Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 5
Ég hef ekki efni á, að eitthvað
komi fyrir hana.
— Hversvegna ekki?
— Ef það kemur eitthvað fyrir
hana, fer Naxos í rusl, og ef það
gerist verður hann ekki að neinu
gagni fyrir okkur . , .
- Okkur?
— Þjóðina, sagði Loomis. — Hann
á fimm prósent af Arbit Oil. Brezka
stjórnin á fiörutíu og sjö og hálft
prósent, fjörutíu og sjö og hálfur
plús fimm eru fimmtíu og tveir og
hálfur. Meðan hann greiðir atkvæði
með okkur, fer allt vel. Hann and-
varpaði. — Það var allt miklu auð-
veldara fyrir okkur, meðan Naxos
var ógiftur.
— Þetta var Ifklegra, sagði Craig.
— Þér er andskotans sama um stúlk-
una.
Hún er helvítis óþægindi, sagði
Loomis. — En það má ekkert koma
fyrir hana. Hann tæmdi glasið og
stóð upp. — Það er næstum flaska
eftir, sagði hann. — Það ætti að
endast þér í nokkrar klukkustund-
ir.
Hann skálmaði til dyra og þar
sneri hann sér við.
— Ég verð þá að dugast við
Grierson, sagði hann. — Helvíti.
— Hversvegna? spurði Craig. —
Hversvegna er það helvíti?
— Vegna þess, að þetta er ekki
fyrir hann. En hann er sá bezti,
sem ég á eftir. — Nú, þegar þú ert
stunginn af. Hann verður sjálfsagt
drepinn, sagði Loomis.
— Kvikindið þitt, sagði Craig,
næstum hlýlega. — Setztu og segðu
mér meira. Hann þreif flöskuna af
borðinu og skellti tappanum í hana.
— Sennilega ætti ég að kasta
henni í vegginn, en Serafin gæti
notað hana.
— Serafin?
— Gestgjafinn minn, sagði Craig.
— Hann á þessa glæsilegu íbúð,
sem ég dvel í um þessar mundir.
— Það er pest hér, sagði Loom-
is. — Það er líka pest af honum.
— Hann er sjötíu og þriggja ára,
sagði Craig. — Hann gæti ennþá
rekið þig í gegn með hnífi af tutt-
ugu feta færi. Hann leit á fyrir-
ferðarmikinn Ifkama Loomis. — Ég
held að það sé öruggt, að hann
hitti. Helvíti ertu feitur, Loomis. Það
er viðbjóðslegt.
Loomis flissaði góðlátlega. Hann
hafði fengið Craig aftur. Móðgun
við og við var ekki hátt verð fyr-
ir það.
— Ég skal segja þér frá henni,
sagði hann, — þegar þú hefur þurrk-
að þig upp. Ég gef þér tíu daga,
og þá hittumst við aftur í Aþenu.
Það er eins gott fyrir þig að vera
kominn í lag þá, Craig. Ef þú verð-
ur það ekki, vil ég ekki sjá þig.
Farðu nú út og veiddu eða smygl-
aðu, eða hvað það nú er, sem
gestgjafi þinn hefur fyrir stafni.
Hann snaraði sér út fyrir og gleymdi
ekki að skella hurðinni og Craig
sat eftir og hugsaði um Tessu og
vissi, að það var þetta, sem hún
hefði viljað að hann gerði. Ein-
hver þarfnaðist hjálpar; Tessa hefði
ekki hikað. Það var vegna þess,
að hún hafði reynt að hjálpa hon-
um, sem hún hafði látið lífið.
Serafin kom inn, leit á flöskuna
með tappanum og brosti. — Sá
feit er farinn — Og löggan. Hann
leit á flöskuna’. — Er þetta búið
fyrir þig?
— Já, sagði Craig.
— Sá feiti er góður. Sterkur mað-
ur undir öllu þessu.
Með höndunum teiknaði hann
ýstruna og rassinn á Loomis út í
loftið meðan Craig fór úr skyrt-
unni og buxunum.
— Ég ætla að synda, sagði hann.
— Ætlarðu að veiða í nótt?
Serafin kinkaði kolli.
— Við tökum bátinn. Siglum.
— Eins og í gamla daga, sagði
Serafin. — Alveg eins og ( gamla
daga. Ef þú vilt. Ég þarf að ná
í pakka — ef þú vilt hjálpa mér.
— Gerðu það sem þér sýnist,
gamli þorpari, sagði Craig. — Ég
er bara áhöfn.
