurlítilli hreyfingu, ofurlítið ófram- færin, en þó þegar þræll tilfinningarinnar, og kallaði á hann þöglum rómi með ofurlitlu kurri, eins og dúfa. Hann lyfti henni upp, svo hann gat horft beint í andlit hennar. — Er þetta mögulegt? muldraði hann. 1 stað þess að svara, greip hún um axlir hans. Síðan lyfti hann henni skjálfandi upp í fang sér og bar hana inn í hellinn, eins og hann væri hræddur við ljósið. Þarna voru skuggarnir djúpir, og sandurinn mjúkur og sValur. Elzta og frumstæðasta þrá mannsins ólgaði í blóði Colins Paturels af slíkri ákeíð og hörku, að það var eins og fellibylur, sem eyddi öllu sem á leiðinni var, og einnig þeim varnarvegg, sem tilfinningarík sál hans og göfuglynt hjarta hafði svo löngu reist gagnvart þrám hans. Nú var þessi orka laus, og hann gat ekki annað en gefið sig henni í vald, drukkinn af því afli, sem hún hafði gefið honum. Hann gæddi sér á konunni eins og hungrað villidýr, virtist aldrei fá nóg af mjúkum, nöktum líkama hennar, að hafa hana nálægt sér, af þvi að snerta hör- und hennar og laust hárið, að finna mýkt brjóstanna undir höndum sínum. Hann var svo sólginn i hana og svo óþolinmóður, eftir allt það sem hann hafði á sig lagt., að það lá við, að hann tæki hana með valdi, þegar hann krafðist hennar. Síðan féll hann saman og lá þegjandi yfir henni; vafði hana örmum eins og gersemi allra gersema. Ljósið var næstum horfið, þegar Angelique opnaði augun aftur. Hún hreyfði sig aðeins, yfirkominn af þeim járnböndum, sem héldu henni við Colin Paturel. — Ertu sofandi? — Ég hef sofið. — Ertu ekki reið við mig? — Þú veizt, að ég er það ekki. — Ég er hrotti, er ég það ekki? Af hverju segirðu mér það ekki? Svona, segðu mér það. — Nei. Fannstu ekki að þú gerðir mig hamingjusama? — ET það satt? Þá verðurðu að meðhöndla mig sem náinn vin. — Ef þú vilt. Colin, heldurðu að það sé ekki orðið nógu dimmt til að halda áfram? — Jú, lambið mitt. Þau gengu hamingjusöm grýtta brautina. Hann bar hana, og hún hvíldi höfuðið við sterkan háls hans. Héðan í frá myndi ekkert komast á milli þeirra. Þau höfðu samið og innsiglað sáttmála milli tveggja lífa, sem bæði voru hætt komin. 1 framtiðinni myndu þau deila öllum hætt- um og þjáningum. Taugar Colins Paturels voru ekki lengur þandar. Angelique myndi aldrei þurfa framar að standast illt augnaráð hans og ruddaskap- inn, hún myndi ekki þurfa að vera einmana lengur. Hvenær, sem hún vildi, gat hún snert með vörunum hálsinn, sem var svo örum sleginn eftir að hafa borið svo mánuðum skipti járnkraga með göddum. — Varlega ljúfan, sagði hann og hló. — Ekki þe+ta. Við eig^im enn eftir að fara langa leið. Hann dauðlangaði að draga hana til sin og þrýsta vörum sinum á hennar, að hvila með henni í sandinum i tunglsljósinu og finna aftur 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.