Vikan - 27.04.1967, Síða 23
viðsjárverðir, að þeir eiga auðvelt með að draga barn út í vatn 'og
drekkja því. Angelique flýtti sér til hans og tók í höndina á honum.
— Stattu ekki svona nálægt vatninu, elskan. — Svanirnir eru skap-
vondir.^
— Éru þeir skapvondir? spurði hann og leit á hana himinbláum aug-
um. — Samt eru Þeir svo íallegir, svo hvítir ....
Lítil þrýstin hönd hans var hlý og full trúnaðartrausts. Hann tritlaði
við hlið hennar án þess- að hafa nokkurn tima af henni augun. Henni
hafði aldrei fundizt hann neinum öðrum líkur en Philippe, en Gontran
hafði rétt fyrir sér. 1 litla, rjóða andlitinu, sem starði á hana, sá hún
eitthvað, sem minnti á Cantor, munnsvipinn, drættina í kringum hök-
una, sem höfðu verið einkenni sumra de Sancé barnanna: Josselins,
Gontrans, Denis, Madelon, Jean-Marie....
— Jú, þú ert líka einn af mínum sonum, hugsaði hún. — Þú lika,
litli, fallegi, strákurinn minn.
Hann svaraði upphátt: — Já, mamma, já, mamma, með bjartri barns-
röddu, fullri af tilfinningu.
Var hann einfaldur? Sennilega ekki. Augu hans með þykkum bráhár-
unum báru sama einbeitta og ofurlitið sorgmædda svipinn sem augu
föður hans. Var hann ekki eins og Philippe hafði verið: Einmana, lítill
broddborgari í húsi, sem hann mundi erfa einn góðan verðurdag? Hún
þrýsti honum að hjarta sér. Hún hugsaði um Cantor, sem hún hafði
svo lítið getað gælt við, og nú var hann dáinn. Ofsafengnar erjur full-
orðna fólksins tóku allan tímann, hún hafði ekki einu sinni tíma til þess
lengur að vera góð móðir! Hún lék sér oft við Florimond og Cantor,
þegar þau voru enn fátæk og áttu heima í litla húsinu i Francs-
Bourgoies. En síðan hafði hún oft sent Charles-Henri burt frá sér, og
það var slæmt, Þvi hún gat ekki afneitað þeirri ást, sem hún hafði borið
i brjósti til Philippe. Það var önnur ást og öðruvísi en sú, sem hún hafði
gefið eiginmanni sínum, en samt ást og uppfylling æskudraums, afleið-
ing af tvísýnni og harðsóttri baráttu, frændsemisböndum, sem höfðu
tengzt, þegar þau voru bæði unglingar heima í sínu eigin héraði.
Hún tók andlit drengsins í báðar hendur sér og kyssti hann biíðlega
hvað eftir annað.
— Mér þykir ósköp vænt um þig vinur, þú veizt það ...
Hann hreyfði sig ekki fremur en fanginn fugl. Aðeins varir hans að-
skildust í undrunarbrosi.
Florimond kom i ljós milli trjánna og hoppaði til þeirra á öðrum fæti.
— Vitið þið, hvað við skulum gera á morgun, strákar? spurði Ange-
lique. — Við skulum fara í elztu og ljóstustu fötin okkar og fara út i
skóginn að veiða vatnakrabba.
— Bravo! Bravissimo. Evviva la mamma! hrópaði Florimond, sem Fli-
pot var að kenna itölsku.
FJÓRTÁNDI KAFLI
Þetta var dásamlegur dagur, þar sem beiskju og ógn framtíðarinnar
gætti ekki. Skógurinn umlukti þau með mildum, gullnum greinum. Alls-
staðar var sóiskin, glam))aði á gulum eikurn, rauðum blómum og brún-
gullnum kastaníum. Kastaniulineturnar féllu á gljúpan skógarbotninn
og skurn þeirra opnaðist og í ljós kom glæstur ávöxturinn. Charles-
Henri hrópaði upp yfir sig af ánægju yfir að sjá svona mikið góðgæti,
og tróð eins miklu og hann kom í vasana á bleiku línbuxunum sinum.
Hvað myndi Barbe segja? Þrátt fyrir fyrirmæli Angelique hafði hún
klætt hans eins og hann ætti að fara í gönguferð um Tuileries garðana.
1 fyrstu hafði hann horft kvíðafullur á fallegu fötin, þegar á þeim fór
að sjást grasgrænka, en svo þegar hann sá, að Angelique var sama
jókst honum kjarkur, og hann reyndi að klifra upp í tré; Paradís lá
opin fyrir honum og það var móður hans að þakka. Hann hafði alltaf
vitað, að hún var samnefnari allrar æsku, og það var þessvegna, sem
hann starði svo lengi á mynd hennar á hverju kvöldi.