Hann gekk út í sólarljósið, skjögr-
aði yfir brennheitan, glitrandi sand-
inn, niður að hafinu, sem var að-
eins í fimmtíu metra fjarlægð, og
lét fallast í milt faðmlag þess og
teygði úr sér í endalausum blám-
anum. Ofan frá kofadyrunum fylgd-
ist Serafin með honum. Craig var
hættur við brennivínið og það var
gott. Aður en langt um liði, yrði
líkami hans harður og sterkur á
ný, og Craig yrði hamingjusamur.
Craig var Serafin jafn mikils virði
og sonur hans, Stavros, og nú var
Stavros læknir með praxis í Aþenu
og allir á Andraki dáðust að hon-
um. En 1944 hafði Craig bjargað
lífi Stavrosar. Allt, sem Serafin átti,
var hans. Hann tók að syngja, rödd-
in var sterk og falleg, hann hlakk-
aði til næturinnar.
Stjörnurnar voru stórar og mild-
ar, ekki með harðri demantsbirt-
unni, sem ríkir í kulda norðursins,
og Serafin og Craig drógu stóra,
gamla bátinn fram, gamla tvígeng-
isvélin drundi, hóstaði á lélegum
strokk. Þetta hola, skellandi hljóð
var óeðlilega hátt á þöglu hafinu.
Báturinn var eins og allir Miðjarð-
arhafsbátar, klunnalegur og frum-
stæður, breiður um miðjuna og hár
í stafni og skut. Serafin elskaði
hann.
Þeir sigldu út á Eyjahafið, þar
til Andraki var ekki nema dökkur
blettur á rauðum sjónum og Craig
drap á vélinni, dró upp hriktandi
seglið og svitnaði af þörf fyrir
brennivín og sígarettur.
— Hvenær veiðum við? spurði
hann.
— Seinna, sagði Serafin. —
Stefndu í norð-austur, sonur minn.
Craig hlýddi og báturinn hall-
aðist meðan hann beygði; seglin
gripu vindinn og vatnið gljáfraði
framhjá.
— Fyrsti fiskurinn verður í dós-
um, sagði Serafin. — Haltu honum
svona! Ég ætla að sofa um stund.
Ég er gamall maður, kraftur minn
er þorrinn.
— Ekki segja steipurnar það,
sagði Craig og Serafin flissaði, og
svo var hann næstum þegar í stað
tekinn að hrjóta, meðan hann safn-
aði svefni gegn tímanum, sem hann
þurfti að vaka.
Craig hélt stefnunni, umluktur
myrkri, ilminum af hafinu og til-
finningunni af öldunum, sem
gjálfruðu við stýrið. Hérna á bátn-
um, með möguleika á hættu fram-
undan, var hann heima. Brennivín-
ið, rakíið og koníakið, sem hann
hafði drukkið, hafði veikt hann
mun meira en hann mátti við. Þann-
ig átti ekki að minnast Tessu. Henn-
ar aðferð var að hjálpa, eins og
hann myndi hjálpa; gömlum manni,
sem hann unni, stúlku, sem hann
þekkti ekki, en til þess þurfti hann
að vinna kraftana aftur, verða
handstyrkur og stöðugur og fljótur
í viðbrögðum. Hann hélt bátnum á
stefnunni og reyndi að hugsa ekki
um, hve mjög hann þarfoaðist á-
fengis. Að undanteknum hrotum
Serafins var hann aleinn í hlýju
myrkri hafsins og barðist við dap-
urlegar minningar, sem voru of
Ijósar og of daprar til að láta und-
an. Og þá heyrði hann það, hvin-
inn í tveim vélum, orkumiklum og
stöðugum, og hendur hans urðu
rakar, þegar hann skynjaði í þús-
undasta skipti yfirvofandi hættu.
Gamli maðurinn hreyfði sig á þil-
farinu og sagði: — Litastu um eft-
ir Ijósi, sonur minn, rautt yfir grænu.
Craig rýndi út í myrkrið og það
var gamli maðurinn, sem kom auga
á það, tvö strik á bakborða, og
sagði honum að stýra þangað. Þeg-
ar þeir nálguðust, kveikti Serafin
á Ijóskerum og setti þau f röð á
þilfarið, síðan sagði hann Craig að
fara inn í káetuna. Það var óráð-
legt fyrir hann að sjást. Craig hik-
aði en hlýddi síðan. Serafin kunni
sitt starf.
Hávaðinn í vélunum jókst, og
báturinn kom nær. Hraðskreið renni-
leg snekkja; henni var vel stýrt,
sett afturá á nákvæmlega réttu
andartaki, og um leið og bátarnir
snertust, var kaðli kastað yfir í
beinabera hönd gamla mannsins.
