Vikan


Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 49
sveinum sínum og ræddi við þó um sum dýpstu rök tilverunnar, hór og herðabreiður, fríður sýnum og fasprúður. Síðan hafa allir há- skólar og sum ráð og stofnanir menntamanna verið nefnd eftir þessum garði Platons og nefnd „akademíur". í garði þessum var unnt að njóta alls þess sem alltaf hefur einkennt gríska menningu — Þar voru eins og áður var sagt, stílhrein og fögur musteri, högg- myndir af fögrum mönnum og kon- um, náttúrutöfrar. Fegurð og heimspeki féllust þarna í faðma. Ennþá berast ómar, eins og lauf- hvísl, úr þessum garði, og ennþá slæst Platon í för með þeim, sem reika um víðlendi heimspekinnar, og veitir þeim betri og skemmtilegri fylgd en flestir aðrir geta gert, undir hinum heiða himni grískrar hugsunar. Mikið af heimspeki Platons var eins og fyrr segir kennt á göngu. Átti það vel við, því að í þessari heimspeki er hreyfing og líf. Hún er holl fyrir sálina, eins og göngu- (þróttin er fyrir líkamann. Hún er einkaleyf i: LINDA h.l. Akureyri DELFOL * BÝÐUR FRÍSKANDl BRAGÐ OG BÆTIR RÖDDINA. jákvætt hreyfimagn, sem skiiar mönnum áfram. — Og ekki mun það fjarri sanni, að hverjum þeim. sem tileinkar sér hið bezta úr henni, I geri hún lífið að skemmtigöngu. Gretar Felis. ANGELIQUE OG SOLDÁNINN Framhald af bls. 25. Allt í einu fannst Angelique hún sjá tvo aðra riddara rísa frammi fyrir sér. — Þetta er endirinn.... Við erum umkringd. Kjarkurinn brast, og hún lét fallast undir hófa hestanna. Hún fann Þungann af Normannanum ofan á sér og um leið og það leið yfir hana, heirði hún sína eigin rödd hrópa: — Kristnir! Kristnir! Kristnir.... Kristnir þrælar! I nafni Krists, amigos. . . . 1 nafni Krists! — Hversvegna seturðu svona mikinn pipar í súkkulaðið, Davíð? Ég hef sagt þér það hundrað sinnum, minni pipar og minni kanel. Þú þarft ekki að gera þetta að hræðilegri, spánskri kássu.... Angelique engdist sundur og saman. Henni var óskiljanlegt, hvers- vegna hún yrði að byrja allt upp á nýtt og ganga sér til húðar við að bera fram súkkulaði handa Parísarbúum. Hún vissi, að henni myndi aldrei verða neitt ágengt í þeim viðskiptum, meðan heimskinginn Davíð héldi áfram að bæta svona miklum pipar og kanil í súkkulaðið, og gera það þannig svo sterkt, að það gæti vakið dauða til lífsins. Hún ýtti bollanum írá sér með ógeði, og fann heitan vökvann streyma yfir fingurnar, og í sama bili heyrði hún vanþóknunarhróp. Með nokkurri áreynslu tókst henni að opna augun. Hún var i rúmi með mjallhvítum rekkjuvoðum, fyrir utan þennan hræðilega, svarta súkkulaðiblett, sem hún hafði sett í þau sjálf. Kona, með fallegt sól- brúnt andlit var að reyna að strjúka blettinn úr. — Mér þykir þetta afar leitt, sagði Angelique. Konan virtist afar ánægð. Hún tók til máls, mjög liraðmælt á spönsku og þrýsti hendur Angelique með mikilli ákefð. Svo féll hún á kné frammi fyrir styttu af Maríu mey, klæddri í gull og krýndri með dem- öntum, sem stóð í litlu bænahúsi undir olíulampa. Angelique skildi nógu mikið til þess að vita, að hún var að þakka heilagri jómfrú íyrir bata sjúklingsins. 