Flipot og faðir de Lesdiguierés höfðu komið með þeim. Angelique
fann til nokkurs stolts yfir því, að Florimond og ungu mennirnir fylgd-
ust með henni og dáðust meira og meira að henni, eftir því sem hún
leiddi þá lengra, eftir að því er virtist ósýnilegum stígum, og lauk upp
fyrir þeim leyndarmálum skógarins. Þessi hlið hennar var svo ný fyrir
mönnum, sem höfðu kynnzt henni við hirðina, að þeir vissu varla
hvað þeir áttu að halda, en svo greip veiðigleðin þau öll og þau sam-
einuðust heilshugar við veiðarnar. Þau ösluðu saman í vatninu eða
lágu endilöng á grúfu á bökkunum og horfðu á vatnakrabbann skríða
í áttina að gildrunum, sem beittar höfðu verið með kjötafgöngum.
Florimond var ofurlítið sár yfir að geta ekki gripið vatnakrabba í
höndina, eins og Angelique liafði gert nokkrum sinnum. Hún hló, þeg-
ar hún sá óánægjusvipinn á andliti hans, og hjarta hennar þandist út
af ánægju við þá tilhugsun, að hún væri aftur að vinna sér álit hans.
Þegar leið þeirra lá eitt sinn í gegnum rjóður, mættu þau norninni
Mélusine. Gamla konan var að tína sveppi, og kræklóttir fingur
hennar eins og fikruðu sig eftir jörðinni. Koparbrún lauf þyrluðust
í kringum hana fyrir vindinum, eins og þau væru að dansa eftir fram-
andlegum reglum í heiðursskyni við þann furðuanda, sem átti sér
bólstað í svartri, kroppinbakaðri verunni með snjóhvíta hárinu, sem
glitraði eins og snjór.
Angelique kallaði upp: — Mélusine! Hæ, þarna!
Nornin rétti úr sér og horfði á þau nálgast, en í stað Þess að róast,
þegar hún sá konuna, sem hún hafði sagt að hefði jafnan styrk á við
hana sjálfa, fór hryllingssvipur um andlit hennar, og hún rétti fram
hendurnar til að hindra þau í að koma nær.
— Farðu burt, farðu burt! Bölvun hvilir yfir móðurhlutverki þínu!
Svo flúði hún inn í skóginn. I sama bili byrjaði að rigna, og þau
leituðu öll skjóls í flýti undir einu borðinu í steinborðarjóðrinu. Þar
voru þau í skjóli fyrir regninu. Á einn steininn, sem stóð undir borð-
inu, hafði til forna verið meitlað hveitiax, tákn allsnægtanna. Þar sem
þau sátu i skugganum, í ilminum af trjákvoðu og lyngi, sagði Flori-
mond, að þetta minnti hann á leiðangra hans neðanjarðar, nema hvað
venjulega hafði ekki verið svona góð lykt af þeim.
Mér þykir gaman að slikum rannsóknum, sagði hann. — Mér þykir
gaman að kynnast leyndardómum jarðarinnar. Ailir þessir kiettar,
sem myndast þarna niðri og hafa sína stöðu, sem við getum ekki séð.
Einu sinni, þegar ég var í skólanum, fór ég ofan í kjallara og gróf mér
göng með skóflu. Þar sá maður andlitin á klettunum. Ég fékk nokk-
ur stórkostleg sýnishorn. Hann hélt áfram með stórkostlega sögu, fulla
af latneskum heitum of efnafræðiformúlum varðandi þau sýnishorn,
sem hann hafði óskað að finna, til að geta búið til sprengiefni.
..- Guð má vita, hvað mörgum smásprengingum ég kom af stað í
rannsóknarstofu skólans. Ég lenti í töluverðum vanda. Og ég skal segja
þér það, mamma, ég get írætt þig um að ég hafði næstum fundið upp
stórkostlega efnablöndu, sem ég álít að myndi hafa gerbylt öllum vís-
indum. Eg skal skýra það fyrir þér, því ég held að þú sért eina mann-
eskjan, sem getur skilið það.
— Að hugsa sér, að Jesúítarnir skuli vera Þess fullvissir, að hann
sé heimskur! sagði Angelique, og kallaði föður de Lesdiguiére sér til
vitnis. Hann kernur manni til að undrast, hvers vegna þeir hafi slikan
orstír sem kennarar.
— Gáfnafar Florimonds rennur ekki eftir hinum venjulegu farveg-
um. Það er það, sem ruglar þá í ríminu.
— Ef þeir geta ekki hjálpað slíkum hæfileikum að blómstra, til hvers
eru þeir þá að fjötra þá? Ég skal senda þig til Italíu til náms, sagði
hún við Florimond. — Á ströndum Miðjarðarhafsins getur þú lært all-
ar nýjungar vísindanna. Arabisk vísindi sérstaklega geta hjálpað þér
í því, sem þú leitar að. Og þú gætir lært töluvert af vísdómi Kínverja.
Og í fyrsta sinn sagði hún þeim eitthvað úr ferð sinni til Miðjarð-
arhafsins.
Charles-Henri hvíldi sig og hallaði sér að móður sinni, barmafullur
af hamingju. Regnið, sem dundi á laufinu, og hvinurinn í vindinum,
minntu á hafgný.
