Vikan


Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 11
sömu ástæðu elska foreldrar börn sín. Og hvað er svo þessi fegurð, sem vér eru öll að reyna að halda við fyrir tilstilli ástarinnar? Hún er vizka og sannleikur, dyggð og heiður, hugrekki, réttlæti og trú. í stuttu máli: FegurSin er sannleik- ur. Og sannleikurinn er beinn veg- ur til Guðs". Berfætti heimspekingurinn fær góða áheyrn og mikið lof fyrir ræðu sína; drykkian heldur áfram og ger- ast menn all-ölvaðir, áður en lýk- ur. Sókrates verður þó ekki ofur- ölvi. Meðal gestanna í hófi þessu er ungur maður, lærisveinn Sókra- tesar, Aristoteles að nafni, fríður sýnum, kallaður Platon, en það þýð- ir eiginlega hinn herðabreiði. Og það er nú þessi glæsilegi urigi mað- ur, sem vér ætlum oss að' kynn- ast dálítið nánar. Platon er fæddur árið 427 fyrir Krists burð. Hann var af tignum ættum í Aþenu. Faðir hans rakti ætt sína til Kodresar konungs, en móðir hans til Solons. Platon fékk ágætt uppeldi og vildi upphaflega vera skáld. Samdi hann nokkur Ijóð og sorgarleiki, en þegar heimspek- in vann hjarta hans, brenndi hann handritum sínum og lagði skáldskap- inn á hilluna, það er að segja skáldskapinn í hinu venjulegaformi. En skáld var hann alltaf til dauða- dags, enda er sönn og lifandi heim- speki hvergi nærri svo fjarlæg anda skáldskaparins eins og sumir menn virðast ætla. Hina fyrstu heimspeki- legu handleiðslu fékk Platon hjá manni nokkrum, Kratylos að nafni, og var það heimspeki Herakleitosar, er þeir stunduðu saman. Herakleitos var aðalsættar, fæddur 535, dá- inn 475 fyrir Kristsburð. Að mörgu leyti var heimspeki hans mjög merkileg og er hann stundum tal- inn einn af frumlegustu hugsuðum veraldar. Hann leggur grundvöll- inn að hinni svokölluðu aflfræði- legu („dynamisku") heimspeki. Grundvallarlögmál tilverunnar er, að dómi Herakleitosar, ekki verund, heldur verðund. Allt er eilífum breytingum háð, allt „streymir", eins og hann orðaði það („Panta rei" á grísku). „Baráttan er faðir (upphaf) allra hluta", sagði hann einnig. „Strengir tilverunnar eru þandir til hins ýtrasta, eins og boga- eða hörpustrengir", er einnig haft eftir Herakleitosi. Hann leit á eldinn sem innstar eðliskjarna til- verunnar. — En ekki var það fyrr en Platon komst í kynni við Sokra- tes, að veruleg tímaskipti og stefnu- hvörf urðu í lífi hins fyrrnefnda. Platon gerðist lærisveinn Sokrates- ar og var vinur hans og sálufélagi frá 406 til 399, eða þangað til Sokrates var tekinn af lífi. Eftir það ferðaðist hann til ítallu og Egyptalands, og er lítill vafi á því, að hann mun hafa kynnzt helztu launhelgum sfns tíma og fræðum þeirra. 387 tók hann að kenna og semja rit sín, hinar svokölluðu „Samræður" („Dialogoi"). Urðu þau 35 að tölu, þó að sumir telji, að nokkur þeirra séu eignuð Platon með vafasömum heimildum. Ljóð- rænn blær hvllir yfir ritum þess- um, og höfuðpersóna þeirra er hinn spuruli Sokrates, sem afhjúpar fávizku flækjuspekinganna („Sóf- istanna") og leiðir I Ijós æðri sann- indi. Helztu rit „Samræðnanna" eru „Varnarræða Sokratesar" fyrir rétt- inum, sem dæmdi hann til dauða, „Faidon", þar sem Sokrates ræðir við lærasveina sína I 'fangelsinu, meðal annars um ódauðleika sól- arinnar, „Politeisa" (Ríkið), þar sem Platon gerir grein fyrir skoðunum sínum, að því er varðar ríkið, eins og það eigi að vera, og loks skal nefna „Symposion" (Drykkjuveizl- una), þar sem Eros, ástaguðinum, er sungið lof, og telja sumir, að frá fagurfræðilegu sjónarmiði sé hér um að ræða dýrðlegustu samræður veraldar. Platon hélt upp á stærðfræðina. Urðu menn að kynna og tileinka sér helztu lögmál hennar, áður en þeir fengu leyfi til að gerast læri- sveinar hans. — Og hverjar voru svo