Vikan


Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 25

Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 25
þá dásemd að vera nálægt henni. En hann hélt aftur af sér, vegna þess að þau áttu langa leið eftir, og stúlkan var þreytt. Hann mátti ekki gleyma því, að hún þjáðist af hungri, og hafði orðið fyrir slöngubiti. Eitt andartak hafði hann gleymt sér, bölvaður hrottinn! Hann hafði aldrei lagt mikið á sig til að meðhöndla kvenfólk af blíðu, en hann ætlaði að tileinka sér það, hennar vegna. Ef aðeins hann hefði getað gefið henni allt, sem hún þarfnaðist, og haldið burtu frá henni allri þjáningu og sorg! Ef hann aðeins hefði getað leitt hana að borði, hlöðnu af ljúffengum réttum, og boðið henni hvíld í „stóru, ferhyrndu rúmi, með hvitum lökum og páskaliljuvönd- um á hverjum pósti“, eins og segir í gömlu kvæði. 1 Ceuta myndu þau drekka úr lindinni, sem Odysseifur svalaði þorsta sínum úr í þau sjö ár, sem hann dvaldi með Calypso, dóttur Atlasar gamla — eða svo sögðu sjómennirnir. Meða þessum dagdraumum gekk hann áfram og fann ekki til þreytu, og Angelique dottaði á baki hans. Hann bar gleði sína á bakinu. 1 dögun námu þau staðar og bjuggu sér ból á grasbala. Þau leituðu ekki lengur að skjóli; því þau voru viss um, að héðan í frá myndi þeim vegna vel. Augu þeirra mættust í spurningu. Að þessu sinni var hann ekki hræddur við hana. Hann langaði að þekkja hana að fullu og öllu, og virða fyrir sér sæluna á andlitinu, sem hvíldi á gullnu hárinu. Hann var í sjöunda himni af aðdáun. — Aldrei hefði ég haldið, að þú kynnir að njóta svona fullkomlega, sagði hann. — Ég elska þig líka, Colin. —■ Uss! Þú þarft ekki að segja Það. Er allt í lagi með Þig? — Já. — Hafðirðu gaman af þessu? — Ó, meira en það! — Farðu þá að sofa, lambið mitt. Þau nutu ástar sinnar, eins og þau hefðu lengi verið svipt allri hlýju. Aflið, sem leiddi þau saman, var jafn sterkt og þörfin, sem rak þau til að leita að fersku vatni, svo þau kæmust af. 1 faðmlögunum gleymdu þau sorg og þjáningu og allri löngun til að hefna sín á örlögunum. Þau drukku af lifandi vatni vonarinnar, og teyguðu hvort af annars vör- vörum þá göfugu uppgötvun, að ástin væri til Þess að fróa fyrsta mann- inum og fyrstu konunni, og gefa þeim hugrekki til að standast hina jarðnesku pílagrímsför. Aldrei hafði Angelique áður verið í örmum svo stórvaxins og líkam- lega þrekmikils karlmanns. Hún naut þess að sitja á hnjám hans og þrýsta sér að stórum líkamanum, meðan sterkar hendur hans gældu við hana‘. — Mannstu eftir fyrirmælunum, sem ég gaf vesalings félögum okkar? hvíslaði hann. — Hún er ekki handa neinum ykkar og hún heyrir eng- um til. Nú hef ég tekið þig handa mér sjálfum, og þú ert gersemin min. Hvílíkur þorpari ég er! — Það var ég, sem vildi að þú gerðir það. — Ég gerði þetta til þess að vernda sjálfan mig frá þér. Ég hafði þegar haft þig í örmum mínum í garði Rodanis og blóð mitt sauð. Þess- vegna setti ég þessa reglu. Ég sagði við sjálfan mig: — Colin, þú verður að horfast í augu við það.... — Þú virtist svo strangur, svo grimmur. — Og þú sagðir aldrei aukatekið orð. Þú barst Þetta allt auðmjúk, eins og þú værir að biðjast afsökunar á því að vera til. Ég veit, hve oft þú varst hrædd og að niðurlotum komin. Mig langaði til að bera þig þá, en ég hafði gert, sáttmála við félaga okkar. — Það var betra þannig. Það varst þú, sem hafðir rétt fyrir þér, hágöfgi. — Stundum, þegar ég leit á þig, varstu brosandi. Það er bros þitt, sem ég ann meira en öllu. Þú brostir við mér, eftir að slangan hafði bitið þig, og þú beiðst