Vikan


Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 12

Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 12
í stórri borg eru dimm skot og afskekktar götur, sem heita fá- ránlegum nöfnum og þar skeður ýmislegt, sem aldrei kemst á prent. Um þessar mundir bý ég í einni slíkri götu. Og þar er svo kyrrlátt. Það kemur þó aðeins fyrir að mjólkurvagni eða kola- vagni sé ekið þar um, eða að maður, sem brýnir hnífa, gangi þar á milli húsa. En svo verður aftur ennþá kyrrlátara en áður. Aldrei hef ég séð þar ríkt eða „fínt“ fólk, ekkert af því fólki, sem getið er um í dagblöðum eða embættismannatali. Og þrátt fyr- ir það sé ég aðalsgöfgi í augum þeirra, sem ég mæti. Og hver veit? Ef til vill á fólkið uppi í stóru, dimmu steinhúsunum, sín eigin leyndarmál: bjarta horn- stofu, kanarífugl, svolítinn kött hjá gluggablómunum, eða merki- lega erfðargripi, eins og teketil og bolla úr gömlu postulíni. Þegar ég kem heim á kvöldin og beygi af breiðgötunni inn í mína götu, snúast hugsanir mín- ar inn í nýja, sérstæða veröld, þar sem ekkert ber þær ofur- liði. Spölkorn frá íbúð minni er kjallarakaffistofa. Þangað kem ég oft þegar rökkva tekur. Venju- lega er þar mannlaust. Þar kann ég vel við mig. Og ég get setið þar langdvölum. Ég veit varla hversvegna ég kann svo vel við mig. Ég held að ég hugsi venju- lega alls ekki, finni aðeins frið vegna þess að þar er svo hljótt, og vegna þess að flókin viðfangs- efni, efasemdir og allur hátíð- leiki er þar víðsfjarri og ég get andað rólega, fólk gengur þar um svo hljóðlátt, lifir og starfar án þess að kvarta og án þess að ætlast til þess að ég fylgist ná- kvæmlega með öllu. Einnig geta gægzt fram myndir og minningar langt að komnar, svo sem eins og sjávarniður, skógarþytur, sólbjört bernska. Og það er ekkert óþægilegt og ekkert framar, sem togar í mig. Nei, það er eins og töfrasýnir, sem Ijúflegar sveima fram hjá mér þarna niðri í kjallaranum, meðan ég drekk kaffið mitt hægt og rólega. Þetta er sennilega svipuð til- finning þeirri sem maður finnur inni í lítilli sveitakirkju á sum- ardegi. Dyrnar standa opnar og töðulyktin berst inn. En yfir gólfið upp að altarinu streyma marglitir sólargeislar. Maður sit- ur og horfir á þá og allt annað verður draumur. Já, allt annað verður draum- ur. Ég þekki reyndar fáeinar manneskjur í þessari borg, en ég heimsæki þær aðeins örsjaldan. Og þá oftast með óttablandinni varúð, eins og væri ég hrædd- ur um að einhverju yrði rænt frá mér. Ég stend lengi fyrir neðan gluggana og horfi á hvernig höf- uð þeirra mynda skugga á gluggatjöldunum, og veit svo ekki hvort ég muni hafa kjark til að koma inn í alla birtuna, sem þar er inni. Er það aðeins ímyndun að mér- finnst þetta fólk horfa svo annarlega á mig? Eða hefur eitt- hvað breytzt í göngulagi mínu eða augnatilliti, eitthvað •— já, eitthvað frá hliðargötunni minni, kjallaranum mínum. Mig langar nú orðið svo mikið til að ganga hægt, tala hljóðlega. Það kvelur mig þegar einhver æpir eða skellihlær. Ég get ekki heldur tekið þátt í samræðum, en ég hef ánægju af að hlusta á aðra. Ekki á þann hátt að ég skilji samhengið. Ég skil ekki framar það sem talað er um og skil ekki hvernig hægt er að hafa áhuga á því. Mér finnst það engu þýðingu hafa fyrir þann raunveruleika, sem við lifum í. Ég hlusta á það, sem samkór mannsradda. Ég sé hvernig heil- ar þeirra leita að réttum orð- um og ég heyri hvernig raddir þeirra hækka og lækka. Stund- um verða þeir reiðir, þá liggur mér oft við að hlæja. Ég sit þá og hlusta, sé andlit in þrútna, hendurnar lyfta glös- unum, heyri þá blóta, hlæja, slá í borðið. Þá verð ég að lokum angurvær. Ég skil ekki hvað gengur að mér. Ég sit á kvöldin og hlusta eftir margvislegum hljóðum, sem hvergi eiga sér stað. Ég hlýt að hafa heyrt þetta fótatak áður. Ég hef búið hér í heilan mánuð og veit ekki til að neinn hafi flutt hingað síðan. En ég hef ekki veitt því athygli fyrr en nú í seinni tíð. Framhjá húshorninu — mér misheyrist það ekki nú orðið — framhjá glugganum mínum, inn götudyrnar, upp stigann. Hve það er létt. Hún hlýtur að vera ung. Mig langar til að heyra það líka í kvöld. Og skrjáfið í kjóln- um.... Mér gremst það, en ég get ekki að því gert: Þegar ég mæti ein- hverri ungri stúlku spyr ég sjálf- an mig: Skyldi það vera hún? Og ég er viss um að það er eng- in þeirra sem ég þegar hef mætt. Og er það ekki undarlegt? Annars gæti ég auðveldlega gengið út og rétt eins og af til- viljun mætt henni í ganginum. smAsaga eftir sigbjörn obstfelder hún heitir hlif. sérkennilegt norrænt nafn. ég minnist ENNÞA augnatillits hennar, þegar hún nefndi ÞAÐ. ÞAÐ VAR EINS OG HÚN VÆRI ( ÖRAFJARSKA, LAND f HULDUM SÓLARHEIMI OG AÐ NAFNIÐ VÆRI LYKILLINN AÐ ÞVf. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.