Vikan


Vikan - 27.04.1967, Side 20

Vikan - 27.04.1967, Side 20
Ifestup á fiöPflHm Hádegi á Þingeyri við Dýrafjörð. Það er engin asi á umferðinni. Börnin víkja kúnum eftir miðri götúnrii, traktor með kerru, jeppi með hey- vagn. Og handan vegar- ins sjást járnstaurarnir sem áttu að fara í nýju bryggjuna. O Þar sem heitir Strandgata 1 á Patreksfirði, er lítið, járnvarið timburhús með lágri girðingu í kring. Það er hvönn í garðinum og allt er gamalt og veðrað og strokið af hirðusemi. Þegar myndin var tekin, var glampandi sólskin og sunnanundir húsinu situr gamall maður með kúlu- hatt og lætur sólina verma sig: Sighvatur Ámason. Hann er einn af eldri borgurum á Patreks- firði, fæddur í Reykjavík 1882, en flutti aldamótaárið vestur til Patreksfjarðar og hefur verið þar heimilisfastur síðan. Ekki það að hann hafi ekki farið af og til út úr plássinu; hann hefur jafnan unnið út og suður, meðal annars bæði í Englandi og Danmörku og á stríðsárunum var hann á togara. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt, meðal annars verið lengi við múrverk og stundað sjóróðra. Húsið hét áður Litli Kambur og þar hafa þau hjónin búið síðan 1934. Frúin er einnig langt að komin, frá Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, hún heitir Kristjana Einarsdótt- ir. Þau kynntust á Patreksfirði og framan af vildi Kristjana flytjast þaðan í burtu en Sighvatur kunni alltaf vel við sig og réði því að þau urðu kyrr. Lítið kauptún við stóran fjörð; Bíldudalur við Arnarfjörð. Þarna bjó Þorsteinn Erlingsson um tíma og þarna voru öll þau umsvif sem Pétur Thorsteinsson hafði á sinni tíð, faðir Muggs listamanns. Þetta kauptún er líkt öðrum vestfirzk- um; sum húsin síðan á kreppu- árunum, lítil og gerð af vanefn- um, sum í smíðum, fokheld eða tilbúin undir tréverk og lík öðr- um nýjum húsum. Það var sólbjart yfir Arnarfirðinum þennan dag og vegurinn inn í plássið sléttur eins og raunar flestir vegir á Vest- fjörðum. Tvær ungar, sætar og saklausar í Bíldudal. Því miður höfum við ekki nöfnin, en þær kunna ber- sýnilega vel við sig í Bíldudal og þær væru varla mikið ánægðari þótt þær væru komnar til París- ar. <Z> i ; Þeir sem uppaldir eru eða búið hafa í sjávarpláss- um kannast vel við þessa sérstöku stemmingu, sem verður á góðvirðisdögum, þegar konurnar hengja út þvottinn og sængurverin fyllast af vindi en þvotta- lyktin berst um plássið og blandaSt annarri vel þekktri lykt frá fiski, tjöru, hampi og sjó. Myndin er frá Þing- eyri. 20 VIKAN 17-tbL Hér er landslag stórhrika- legast á Vestf jörðunum: Breiðadalsheiði, þar sem vegurinn liggur á milli Ön- undarfjarðar og Skutuls- fjarðar. Samkvæmt hinni nýju Vestfjarðaráætlun um samgöngur, á að gera jarð- göng gegnum efsta hjallann í Breiðadalsheiði og verður þá mun greiðfarnara og oft- ar fært milli ísafjarðar og Flateyrar. Á myndinni sést aðeins í Önundarfjörðinn en handan hans er Gemlufalls- heiði og yfir hana liggur leiðin til Dýrafjarðar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.