Vikan


Vikan - 27.04.1967, Qupperneq 13

Vikan - 27.04.1967, Qupperneq 13
ÞaS augnablik, sem dótt- urinni finnst hún vera eldri en móSirin, er kannski tómlegt, en um leiS getur þaS líka veitt öryggi og gleði....... agur, hefði lyndað sér hún hljóð- lölina, tár- nnar hafði iða eilífð? ðrar konur emmta sér - Nei, það illi trjánna. irar laugar- lagskvöldin vann lengi 31 Itaf í há- íta skemmt- gskvöldum. og mamma ti oft niður gu þau te, osti, sátu getur ekki samkvæmi. jm, sá hún kreytt, með <aði andar- 5 ná meira iðir hennar la til nauð- völd, fyrir ona fallega i hafði það n á borðinu taf, meðan á gátt. — við símann, /rir framan f jörulallinn ar að lalla að er vind- illegt svona, i þværð það eftir megni. lauslega. — líka að þvo Mamma hennar andvarpaði. — Þið Anetta eruð meiri kerlingarnar. Þið eruð með blautt hár hálfa dagana. Komdu, við skulum fara að borða. Þær sátu aldrei lengi við matarborðið. Eftir klukkutíma voru þær búnar að borða og ganga frá í eldhúsinu. Judy sparkaði af sér skónum og fleygði sér upp í sófann í dagstofunni. Mamma hennar settist í hægindastól við arin- inn. Hún var í grænum kjól, með rennilás og Judy fannst hann andstyggilegur, því að hann gerði hana feita. En andlit hennar var svo ung- legt, sólbrúnt eftir garðyrkju og dökkbrúnt hár- ið svo fallegt. Judy blaðaði ! kvöldblaðinu til að finna sjón- varpsdagskrána. — Það verður líklega sæmileg mynd í hálftíma í kvöld. Það er hreint krafta- verk. — Það er ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu, ég gáði að því áðan. Hvað segirðu um að koma í stafaleik. Eg finn það á mér að ég vinn þig í kvöld, sagði Judy. Móðir hennar setti upp spilaborðið og þær spiluðu af ákafa í hálftíma. Þá sáu þær að leikurinn myndi verða langdreginn, svo þær ákváðu að gefast upp. — Ég held að ég verði að koma því af að skrifa Helenu, sagði mamma hennar. — Ég hefi ætlað að gera það í margar vikur. Judy rölti um dagstofuna í nokkrar mínútur, en fór svo upp á herbergið sitt, skreið undir sæng og fór að lesa skáldsögu, sem hún var nýbyrjuð á. Hún gat ekki fest hugann við bók- ina, byrjaði aftur og aftur á sama kaflanum, en að lokum náði hún því að sökkva sér niður ( lesturinn, og las þangað til hún lauk við bók- ina, tveim stundum síðar. Þegar hún leit upp, varð nú undrandi yfir þvf hve framorðið var, og flýtti sér niður. Skriffæri móður hennar voru á borðstofuborðinu. Ljósblá örk var efst á blokk- inni, en þar stóð aðeins ,,Elsku Helena", annað hafði hún ekki skrifað. — Mamma? Judy beið eftir svari, en fékk ekkert. Hún hljóp inn ! dagstofuna, en nam staðar, þegar hún sá móður sína steinsofandi ! hægindastólnum. Sjónvarpið var opið, þar var einhver eldgömul mynd, ein af þeim sem mammá hennar hafði andstyggð á, en það var lokað fyrir hljóðið. Á borðinu stóð bolli, hálfur af köldu kaffi. Hönd hennar hékk máttlaus yfir stólbríkina, fingurnir snertu aðeins blátt gólf- teppið. Judy stirnaði upp og hrópaði: — Mamma! Móðir hennar hrökk upp og það tók hana smástund að átta sig. Hún þrýsti handleggnum fast að brjósti sér, eins og að henni væri kalt. — Hvaða mynd stilltirðu á? sagði Judy og tók kaffibollann. — O, ég veit það ekki. Hvað er klukkan? — Það er orðið framorðið. Ég er búin með bókina. Móðir hennar tók bollann af henni og bar hann fram í eldhús. — Ég ætla að vera svolítið lengur ó fótum. Kannski ég geti klárað þetta bréf. Hún klappaði Judy blíðlega á kinnina. — Farðu bara að hátta, elskan, þú ert orðin glaseygð. Judy fór upp. Meðan hún var að hátta sig, tók hún eftir því að tunglið var aðeins hálft, hún sá það gegnum þríhyrnda gluggann yfir bókaskápnum. Hún skreið upp í rúmið og horfði á tunglið. Einu sinni, þegar hún var lítil, sá hún tunglið í þessu ástandi, og hún hélt að það hefði brotnað. Hún hljóp þá til föður síns og bað hann um að laga tunglið, en hann sagðist ekki vera góður tunglsmiður. Nokkrum dögum slðar var tunglið fullt og í fínu lagi; þá vissi hún að faðir hennar hafði ekki brugðizt henni. Hann gat gert við allt. Og hún hafði alizt upp við þá hugsun. Faðir hennar gat á einhvern hátt kippt öllu í lag. Og þegar hún varð eldri, og fékk erfiðari vandamál heldur en brotið tungl að glíma við, gat hann alltaf komið því þannig fyrir, að öll vandamál leystust á auðveldan hátt. Hún heyrði eitthvert skrölt í eldhúsinu. Judy hlustaði ákaft. Hvað gat móðir hennar verið að gera? Drottinn minn, hugsaði hún, láttu hana ekki fara að þvo skápa núna. Eða að fægja silfrið. Stundum gerði hún eitthvað í þá áttina, þegar hún gat ekki sofið. Judy velti sér á magann og þrýsti andlitinu ofan í kodd- anna, en hún gat ekki útilokað hugsanir sínar. Síðasta laugardag hafði hún komið að móður sinni, þar sem hún var að raða ! tauskápinn, klukkan þrjú um nóttina. Og svo kom nafnið Mitchell Baker upp í huga hennar, eins og eldur, sem hún gat ekki slökkt. Hún mundi að hann var hár og grannur, svo- lítið grásprengdur í vöngunum. Anetta sagði að hann hefði yndi af tónlist. Mamma hennar var líka tónelsk. Hver veit, kannski eitthvert laugar- dagskvöld . . . Judy settist upp. Hún vafði teppi um axlirnar og horfði út um gluggann. Þannig sat hún lengi, hún mundi ekki hvenær hún féll í svefn. Framhald á bls. 33. i7. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.