kenningar Platos? — Hann hélt fram, eins og Sokrates, að réttlæti væri æðsta dyggðin, og að hlut- verk heimspekinnar væri fyrst og fremst það að uppgötva á öllum sviðum það, sem væri rótt. í raun og veru mætti að líkindum I þessu sambandi setja orðið sannleikur f staðinn fyrir réttlæti. Sokrates sagði: „Réttlætið er hin eina sanna ham- ingja. Ranglátir menn einir eru ó- hamingjusamir". — Herakleitos hélt því fram, að grundvallarlögmál til- verunnar væri eillf verðund. Allt væri á hverfanda hveli og eilífum breytingum háð. Aðrir heimspeking- ar, hinir svonefndu Eleatar, kenndir við borgina Elea á Suður-Íalíu, kenndu aftur á móti, að innsta eðli tilverunnar væri verund, þar sem hvorki væri „umbreyting né um- breytingarskuggi", eins og komizt er að orði I kristnum fræðum. Þetta er hipn eini veruleiki, og öll breyting og hreyfing er því I raun og veru blekking — einskonar skynvilla. Minna þessar kenningar mjög á indverska heimspeki. Platon sýndi fram á, að báðir þessir aðilar, Herakleitos og Eleatoris, hefðu rétt fyrir sér, hvor frá sínu takmarkaða sjónarmiði. í vitundarlífi mannsins væri um þetta hvort tveggja að ræða, verund og verðund, og væri galdurinn sá að koma á samræmi á milli þeirra. — Hugtakið, hug- myndin, er hrein verund, eilff og óumbreytanleg. Aftur á móti er skynheimur vor, þetta, sem vér sjá- um og heyrum I kringum oss, s(- felld verðund, óaflátanleg breyting úr einu I annað, og er því blekk- ingastig mikið. Hugtökin, hugmynd- irnar, eru hið eina verulega, og það, sem kallað er framþróun, er I raun réttri ekki annað en það, að jákvæð hugtök leiðast betur og bet- ur I Ijós, fáfullkomnara ogfullkomn- ara form. PJaton talaði um hugtak réttlætisins eða dyggðarinnar, hug- tak góðleikans, sem hann talaði um sem guðshugtakið, hugtak fegurðar- innar, og þar fram eftir götunum. Hver einasti hlutur á rót sína I ein- hverju hugtaki, sem er frummynd hans, eins og hann á að vera. Þess vegna er ákveðið tilverusvið, sem kalla mætti heim fullkomleikans — eða heim frummyndanna, (sam- kvæmt guðspekilegum fræðum efri hluti hugheims. Hver einasta sál á rót sína I ákveðinni frummynd, og þróun sálarinnar er ekki sízt fólgin I því, að henni gefst kostur á að mótast I samræmi við þessa frum- mynd, (og er hér komið inn á svið „geislanna", sem Guðspekin talar um). En nú skulum vér kynna oss kenn- ingar Platons um hið fullkomna rlki, þ.e.a.s. stjórnmálaskoðanir hans. Um þetta efni fjallar rit hans „Poli- tesa". — Að mörgu leyti minna kenningar hans á sameignarstefnu nútímans, a.m.k. eins og hún var um eitt skeið. Þannig heldur Platon því fram, að hjónabönd, eins og vér þekkjum þau, eigi ekki að eiga sér stað. Hinir beztu menn og konur eiga að geta börn saman, og rfk- ið á að eiga börnin. Það tekur þau f sína umsjá þegar frá fæðingu. Foreldrarnir eiga ekki að þekkja börn sín eða börnin foreldra sfna. Er greinilegt, hvað fyrir Platon vak- ir: Hann vill draga sem mest úr á- hrifum einkaásta og gera þjóðfélag- ið allt að einni stórri fjölskyldu. Hann vill leysa upp hringiður fjöl-' skyldusambandanna og sameina þær hinum breiða straumi þjóð- félagsheildarinnar. Hins vegar var hann frjálslyndur mjög í ástamál- um. Þó hélt hann því fram, að ríkið yrði að leitast við að koma f veg fyrir það, einnig [ ástamálum, að þegnarnir leituðu hamingju sinnar á kostnað hvers annars. — Rfkið el- ur upp börnin. Til tuttugu ára ald- ur fá allir sama uppeldi. Lögð er áherzla á leikfimi og hljómlist — á leikfimi til þess að halda Ifk- amanum léttum og fjaðurmögnuð- um og á hljómlist til þess að glæða og varðveita samræmisþroska sál- arinnar. „Treystu ekki þeim manni, sem hefur engan söng í sál", sagði Platon. Að hans dómi var