1 þrjá daga hafði hún haft hita og óráð. Þegar spánska konan hafði lokið þakkargjörðinni, kallaði hún á máriska þjónustustúlku og þær skiptu í flýti um rekkjulín. Það var skrýtið, að vera aftur komin milli hreinna, svalra rekkju- voða, undir sængurhimin í stóru rúmi með póstum úr gylltum viði. Angelique sneri höfðinu varíærnislega. Hún var stirð í hálsinum og fann til. Hana verkjaði einnig i augun, sem voru óvön birtunni. Nokkrir sólargeislar þrýstu sér í gegnum smíðajárnslaufskurðinn, sem skýldi herberginu fyrir sólarbirtunni úti. Afgangurinn af herberginu, sem var fullt af spönslcum húsgögnum og skreytingum, innihélt aðeins tvo litla svarta hunda og varaþykkan dverg, klæddan sem þjón, var dimmt eins og kvennabúr. Við og við nötraði húsið af sprengingum sem bárust ofan úr borgarvirkinu. Angelique minntist þess allt í einu, hvar hún var. Þetta voru fallbyssurnar i Ceuta! Ceuta, siðasti útvörður Spánar, gnæfði yfir land Múhameðs, hafði staðið af sér hundrað byssukúlur og miklu meira og gnæfði yfir til- breytingarlausan gnýinn í herliðinu. Krjúpandi í bænahúsinu fór spánska konan með aftanbænir og signdi sig. I hennar augum var þetta ósköp friðsamt; fallbyssuskotin voru orðin svo algeng. Sonur hennar hafði fæðzt i Ceuta og nú, sex ára gamall, var hann eins og grár köttur upp og ofan borgarvirkið með öllum öðrum börnum borgarinnar, að hjálpa hermönnunum að drepa Mára. Hatrið til Mára rann í blóði allra Spánverja, sem þráðu Afríku miklu meira en Evrópu. Andalúsíubúarnir höfðu margar ástæður til að minnast arabisku harðstjóranna, sem höfðu arfleitt þá að dökku hörundi og hvíturn tönnum. Skæruhernaður var eðlilegur fyrir báðum þessum þjóðflokkum, sem bjuggu hér undir herskáum himni. Ófyrir- leitnin í hinum umsetnu Spánverjum, hafði oft komið þeim til að gera útrás írá borginni og hrella hersveitir Máranna. Spánskt riddaralið með svarta stálhjálma og brugðnar lensur var á leið heim aftur, eftir næturárás á Márana, þegar þeir sáu tvo kristna þræla hlaupa i áttina að borginni. Þeir höíðu knúið hestana sporum og leitazt við að komast milli þeirra og Máranna, sem veittu þeim eftir- för, og Colin Paturel og Angelique höíðu lent undir hestunum. Ofsa- fengin átök höfðu átt sér stað, og að lokum höfðu Spánverjarnir hörfað inn í borgarvirkið og haft flóttafólkið með sér. f \ Angelique kunni nóg í spönsku til að skilja kjarnann úr langri út-*,, skýringu spönsku konunnar á því, hvað gerzt hafði. Hún fékk smámjp saman minnið aftur, og varð jafnframt æ meir meðvitandi um sárs-r aukann í líkama sínum. Hún fann til í blöðrunum og skurðsárunum á fótunum, fann þurrt hörundið flagna af andlitinu, fann hversu mögur hún var, og hún fann meira að segja til, þar sem gular neglur hennar höfðu brotnað á sólbrúnum fingrunum. Öll réttindi ánkilin — Oyera Mundi, Paris Niöurlag í næsta blaði. íslendingar rytmískari en Danir Framhald af bls. 9. þeirra að minnsta kosti ættu eftir að verða vinsælir, svokall- aður hoppelpoppel, eftir finnsk- an mann, þann sama sem útfærði jenkann, og danskur dans, sem kallast kick-mars. Höfundur hans er Carlsen, skólastjóri og eigandl skólans, sem ég lærði í. — Þú hefur trú á að djass- ballettinn eigi framtíð fyrir sér? — Það á hann tvímælalaust. Hann nær sífellt meiri vinsæld- um. Það má skipta honum í tvennt: Amerískan djassballett, sem byggist á hraða og snöggum hreyfingum, og Blues-djassball- SÚTAÐAR GÆRUR TRIPPASKINN KÁLFSKINN * Mikið úrval * Hagkvæmt verð Sútunarverksmiðja SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Grensásvegi 14 Sími 31250 Einnig Laugavegur 45 Sími 13061 VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.