Vikan


Vikan - 27.04.1967, Side 11

Vikan - 27.04.1967, Side 11
Bófi Fálki Grís Herksa Jóra Kára HELGI SÆMUNDSSON SKRIFAR Samóel Dói Eeoert GuOni Hermann Nómi Póla Anna Erna Hnlda Kristín Marorót nn ber við, að rædd sé opin- berlega sú óhæfa íslenzkra 3 stiórnarvalda að krefjast nafn- breytingar af útlendingum, sem fá ríkisborgararétt hér- lendis. Samt virðist skammt þokast í leiðréttingarátt. Alþýða lætur sig slík mál litlu varða, og mennta- mennirnir bregðast í þessu efni skyldu sinni. Mór verður stundum til þess hugs- að, þegar nafnbreytingar nýrra ríkisborgara eru ræddar, hvað ís- lendingum fyndist, ef þeir yrðu að lúta sömu fyrirmælum og hér tíðk- ast. Sú viðmiðun er alls ekki frá- leit. Þúsundir Islendinga hafa flutzt til annarra landa og tekið sér þar bólfestu. Auðvitað hafa þeir fengið að halda nöfnum sínum. Hér er hins vegar annar háttur á hafð- ur. Stjórnarvöld svipta nýja rík- isborgara fyrra heiti og láta þá þannig afneita ætt sinni og uop- runa. Slík andleg grimmd er furðu- leg villimennska. Jón Jónsson úr Húnaþingi, er að sezt í Kanada, svo að dæmi sé tekið, fær að halda nafni sínu. Kannski heitir hann að nokkrum tíma liðnum John Johnson, en við- komandi hefur þá ráðið nafnbreyt- ingunni sjálfur og ekki verið beitt- ur neinu ofriki löggjafar eða stjórn- arvalda. Kanadamaður, sem gerist íslenzkur ríkisborgari, verður aftur á móti iðulega að breyta um skírn- arheiti og leggja auk þess niður ættarnafn. Slík harðneskja mun eins- dæmi í veröldinni. Hér tókst Islend- ingum loksins að setja heimsmet, svo að um munaði. Skopmyndin sýnist grátleg i stærri spegli. Setjum svo, að ís- lendingar hefðu aldrei glatað sjálf- stæði sínu og ákveðið núgildandi reglu um nafnbreytingar nýrra ríkis- borgara við stofnun alþingis á Þingvelli. Látum ennfremur snill- inga eins og Omar Kajam, William Shakespeare, Johann Wolfgang von Goethe og Alexander Pusjkin hafa flúið heimalönd sín á miðjum aldri og kosið sér staðfestu á íslandi. Kannski hefðu þeir haldið skírnar- heitunum, en ættarnöfnin væru úr sögunni og mennirnir sennilega nefndir Omar Kristjánsson, Vilhjálm- ur Sigurðsson, Jóhann Gautason og Alexander Pétursson. Samlíkingin er ekki fjarri lagi. Fjöldi heimsfrægra manna gerðist landflótta ár seinni heimsstyrjald- arinnar. Hugsum okkur, að Stefan Zweig, Alberf Einstein og Arturo Toscanini hefðu gerzt íslenzkir rfkis- borgarar og unnið það til að leggja niður ættarnöfn sín. Hvað myndi siðað mannkyn halda um þjóðfé- lag, sem hefði skírt þá upp og kallað Stefán Sveinsson, Albert Einarsson og Artúr Teitsson? En höfum við ekki þegar til þess unnið að teljast viðundur í þessu efni, þó að þessir hafi sloppið? Nafnbreytingum nýrra íslenzkra ríkisborgara á að hætta af því að sú regla er villimannlegur ósiður. Niðjar þeirra munu fella heiti sín að íslenzkri málvenju, þegar fram 10 VIKAN 17'tw- líða stundir, án þess að þvingun og valdfrekja komi til. Reglan er þess vegna óþörf. Og hún sæmir ekki frjálslyndri menningarþjóð eins og Islendingum. Deilan um ættarnöfn íslenzkra manna er af öðru tæi. Afskipta- semin að banna þau bitnar á ís- lendingum sjálfum. Hún er hins vegar furðuleg. Ættarnöfn geta verið fögur og samræmzt prýði- lega íslenzkri málvenju. Auk þess , virðist lítill munur á, hvort íslenzkt barn kennist með heiti sínu við ætt eða föður. Og ættarnöfnin eiga sér vissulega sögu. Þau eru mjög hliðstæð viðurnefnunum fornu og tvínefnunum nú og því engan veg- inn óíslenzkulegt fyrirbæri. And- staðan gegn þeim var stórmennska, sem spratt af minnimáttarkennd. Sá tími ætti að vera liðinn. íslendingar I hafa öðlazt sjálfstæði 05 fullveldi. Og hverjum dettur sú fjarstæða í hug, að