Craig heyrði raddir talast mjúklega
við á grísku, hikandi, óvissar, síð-
an glaðlega kveðju gamla manns-
ins. Báturinn hallaðist, um leið og
mennirnir klöngruðust um borð, og
hann heyrði lestarlúguna opnaða,
og það rumdi í manni, sem dró
eitthvað eða bar, síðan skall kassi
á þilfarinu. Sígarettur, sennilega,
og skoskt viskí. Úr frá Sviss, kop-
arvír. Það skipti engu máli. Það
var ávani hjá Serafin að smygla.
Hann gat ekki vanið sig af þvf,
og það borgaði sig betur en fisk-
veiðar. I stríðinu hafði hann smygl-
að mönnum eins og Craig, þögl-
um, hættulegum mönnum, sem
drápu Þjóðverja. Það voru beztu
launin fyrir Serafin.
Craig heyrði lestarlúgunni lokað,
og sfðan hallaðist báturinn aftur,
þegar fleiri komu um borð. Aftur
heyrðust háværar raddir, og Sera-
fin svaraði reiður, mótmælandi. Að
lokum varð þögn, og Craig fann
svitann streyma úr líkama sínum og
hendur hans og handleggir skulfu.
Svo barst fótatak í áttina að káet-
unni, og hann renndi sér undir
rekkjutjöldin, heyrði dyrnar opnast,
sá bjarmann frá vasaljósi og síð-
an kallaði karlmannsrödd á þýzku:
— Það er enginn hér. Hann segir
satt. Káetudyrunum var skellt, en
þær lokuðust ekki alveg, og slóg-
ust til, þegar báturinn hófst og
hné. Svo hallaðist hann einu sinni
enn, og Craig velti sér fram úr
fylgsni sínu og svipaðist um eftir
vopni. Þar var ekkert nema vín-
flaska. Hann tók um hálsinn á
henni og gekk fram að klefadyr-
unum, heyrði að kaðlinum var kast-
að yfir í snekkjuna og síðan vélar-
gnýinn f henni. Nú voru þrfr menn
um borð auk Serafins og hans sjálfs.
Hann gekk fram úr káetunni, um
leið og snekkjan fór burt, og bát-
urinn hoppaði í kjölfarinu. Hann
gekk hljóðlaust á berum fótum að
netahrúgu og umhverfis hana,
þangað til hann sá Serafin í birt-
unni frá þilfarsluktinni. Tveir menn
stóðu andspænis honum, og sá
þriðji svolítið framar og horfði á
mjólkurhvítt kjölfarið eftir snekkj-
una. Annar mannanna var með
byssu.
Hann sagði: — Gerðu eins og
þér er sagt, gamli maður. Þessi
bátur fer til Menos. Þú hefur þfn
fyrirmæli. Þér verður borgað.
— Ég hef aldrei samþykkt þetta,
sagði Serafin. — Ég ætla ekki . . .
Hönd hins mannsins hreyfðist
hratt og hnitmiðað og sló Serafin
þvert yfir andlitið. Serafin stirðn-
aði upp, og svitinn spratt aftur út
á Craig, þar til Serafin gekk að
stýrish jól inu.
— Annar ykkar verður að setja
vélina í gang, sagði hann.
Byssulausi maðurinn tók lúguna
ofan af lestinni og meðan hann
gerði það, kom Craig framundan
hrúgunni og sló byssumanninn aft-
an á hálsinn með flöskunni. Hann
féll eins og viðardrumbur, og hinn
maðurinn snarsnerist á hæli og kast-
aði lestarhleranum að Craig. Hann
lenti aðeins um þumlung frá berum
tánum um leið og Craig stökk aft-
ur á bak, og hendur hans skulfu
af vanmætti. Maðurinn sem hafði
næstum fótbrotið hann, kom hægt
nær, og Craig sá, að hann var
einnig vopnaður með hnífi, löngum
með ofurlftið íbjúgu blaði. Craig
hreyfði sig varkár, bölvaði klunna-
skapnum í sjálfum sér, en síðan
stökk maðurinn að honum og lagði
til hans með hnífnum. Craig ætl-
aði að hremma olnboga mannsins
um leið og hann sneri sér und-
an, en var of hægfara, lagið geig-
aði og hnífurinn renndi yfir rif-
bein hans. Hinn maðurinn vék sér
undan og hjó aftur og aftur. Craig
heppnaðist aðeins að víkja sér und-
an. Þeir tifuðu hægt í hringi og
Craig fann þreytuna og aumingja-
skapinn vaxa hið innra með sér,
og vissi, að hann myndi þola eina
Framhald á bls. 50.
VIKAN 5