á stígnum. Það var eins og Þú óttaðist mig meira en þú óttaðist dauðann. Þú veizt ekki, hve ég þjáðist, þegar ég hélt að þú værir týnd. Ef þú hefðir dáið, hefði ég lagzt við hlið Þér, og aldrei risið upp framar. — Ekki elska mig svona mikið, Colin, en kysstu mig einu sinni enn. 29. KAFLI Skref fyrir skref og íót fyrir fót héldu þau áfram. Fjöllin höfðu breytzt. Nú voru horfin sedrusviðartrén og grasbalarnir. Veiðibráðin varð sjaldséð og uppspretturnar fáar og langt á milli. Hungur og þorsti tók að þjá þau á ný, en fótur Angelique var gróinn, og henni tókst að lokum að sannfæra félaga sinn um, að hún gæti gengið. Þau fóru hægt, gengu bæði dag og nótt í stuttum áföngum, klöngruðust yfir gil og skörð, milli þverhníptra kletta yfir lágan lággróður. Angelique þorði ekki að spyrja, hvort þau væru ennþá langt frá á- kvörðunarstaðnum, sem virtist fjarlægjast með hverjum fjallgarðinum. Ekkert annað en ganga, ganga og ennþá meiri ganga. Angelique nam staðar. Að þessu sinni mun ég áreiðanlega deyja, hugsaði hún. Hún fann til sívaxandi svima. Það hringdi fyrir eyn^n hennar, eins og fjarlægar kirkjuklukkur hljómuðu inni í höfðinu, og henni var flökurt. Já, aö þessu sinni var daiiöinn áreiöanlega óumflýjan- legur. Hún rak upp lágt óp og féll á hnén. Colin Paturel, sem var næst- um kominn upp á klettinn, sem þau voru að klöngrast upp eftir, flýtti sér til hennar. Hann kraup á kné og lyfti henni upp. Hún kjökraði, en engin tár komu. — Hvað er að, ljúfan mín? Komdu, aðeins ofurlítið hugrekki....... Hann strauk kinnarnar og kyssti þurrar varirnar, eins og til að blása í hana ódrepandi lífsorku sinni. — Rístu upp. Ég ætla að bera þig stundarkorn. Hún hristi höfuðið kjarklaus. — Ónei, Colin. Að þessu sinni er það of seint. Ég dey. Ég heyri kirkjuklukkurnar hringja líkhringingu mína. — Hvaða vitleysa! E'kki láta hugfallast! Bara hinum megin við þennan tind. Hann þagnaði og starði ákafur fram fyrir sig. — Hvað er það Colin? Márarnir? —• Nei, en ég heyri líka eitthvað. Hann stóð upp og hrópaði: — Ég heyri í kirkjuklukkum. Éins og brjálæðingur hentist hann upp á klettinn. Hann baðaði út handleggjunum og öskraði eitthvað, sem hún skildi ekki. Hún gleymdi þreytunni og tók ekki eftir hvössum steinunum, sem skáru fætur hennar, þegar hún flýtti sér á eftir honum. — Sjórinn! Það var það, sem Normanninn var að hrópa. Þegar hún náði honum, dró hann hana að sér og faðmaði hana ákaflega. Þau trúðu ekki sinum eigin augum. Frammi fyrir þeim breiddist glitrandi hafið með gullnum öldum, og aðeins til vinstri var viggirt borg, krök af kirkjuturnum. Ceuta! Ceuta, hin kaþólska! Bjöllurnar í dómkirkjunni voru að hringja til kvöldbæna. Það var það, sem þau höfðu heyrt, og héldu að væri að- eins ofheyrnir. — Ceuta! hrópaði Normanninn. — Ceuta! Svo róaðist hann og tók að hugsa gætilega. Márarnir sátu um Ceuta. Þau heyrðu falibyssuskotin og sáu reykjarslæðu liðast upp í friðsæl ljósaskiptin frá borgarvirkinu. — Við skulum fara þessa leið, sagði Colin Paturel, og leiddi Angelique inn milli kletta. Meðan hún hvíldi sig, skreið hann fram á fjallsbrúnina. Þegar hann kom aftur, sagðist hann hafa séð Þúsund tjöld i her- búðum Máranna, og á hverju um sig var grænn gunnfáni, rétt undir fjallstindinum, sem þau voru uppi á. Þau höfðu næstum vaðið beint ofan í óvinabúðirnar. — Nú verðum við að bíða næturinnar. Hann skipulagði það, sem eftir var flóttans. Áður en tunglið kæmi upp, myndu þau fara niður fjallið og reyna að komast út á ströndina. Þau áttu að hlaupa frá ein- um kletti til annars, og reyna að komast