ættarnöfn geri menn lakari íslendinga? Voru ekki Bjarni Thor- arensen, Jón Thoroddsen og Grímur Thomsen sæmilegir íslendingar, þó að þeir bæru ættarnöfn? Hins veg- ar skiptir val ættarnafna máli, en svo er og um skírnarheiti. Og und- arlegt virðist að banna ný ættar- nöfn fyrst sumum íslenzkum borg- urum leyfist að halda gömlum er- lendum sið um nafngiftir Stúlka, sem giftist Briem eða Mels*eð, fær að taka upp ættarnafn manns síns pins og sjálfsagt er. Hvaða rök mæla þá gegn því, að ný ættar- nöfn séu viðurkennnd, ef þau eru í samræmi við lögmál íslenzkrar tungu? Og hvers vegna ekki að taka upp til samræmis þá ströngu og fráleitu reglu að banna skil- | yrðislaust ný skírnarnöfn? Bannið við ættarnöfnum nær held- ur ekki tilgangi sínum, þrátt fyrir lagaómyndina frá 1925. Eins konar ættarnöfn tíðkast enn á íslandi með þeim hætti að skíra börn tveimur heitum. Slíks eru mörg dæmi. Þess vegna ber að afnema bannið og setja fólki í sjálfsvald, hvernig það , kennir sig við ætt og uppruna. Hitt er ekkert áhorfsmál, að eftirlit sé með nafngiftum, hvort heldur ætt- j arnöfnum eða skírnarheitum. Við- leitnin að útrýma ónefnum á ekkert skylt við ættarnafnabannið. Hún ætti einmitt að vera kjarni málsins. Forn tvínefni eins og Þorbjörn Kolka, Ketill Brúsi, Snæbjörn Galti, Eyvindur Hjalti, Þorkell Máni, Þor- ' björg Katla, Þórir Jökull, Eiríkur Bolli og Arnór Frosti láta harla vel í íslenzkum eyrum. Sama gildir um f sum ættarnöfnin, er upp voru tekin áraskeiðið frá 1913 til 1925 eða áður. Hvað er athugavert við nöfn eins og Guðmundur Kamban, Jakob Smári, Birgir Kjaran, Jón Múli eða Asmundur Brekkan? Myndi sagan úrskurða þessa menn betri fslend- inga, ef þeir hétu Guðmundur Jóns- son, Jakob Jóhannesson, Birgir Magnússon, Jón Árnason eða Ás- mundur Friðriksson, að þeim heitum vitaskuld ólöstuðum? Þó er upptaln- ingin aðeins af handahófi. Nýyrða- smíði hentar íslenzkunni vel og al- veg eins ef ættarnöfn eiga í hlut og skírnarheiti. Ættarnöfnin eru líka síður en svo óþjóðleg. Þau tengja fólk uppruna sínum öllu traustari böndum en að sónur kenni sig við föður eins og núgildandi lög mæla fyrir. Munurinn er helzt smekksatriði. Og stjórnarvöld eiga ógjarnan að hafa vit fyrir einstakl- ingum í þessu efni. Hann skal ráða nafni sínu, ef honum verður ekki á að velja sér og sínum ónefni. Nafn- val er einkamál og heilagur réttur. Krafan um nafnbreytingu útlend- inga, sem gerast íslenzkir ríkisborg- arar, og bannið við ættarnöfnum er fjarri lagi. Við varðveitum ekki þjóðerni eða tungu með slíkum og þvílíkum fíflalátum. Sá vandi er annars eðlis. Kínamúr hvimleiðra fordóma eykur hann. Óhæfan að svipta nýja ríkisborgara nöfnum þeirra og setja íslendingum bjána- lega reglu um, hvernig þeir skuli kenna sig við ætt og uppruna, staf- ar af heimskulegum þjóðernishroka. Af honum verður enginn maður meiri, en margur minni. Glöggt dæmi um þennan við- sjárverða þjóðernishroka er sú í- myndun, að íslendingasögur megi ekki gefa út á þeirri stafsetningu, er tíðkast hverju sinni. Því er ekki að heilsa, að Njála, Heimskringla eða Egils saga skuli prentaðar á stafsetningu Snorra Sturlusonar eða annarra, sem færðu rit þessi upp- haflega í letur. Stafsetningin, sem þeim er ætluð, varð til að höfund- um íslendingasagna löngu látnum. Hún er því hvorki upprunaleg né í samræmi við nútímann. En óraun- hæf íhaldssemi í stafsetningarmál- inu hefur orðið til þess, að ódýra og handheega lesútgáfu þeirra bók- mennta, sem dýrastar gersemar munu á Norðurlöndum, getur ekki. Æskan í landi Egils, Ara og Snorra fer þeirra því mjög á mis. Hún missir af gulli, sem á að glitra I lófa henni og vera (slendingum óskasteinn. íslendingasögurnar