hljómlist- in, þ.e.a.s. samræmið, eitt af grund- vallarlögmálum tilverunnar. Þess vegna skyldi fræða börn og ungl- inga um leyndardóma hljómlistar- innar, og aðalatriðum þeirrar kennslu lokið fyrir tvítugsaldur. Drengir og stúlkur ganga í sama skóla (samskólar). Leikfimi skyldu bæði kynin iðka allsnakin, því að borgarar hins fullkomna rfkis eru nægilega „vel klæddir, séu þeir klæddir fötum dyggðarinnar", eins og Platon komst að orði. Útrýma skyldi allri hégómlegri blygðunar- tilfinningu í sambandi við afhjúpun líkamans. Platon hélt því fram í þessari bók sinni um ríkið, að útrýma skyldi ekki aðeins öllum óþörfum tepru- skap, heldur og öllu leiðinlegu striti og erfiðismunum, eftir þvf sem unnt væri. Kennslustarfið á að gera að skemmtun eða leik, fremur en að þjáningu. — Kennara, sem er eins og hann á að vera, mun tak- ast að gera nemendum sfnum leik- fimi hugans eins Ijúfa og skemmti- lega og leikfimi líkamans. Skóli á þess vegna, að dómi Platons, að vera einskonar hugræn fimleika- stöð („gymnasium"), leikvöllur vits- munanna, þar sem nemendurnir leitast við að skara hver fram úr öðrum í hinni heillandi íþrótt gagn- kvæmrar hugsanamiðlunar. Eftir 20 ára aldur gerir Platon ráð fyrir því, að leiðir skiljist. Þeir, sem álítast ekki hæfir til að taka við frekari fræðslu, gerast bændur, verkamenn eða verzlunarmenn. Þeir eru lægsta stéttin. Hinir halda á- fram námi og leggja stund á stærð- fræði, rúmmálsfræði og stjörnu- fræði. En leggja skyldi stund á þessi vfsindi aðallega vegna hins fagurfræðilega en ekki hins hag- nýta gildis þeirra. Grikkir höfðu ekki á þessum tíma mikla þörf fyr- ir verkfræðinga eða aðra, er legðu stund á tæknileg störf, enda var líkamlegt erfiði satt að segja ekki f miklum metum f Grikklandi um þessar mundir. Það voru hin hug- lægu vfsindi og viðfangsefni, sem skipuðu heiðurssessinn. Eftir þrjátíu ára aldur skiljast enn leiðir. Þeir, sem ekki teljast hæfir til að halda áfram námi, teljast til miðstéttar- innar, hermannanna — eða vernd- aranna — eins og Platort nefndi þá: Þeir eru verndarar ríkisins. Þeim er ekki ætlað að ráðast á aðrar þjóðir, heldur að standa á verði gegn árásum þeirra og verja þjóð sína, þegar á þarf að halda. Plat- on var illa við ófrið, en hann hélt þvf fram, að bezta ráðið til að halda ofbeldissinnuðum óvini í skefjum, væri að láta hann vita af sterku vopnavaldi. Þeir, sem standa á þrítugu og eru hæfir til áframhaldandi náms, taka nú að leggja stund á heimspeki. Þarna er um að ræða þá menn og konur, sem veljast eiga til forustu og íhlutunar um stjórn ríkisins. Eftir 5 ár er þessu námi þeirra lokið, þ.e.a.s. hinni fræðilegu hlið þess, en þá tekur við nám í skóla lífsins sjálfs. í fimmtán ár verða heimspek- ingar þessir að taka þátt f venju- legum borgaralegum störfum, og þegar þeir eru fimmtugir, eru þeir fyrst taldir undir það búnir að ger- ast konungar eða ríkisstjórnendur. En þá eru þeir líka komnir á sinn rétta stað. — „Vandræði manna munu engan enda taka, fyrr en heimspekingar hafa tekið við stjórn- artaumunum eða stjórnendur hneigzt að heimspekinámi", sagði Platon. Það er aðalsmerki heimspekings- ins, að hann kemur auga á og skil- ur hinn fullkomna frummyndaheim, sem þessi heimur endurspeglar á mjög ófullkominn hátt. Því er það hlutverk hans að stuðla að því eftir megni, að þessi endurspeglun megi verða sem fegurst og fullkomnust, og þess vegna þarf hann að hafa aðstöðu til þess að geta haft áhrif á stjórn rfkisins, enda ætti hann að vera allra manna hæfastur til að skipa þann veg málum manna, að f samræmi sé við hinar himn- esku fyrirmyndir. Forfeður vorir vildu jafnan fá „beztu manna yfir- Framhald á bls. 45. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.