út á eiðið, sem borgin var byggð á. Siðan gætu þau skriðið upp að borgarveggjunum og vonað það eitt, að spönsku varðliðarnir myndu bera kennsl á þau. Þegar koldimmt var orðið, skildu þau allan farangur og vopn eftir, og laumuðust niður fjallið, héldu niðri i sér andanum og stirðnuðu upp í hvert skipti, sem eitthvað losnaði undan fótum þeirra. Þegar þau voru komin næstum niður að ströndinni, þeystu þrír Arabar fram- hjá á leið heim í búðirnar aftur. Fyrir einhvert kraftaverk voru her- skáir hundarnir ekki með þeim að þessu sinni. Um leið og Arabarnir voru farnir framhjá, þutu Colin Paturel og Angelique yfir ströndina og földu sig meðal klettanna þar. Þau fikruðu sig áfram í krókum og hlykkjum, vaðandi í sjó upp að mitti. Beittar skeljar skáru þau. Við og við stigu Þau í holur. Þau urðu að gæta þess vandlega, að standa ekki upprétt, því tunglið reis hægt hærra og hærra og dreifði birtunni á sjóinn í kringum þau. Borgin færðist hægt nær og nær og glitraði á virkisveggina, eins og silfur í tunglsljósinu, og hvolfþök og turnar kirknanna risu upp í stjörnubjartan himininn. Nú voru þau ekki ýkja langt frá fyrsta turninum í yztu borgarvörn- inni. Allt í einu heyrðu þau arabiskar raddir, gegnum öldugjálfrið, og námu staðar í sömu sporum. Þau þrýstu sér að slímugum klettunum og reyndu að samlagast þeim sem mest. Deild af márísku riddaraliði nálgaðist og það glitraði á hjálmana. Hermennirnir stigu af baki á ströndinni, og tóku að kveikja varðeld. Þarna, aðeins fáein fet frá flóttamönnunum, sem þrýstu sér að klett- unum, gegnvotir í söltum sjó, settust Arabarnir að til að halda vörð. Colin Paturel heyrði þá tala saman. Þeim gazt ekki að þeirri skyldu, að standa vörð alveg upp undir virkisveggjum Ceuta. Það var auð- veld leið til að verða sér úti um ör i hjartað, frá einhverri af þessum andskotans spönsku bogaskyttum, um leið og íyrstu geislar dögunar- innar bærust til þeirra. En foringi þeirra hafði gefið fyrirmæli um að halda vörð um þennan stað á nóttunni, vegna þess að leiðsögumennirnir, sem vísuðu kristnum flóttaþrælum veginn, færu ævinlega þessa leið. — Þeir fara i dögun, hvíslaði Normanninn að Angelique. —,Við skul- um bíðan þangað til. — Biða! Þau stóðu í köldum sjónum upp að hálsi, og það sveið í sár og skeinur undan saltinu, öldurnar skvettu framan í þau og þarna urðu þau að berjast móti örmögnun og svefnleysi, og gátu ekki sleppt takinu eitt andartak.... Að lokum, rétt fyrir dögun, gengu Márarnir niður að sjónum og þvoðu sér, söðluðu hesta sína, og um leið og fyrstu geislar sólarinnar færðust yfir sjóndeildarhringinn, stukku þeir í hnakkana og þeystu af stað í áttina að búðunum. Colin Paturel og Angelique drógust upp úr sjónum og létu fallast á hnén, örmagna og að niðurlotum komin. Én um leið og þau höfðu kast- að mæðinni, þeysti annar flokkur máriskra riddara framundan hæðar- dragi og kom auga á þau. Márarnir ráku upp nokkur hróp og beindu hestunum i áttina til þeirra. — Komdu! sagði Colin. Fjarlægðin milli þeirra og borgarinnar virtist jafn endalaus og öll eyðimörkin. Þau héldust í hendur og hlupu, næstum flugu yfir sand- inn, tóku ekki eftir steinunum og skeljunum, sem skáru nakta fætur þeirra, og aðeins ein hugsun komst að: -— Hlaupa! Hlaupa! Ná hliðunum. Arabarnir, sem veittu þeim eftirför, voru vopnaðir múskettum, en það er erfitt að st.jórna slíkum vopnum á stökkvandi hestum. Það hefði verið auðvelt að fella þau með krossboga, en kúlurnar skullu aðeins í sandinum í kringum þau. Framhald á bls. 49. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.