Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 29
Hlíf
'i
AVON getur fullnægt öllum
yðar óskum
Velpð undirlag úr vökva, kremi eða púðurblöndu. — Hinir silki-
fínu púðurlitir passa við undirlagið. — Bjartir, glitrandi varalitir og
naglalökk í stfl.
Og þá eru það augnasnyrtingin: Augn-skuggar í freystandi litum
sem gerir augu yðar undurfögur. Hugsið vel um útlit yðar, notið
Avon snyrtivörur.
Make-up á nýtízku hátt frá Avon — Avon make-up er eins nýtízku-
legt og tímarnir sem við lifum á. Avon make-up litir eru nýjasta
tízkan — fjölbreytni þeirra er margvísleg.
Avon cosmETics ltd
NEWYORK ■ LONDON ■ PARIS
EX8-66-EA. I
Framhald af bls. 13.
samall og er orðinn taugaveikl-
aður.
Hún hafði stór íhugul augu —
fölt andlit og grannar hendur.
Hún heitir Hlíf. Sérkennilegt
norrænt nafn. Ég minnist enn-
þá augnatillits hennar, þegar hún
nefndi það. Það var eins og hún
sæi í órafjarska land í huldum
sólskinsheimi og að nafnið væri
lykillinn að því.
f fimm daga hafði hún legið
veik uppi yfir mér án þess nokk-
ur hefði komið til að hjúkra
henni. eða hjálpa. Hún var út-
lendingur hér, foreldralaus og
átti sennilega heldur enga vini.
Hve næturnar hljóta að hafa
verið langar og hræðilegar
Fólkið heima er farið að í-
mynda sér að ég sé að verða
eitthvað undarlegur. Ég finn það
á bréfunum. Það ásakar mig um
að ég hafi sökkt mér niður í
óholla tilgangslausa draumóra og
misst sjónar af ánægju og ham-
ingju lífsins.
Ágætt. Látum svo vera. Það
er heldur ekki víst að ég sé fær
um að inna af hendi neitt það,
sem fólki finnst mest um vert.
En ég er ánægður með mína
hlédrægu tilveru. Svo er líka
ein manneskja sem ég er ein-
hvers virði fyrir. Ég sit hjá Hlíf
á daginn. Það gleður hana þar
sem hún liggur, að halda í hönd
mína. Hún horfir stöðugt á mig
meðan ég tala.
Og því skyldu aðrir ekki mega
skemmta sér og syngja sín ætt-
jarðarljóð.
Það er komin yfir mig svo
tær hreinleiki. Hugsanir Hlífar.
Þær sveipast um mig eins og
hvítt lín.
Skyldi hún deyja? Einmitt nú
þegar blómin eru að springa út
og einnig blómknappar hennar
þroskast og kvenleiki hennar
sjálfrar dafnar.
Þegar ég kem inn hefur hún
ótal spurningar á takteinum.
Hvort svanirnir séu komnir,
hvort fjólurnar séu útsprungn-
ar, hvort loftið sé létt eða skýj-
að, hvort ljósu vorfötin séu far-
in að sjást, og hvort ég hafi
heyrt í starranum?
Hún vill heyra mig segja frá
öllu því fagra, sem ég þekki. í
rökkrinu sit ég og segi henni
frá björtum nóttum norðlægra
landa, silfurglitinu yfir fjöllun-
um, sem bíða eftir fyrsta kossi
sólarinnar.
Hún hefur sagt mér að þegar
hún gekk til vinnu, hafi það ver-
ið sér mest ánægja að horfa á
skýin þjóta og tvístrast, þykkna
aftur og taka margbreytilegum
litbrigðum, — og sjá laufskrúð-
ið, hvernig það jókst í stóra
bingi, stærri og stærri með
hverjum deginum meðan trjá-
krónurnar urðu naktari og nakt-
ari, greinarnar æ smágerðari og
loftið umhverfis hvítnaði meir
og meir. Um sumarið lagði hún
oft leið sína um lystigarðinn til
þess að anda að sér ilmi blóm-
anna í reitunum og til þess að
staldra stundarkorn við vatn-
ið og horfa á svanina synda á
því með tígulegum yndisþokka.
Ég skynja hvernig hún stækk-
ar og sál hennar lyftist í mik-
ilfenglegan hreinleika. Stundum
er eitthvað það yfir henni, sem
gerir mig óttasleginn og brjóst-
umkennanlega lítinn. Brjóst
mitt herptist saman. Mér skild-
ist það þá að ég muni ekki heldur
geta verið lengi hér í þessari
háværu veröld með skarkala af
járnbrautum, ríkisþingi og leik-
húsum. Ég krýp niður og gríp
auðmjúkur hendur hennar. Hún
lofar mér að halda í þær — og
horfir út í fjarskann — fram hjá
mér.
Hlíf er frá íslandi. Hún, þessi
grannvaxna, hvíta vera, sem læt-
ur hönd sína líða eins og skugga
yfir ábreiðuna, hún, sem á í
augunum svo ástúðlegan ljóma,
hún segir þessi hörðu „r“ sem
verða svo óþægilega þung í rödd-
inni hennar, sem er annars svo
mild og þýð.
Langt, langt þar norðurfrá þar
sem lítil fastastjarna blikar á
himninum, segir hún að sálir
föður síns og móður sinnar bíði
sín, þar mitt á meðal norður-
ljósanna, sem við sjáum ekki
hér.
Hún lá í rúminu og horfði á
mig og brosti eins og sjúkling-
um er títt að brosa. Svo allt í
einu fór að fara um hana hrollur,
vangar hennar hvítnuðu, æðarn-
ar á enninu undir svörtu hári,
blánuðu, höfuð og armar hnigu
magnþrota niður og augun lok-
uðust. f kvalafullum skjálfta
hneig hún út af í örmum mínum.
Svo kom það — blóðið.
Á eftir varð hún rólegri. Hreyf-
ingarlaus hvíldi hún í faðmi
mínum. Svo fór hún að tala,
fyrst hvíslandi, með andköfum,
svo styrkari rómi. Hún gat ekki
lengur þagað yfir því, sem hún
hingað til hafði verið of stolt
til að minnast á. Frá titrandi
brjósti hennar streymdu brenn-
andi orð um það, sem hún hafði
saknað: vinir, vinstúlkur, ást,
lífsgleði. Hvernig líkami hennar
hafði beðið eftir að finna fyrsta
heita kossinn, hvernig hún, á
dimmum kvöldum hafði staðið og
horft inn um gluggana þar sem
ljós var, söngur og hljómlist og
þráð að vera í hópnum, dansa,
faðmast, elska og vera elskuð.
Varlega þrýsti ég sjúkum lík-
ama hennar að brjósti mínu. Allt
VIKAN 29