Angelique hélt áfram að tala um óhlýðni sína i garð konungsins:
— Hans hágöfgi hafði bannað mér að yfirgefa París. Þið vitið,
hvernig ég komst undan. Nú verður allt gott á ný. Konungurinn fyr-
irgefur mér. Hann bað mig að koma aftur til hirðarinnar, og ég hef
sent Molines með skilaboð frá mér. Mjög bráðlega verður hermönn-
unum, sem hafa móðgað og hrjáð okkur, hegnt, og þá ríkir hér friður
á ný.
Florimond hlustaði.á hana af miklum ákafa. — Svo þú ert ekki leng-
ur i hættu? Og ekki heldur Charles-Henri?
— Nei, örugglega ekki, svaraði hún og reyndi að hrista af sér þann
dapurleika, sem greip um hjarta hennar, þrátt fyrir allt.
Hún áætlaði að færa sonum sínum aítur það öryggi, sem þeim bar.
— EVi hvað ég er feginn, sagði hann og andvarpaði léttilega.
— Langar þig þá ekki lengur að fara burtu?
— Nei, ekki úr því að þú segir, að allt. verði aftur gott.
Þau komu seint til baka. Barbe var þegar orðin kvíðafull. Þetta var
ekki sá tími á árinu, sem heppilegast var að vera á ferli i skóginum;
úlfai'nir voru komnir á kreik. Hún var með öndina í hálsinum — og
sjá fötin hans Charles-Henri! Anginn litli var steinsofandi og stóð
ekki i fæturna nema að nafninu til. Hann var ekki vanur að fara
svona seint í rúmið.
— Svona, sagði Angelique. —1 Vertu róleg. Litli engillinn þinn hefur
troðið sig út af krækiberjum og hann hefur notið lífsins í ríkum mæli.
Það er nógur tími til að sofa. Nótti er ekki liðin enn.
Nei nót.tin var ekki liðiri enn, nóttin óttalega í Plessis.
FIMMTÁNDI KAFLI.
Þegar Angelique ætlaði að fara úr fötunum, fannst henni hún heyra
til ferða ríðandi manns einhesta, einhversstaðar skammt frá höllinni.
Hún stóð kyrr og hlustaði. Svo hneppti hún aftur að sér blússunni og
fór út á stigapallinn, opnaði einn af gluggunum og hallaði sér út. Jó-
dynurinn varð hraðari, og hún sá mann ríða umhverfis tjörnina og
hverfa út í myrkrið, úl á þjóðbrautina án þess að hún gæti borið
kennsl á hann.
— Hver getur þetta hafa verið? hugsaði hún.
Hún lokaði glugganum, liugsaði sig um eitt andartak og lagði svo
af stað í átlina til hibýla þjónanna í von um að finna þar einhvern á
fótum. Svo snérist henni hugur og hún gekk upp stigana að herbergi
Florimonds. Hún opnaði hurðina varlega:
—1 Ertu sofandi?
Fyrr um kvöldið, áður en hann fór upp, hafði hann boðið henni góða
nótt og faðmað hana með glampandi augum.
Ó, mamma, mamma min, hvílíkur dagur! Mér þykir svo vænt um
Þig!
Og hann liafði hvílt úfinn kollinn á öxl hennar með sama ljúfa trún-
aðartraustinu og í gamla daga. Hár hans var fullt af rusli úr skógin-
um og angaði af hausti, hún hafði hlegið og kysst hann á kinnina.
— Sofðu vel drengurinn minn. Sannaðu til, allt fer á bezta veg.
Hún gekk inn í herbergið og að rúminu. Það hafði ekki verið snert.
Á knipplingakoddanum lá enginn sofandi drengur, þreyttur eftir lang-
an dag í skóginum. Angelique litaðist um. Hún sá engin föt, engin
sverð, engar ýfirhafnir. Hún þaut inn í næsta herbergi, þar sem faðir
de Lesdiguiére var sofandi.
Hvar er Florimond?
Ungi maðurinn starði á hana milli svefns og vöku og vissi ekki hvað-
an á hann stóð veðrið.
Hann ...... hann er í herberginu sínu .......!
— Nei, hann er þar ekki. Fljótur á fætur, við verðum að finna hann!
Þau vöktu Lin Poiroux og konu hans, sem hrutu í litla hreiðrinu
sínu við hliðina á eldhúsinu. Þau höfðu ekkert séð og var ekki þar að
auki komið fram yfir miðnætti?
Angelique kastaði skikkju yfir axlirnar og hljóp út i liesthúsið. Á
eftir henni komu nokkrir þjónar, sem höfðu klætt sig í flýti.
Litill, síðhærður liestadrengur sat við luktartýru og maulaði munn-
fylli aP bökuðum möndlum og meira stóð i poka á stól fyrir framan
hann.
— Hver gaf þér þetta? hrópaði Angelique og gat sér Þess til, hvað
gerzt hafði.
— Monsieur Florimond.
— Hjálpaðir þú honum að leggja á hestinn? Er hann farinn?
— - Já, Madame.
— Fíflið þitt, hrópaði hún að honum og rétti honum löðrung.
Fljótur, faðir, grípið hestinn yðar og náið honum.
Presturinn var hvoi’ki í skóm né skikkju. Hann hljóp aftur til hall-
Framhald á bls. 39.
i7. tbi. VIKAN 23