eru ekki á markaði nema í fræðiútgáfu, sem tekur áratugi. Slík öfugþróun á öld fræðslu og menntunar er dimmur og þungur skuggi á land og þjóð. Þessi viðhorf eru ekki rædd að kalla. Hins vegar rís hér sem risa- bylgja kjánaleg deila um, hvernig myndskreyta beri sýnisbók valinna kafla úr íslendingasögunum ætlaða unglingum í íslenzkum skólum. Það skiptir máli, að Halldór Pétursson dragi varfærnislegar myndir af Gunnari eða Njáli, Gretti eða Gunn- laugi og athæfi þeirra. Hitt liggur í þagnargildi, að snjöllust orðlist norrænnar tungu og frábær menn- ingararfur sé eins og gull grafið í jörðu. íslendingar ættu að biðja Sameinuðu þjóðirnar að annast út- gáfu íslendingasagnanna hér á landi, en kosta sjálfir til þess, að þær verði þýdd'ar og prentaðar á ensku, frönsku, rússnesku og kfn- versku. Þá yrði stafsetningin naum- ast vandamál. Bretar geta ekki án verið leik- ritanna, sem kennd eru við William Shakespeare. Danir hafa á boð- stólum margar útgáfur ævintýr anna, sem H. C. Andersen samdi. Heimskringla er Norðmönnum hjart- fólgin líkt og biblían. Hvað þá um íslendingasögurnar? Við þurfum ekki aðeins að endurheimta hand rit úr erlendum söfnum. Islending- um ber að varðveita og koma á framfæri við sérhverja kynslóð þeim bókmenntum, sem forfeður okkar skráðu sér til ódauðlegrar frægðar og gáfu niðjum sínum, meðan riki íslenzkrar tungu var heimsveldi. En víkjum á ný að greinarefninu. Enn mun sitthvað ósagt. Lögin um mannanöfn frá 1925 mæla þannig fyrir í 4. grein: „Ekki mega menn bera önnur nöfn en þau, sem rétt eru að lögum íslenzkr- ar tungu. Prestar skulu hafa eftirlit með, að þessum ákvæðum sé fylgt. Rísi ágreiningur um nafn, sker heimspekideild háskólans úr". Hér er ekki átt við ættarnöfn íslendinga eða ríkisborgara af er- lendum uppruna, því að þau eru bönnuð samkvæmt nefndum lögum. Þessum fyrirmælum er ætlað að tryggja frónbúum fögur skírnar- heiti. Hvernig hefur svo til tekizt I því efni? Fróðlegt væri að vita, hvað heim spekideild háskólans hefur oft þurft að úrskurða um íslenzk mannanöfn vegna ágreinings foreldris og prests. Á því atriði kann ég engin skil. Hitt orkar varla tvímælis, að nafngiftir íslenzkra barna séu iðulega fjarri lagi. Það ákvæði laganna, sem á að vera aðalatriði, er hróplega van- rækt. Slíku var raunar við að búast. Lögin eru svo neikvæð, að þau geta ekki komið að gagni. Þvi til sönn- unar vek ég athygli á 6. grein þeirra-. „Stjórnarráðið gefur út skrá, eftir tillögum heimspekideildar há- skólans, yfir þau mannanöfn, er nú eru uppi, sem bönnuð skulu sam- kvæmt lögum þessum. Skrá þessi skal send öllum prestum landsins. Skráin skal gefin út á hverjum 10 ára fresti að lokinni útgáfu hins almenna manntals". Sýnu nær hefði verið að fá prestum landsins í hend- ur skrá yfir þau nöfn, sem fögur þykja, en þennan fyrirhugaða bann- lista. Hann er Kka ókominn til sög- unnar, þó að liðnir séu fjórir ára- tugir frá lagasetningunni. Stjórnar- ráðið hefur framkvæmt lögin dyggi- lega að þv( leyti, er síður skyldi, en vanrækt það ákvæði, sem helzt var þörf á. Sú sök er raunar eink- um hjá alþingi, er mælti fyrir um bannlistann ( stað þess að hlutast til um löggildingarskrá fagurra !s- lenzkra mannanafna. Stjórnarráð- inu er vorkunn að hafa ekki hlutazt til um upptalningu ónefna, sem bú- ið er að klína á saklaus börn. Hér á við, að seint sé að byrgja brunn- inn þá barnið er dottið ofan (. Bókin „(slenzk mannanöfn", sem Framhald á bls. 37. Sara Rut Olsa Maonea Klara Eva Atfam Áoóst Bertel Bóas Bói Eðvarð Elías Emil Felix Góstaf Hinrik ísak Jens Karvel Níels Ottó Róbert Samóel Viggó Alma 17. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.