Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 33
r
60 lítra ísskápur.
5 ára ábyrgð á kæliþjöppu.
120, 200 og 250 lítra kæliskápar, einnig 330 t árs ábyrgð á öðrum hlutum.
lítra sambyggður kæli- og frystiskápur.
- eru mest seldu heimilistækin í
Noregi - enda vönduð og verð
mjög hagkvæmt.
Gjörið svo vel að koma og skoða
eða skrifið eftir myndalista.
Frystikistur 320 og 500 lítra.
EINAR FARESTVEIT & CO. H.F.
Vesturgötu 2, II hæð, sími 16995.
Kistan frystir 20 pakka/hver 1 kg. frá + 30° í -*■
18° á 24 klukkustundum. Frostið í kistunni getur farið
niður í -t- 30°C.
J
hrindir mér frá sér. Og það
lamar mig.
Ég lá vakandi og hélt að hún
svæfi. En þá sagði hún svo lág-
um rómi að varla heyrðist:
— Myndir þú trúa á guð, ef
þú gætir?
Hverju átti ég að svara? Hver
var guð? Eitthvað áþreifanlegt.
Sjúkdómsóra|r. Skynvilla fyrir
ráðvandar nunnur, á gömlum
málverkum.
— Veiztu hversvegna ég trúi?
Ég heyrði að hún settist upp
í rúminu og dró djúpt andann.
— Jú, vinur, ég trúi því að
guð sé til — vegna þess — vegna
þess — að það væri svo hörmu-
legt ef hann væri ekki til, vegna
þess að það væri svo napurt ef
ég, sem ekki hef átt við neitt gott
að búa og svo margir aðrir, sem
búið hafa við ennþá verri kjör
— ef við nú tryðum því, þegar
mér finnst ég sjá hann, sjá hann
koma nær og nær með hverjum
deginum og hverri nóttinni —
nei, það væri svo óumræðilega
þungbært ef það væri aðeins í-
myndun og blekking.
Ég get ekki trúað því að allt
sé svo hræðilega tilgangslaust.
Ég verð að fá að vita sannleik-
ann, því það hlýtur að vera eitt-
hvað meira en þetta líf hér á
jörðinni og einhver hlýtur að vita
það og þekkja. Ég hef alltaf von-
að að ég fengi að sjá og vita eitt-
hvað meira, og þyrfti ekki allt-
af að vera svo fávís og einföld
eins og nú. Ég hef eiginlega
ekkert séð og veit heldur ekkert,
en þrátt fyrir það hef ég alltaf
verið svo viss, — svo viss um
það — og svo væri það aðeins
ímyndun — þá væri (ég fann að
hún lyfti höndunum) þá væri
það svo grimmilegt, svo háðu-
legt — að þetta auma þrældóms-
líf væri allt og sumt.
Ég fann — það var svo dimmt
að ég gat ekki séð það — að
hún hneig örmagna niður á svæf-
ilinn.
Ég stóð upp og gekk til hennar.
Hún lá þar — og augu hennar,
sem ég þá sá — þau hafa gert
mig ókunnugan meðal þeirra,
sem lifa.
— Heldur þú að snjórinn
heima í fjöllunum þínum sé
þiðnaður?
— Ef snjóa hefur leyzt í land-
inu þínu, þá leysir líka bráðum
snjóa á íslandi.
— Dreymir þig, Hlíf.
— Já.
— Hvað dreymir þig?
— Mig dreymir að ísland
færist til í hafinu um þumlung
hverja nótt. Og smám saman
bráðni snjórinn á norðurströnd
þess. Eftir tvö þúsund ár verða
strendur þess orðnar heitar eins
og þær risu upp úr Suðurhafi. f
staðinn fyrir dvergsóleyj ar yxu
þar í röðum rauð og fjólublá
klukkublóm á háum tígulegum
stönglum. Og fugla- og skordýra-
mergðin iðaði og glitraði eins og
gull og silfur. íshellurnar og
klakahrannirnar eru horfnar, í
þeirra stað vex upp þéttur, lauf-
ríkur skógur í kringum bæina
til verndar gegn stormum og
kulda.
Ég verð þar líka og þú. En þá
er ég ekki lengur veik og spýti
ekki blóði, þá þarf ég ekki held-
ur að vinna fyrir mat mínum.
Nei, þá verð ég sterk og hraust
og þarf ekki að fyrirverða mig
fyrir ástaratlot þín. Þá situr þú
hjá mér og talar við mig um
allt, sem þú hefur hugsað og
séð, og ekkert vagnskrölt trufl-
ar okkur, en fossniður vaggar
okkur í svefn meðan norðurljós-
in braga á bláum kvöldhimni.
Það skeði í nótt um tvöleytið.
Ég heyrði að hún hreyfði sig.
Ég kom ekki upp nokkru orði.
Einhver óljós ótti greip mig.
Hún steig framúr rúminu.
Hægt fet fyrir fet þreifaði hún
sig áfram út að glugganum. Hún
lagðist með báða olnboga fram
á gluggakistuna, þar stóð hún
og horfði út.
Því næst kom hún til mín.
Hún lagði sig við hlið mína. Hár
hennar straukst við andlit mitt.
Ég kreisti aftur augun, næstum
krampakennt.
Þannig lá hún lengi. Svo gat
ég ekki beðið lengur. Ég hvíslaði:
Hlíf! Hún svaraði ekki. Ég vafði
hana örmum og leit í augu henn-
ar. Ég sá í rökkrinu að þau voru
brostin. Ég hélt arminum um
háls hennar. Jörðin hélt áfram
göngu sinni og mennirnir héldu
áfram að sofa.
Nú er ég aftur einmana, meira
einmana en áður.
Ég reika um eins og svefn-
gengill. Fólk gengur fram hjá
mér, en mér sýnist það eins og
skuggar frá öðrum heimi.
Ég er að hugsa um að ferðast
burtu. En það er eitthvað, sem
hamlar mér, — þessar götur,
þessi hús, þessi ljósker — ég
geng fram og aftur milli þeirra
í staðinn fyrir að fara burtu.
Ég stari á allt þetta rétt eins
og það hefði mannsaugu. — Læð-
ist einhver á eftir mér?
Mér er vel við bryggjurnar
utan við borgina. Ég fer þang-
að án þess ég veiti því athygli
fyrr en ég er kominn þangað
og ég get staðið þar tímunum
VIKAN 33