Vikan - 22.09.1966, Blaðsíða 6
Barninu líður vel í húðinni!
Barninu lídur vel-þegar notað er Nivea babyfein.
Hin reynda móðir veit hvers vegna hún velur
'babyfein handa barni sím: Þessar samstiljtu fram-
leiðsluvörur - krem, olía, púður, sdpa - innihalda
allt, sem húðlteknirinn dlítur nauðsýnlegt hinni
viðkvæmu húð barnsins. Börn, snyrt með babyfein,
fa hvörki særindi, né rauða og bólgna húð.
Q
NIVEA
JoÉtjföít'
CEnDiicníinn® ÍDÚ 'ÍP i
oHlnUulnlB W M 1
HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830.
Eins manns sveínsófi
Stærð 145x75 cm.
lengist með bakpúðunum í 185 cm.
Sængurfatageymsla undir dýnunni.
Stólar fást í stíl.
HÚN ER FEIMIN.
Kæri Póstur!
Það vill svo illilega til að ég
er ein af þeim fjölmörgu sem
drepast bráðum úr feimni. Það
er nefnilega þannig mál með
vexti að ég er bálskotin í strák
sem á heima í næsta húsi við mig
og er tveim árum eldri en ég,
en ég er fjórtán. Ég hef aldrei
verið með strák og er farin að
örvænta. Ég er kannske ekki
beint lagleg en er það sem kall-
að er að vera sæt, og er vel vax-
in. Og nú ætla ég að biðja þig
kæri Póstur um ráð til að kynn-
ast þessum strák. Ég hef nokkr-
um sinnum talað við hann og veit
að hann er líka dálítið feiminn.
B. X. Z.
P.S. þú mátt svara með eins mikl-
um útúrsnúningum eins og þú
vilt, bara ef þú kemur með gott
ráð.
B. X. Z.
Veiztu hvaða áhugamál hann hef-
ur? Reyndu að komast að því,
og ef hann er t.d. bítilóður, get-
urðu reynt að verða þér út um
góða bítlaplötu og spila hana svo
hátt og lengi við opinn glugg-
ann, að hann komist ekki hjá
að heyra — og heillast. Annars
er þér engin ástæða til að ör-
vænta strax, aðeins sú sem er
20—21 ára og hefur aldrei „ver-
ið með strák“ þarf að fara að
athuga sinn gang, svo þú getur
verið róleg næstu sex árin. En
reyndu þetta með bítlaplötuna —
er ekki guli kafbáturinn í al-
gleymingi núna?
UNGLINGAVANDAMÁL.
Kæri Póstbréfsvarari!
Ég hefi orðið vör við að nú
er orðið mikið hitamál í þætti
þínum, hvorum það er að kenna,
stjómarvöldunum, eða heimilun-
um, ef unglingamir fara í hund-
ana. Þótt ég sé enn bara talin
unglingur, langar mig að leggja
hér orð í belg. Ég tel mig eiga
yndislega foreldra og gott heim-
ili. Ég hefi mitt eigið herbergi,
og mó bjóða heim kunningjum,
hvenær sem er. Líka þótt gestir
séu hjá pabba og mömmu. Þrátt
fyrir þetta allt, hefi ég ekki allt-
af verið fyrirmyndar unglingur.
Ég og systir mín vorum töluvert
úti að skemmta okkur. Komum
heim seint á kvöldin bg gegnd-
um engu af því sem „karlinn og
kerlingin voru að pípa“. Við
töldum þau ekkert hafa vit á
því hverng ala átti okkur upp.
Við gátum gert það sjálfar. Við
lentum jú í okkar vandræðum,
en komumst frá því af eigin
rammleik. Nú er ég talin fyrir-
myndar heimasæta, ein af þess-
um ágætu unglingum, í góðri
stöðu og búin með skóla. Systir
mín er gift og orðin 'fyrirmyndar
húsmóðir. Ég myndi aldrei kenna
hvorki þjóðfélaginu né foreldrum
mínum um víxlspor mín. í sum-
um tilfellum er kannske hægt að
kenna heimilunum um víxlspor
unglinganna, en það er ekki oft.
Ég álít að allir unglingar eigi
sitt erfiða timabil (frá 14 til 16
ára) meðan þeir eru að reyna
að skilja sjálfa sig og vita ekki
hvað þeir vilja. Ég álít að á
þessum árum sé bezt að ungl-
ingarnir fái að vera sem mest
í friði og taka sem flestar af
ákvörðunum sinum sjálfir. Og að
síðustu, hvernig er skriftin og
stafsetningin
Unglingur.
Það er á bréfi þínu að sjá, að
víxlsporin séu ekki ýkja mörg
eða hastarleg, og kemur þar
sennilega tvennt til: Góðir for-
eldrar og gott upplag. Jafnvel
þótt þið systur gerið ykkur ef
til vill ekki grein fyrir því, hefur
afstaða og aðferð foreldranna gíf-
urlega mikið að segja, þau „pípa“
kannski eitt og annað sem þið
látið inn um annað eyrað og út
um hitt, en sumt af því síast inn
og það er mest um vert. Og það
er ekki einasta nöldur foreldr-
anna við börnin, sem áhrif hef-
ur, heldur framkoma þeirra og
viðhorf hvors til annars og hug-
arfar þeirra almennt. Það er al-
veg öruggt mál að þjóðfélagið —
og foreldramir sem uppalendur
og þjóðfélagsþegnar — hafa
mest að segja í þessum málum
og öðrum þem, sem varða „ungl-
ingavandamálið“ og önnur mál
samfélagsins.
BÍLAKYNNING.
Kæri Póstur!
Einhvern tíman í fyrra, eða
þar áður, birtuð þið hjá Vikunni
myndir af þeim bifreiðum sem
voru á markaðinum (nýja bíla)
það árið ásamt áætluðu verði
hverrar tegundar.
Þetta var í alla staði mjög gott,
6 VIKAN