Vikan


Vikan - 27.04.1967, Qupperneq 31

Vikan - 27.04.1967, Qupperneq 31
FALLEGT . . . ELEGANT . . . SERSTÆTT . . . NYICAMED TÍZKU- LITURINN FRÁ AVON . : , : Ennþá ein nýjung frá AVON Gimsteinn í varalitum, kvenlegur og fáséður f sinni sígildu einfeldni. Hvítt hylki á gylltum grunni með smekklegu „Cameo" mynstri. Avon varalitur er miúkur og léttur í notkun. Veli- ið úr 27 tízkulitum í þessum glæsilegu „Cameo" hylkium. Avon cosmETics ltd NEWYORK ■ LONDON • PARIS Hvikult mark. Framhald af bls. 15. isbúningi kom út undan hliðbog- anum og opnaði dyrnar á leigu- bílnum. Ég borgaði ökumannin- um og fylgdi negranum inn. í daufri skímunni frá dyrunum sá ég, að blár einkennisfrakkinn hans var gljáslitinn. Brún, leð- urklædd hurðin var orðin svört í kringum handfangið. Dymar opnuðust inn í djúpt, þröng her- bergi, sem var líkast göngum. Annar sverlingi í þjónsjakka, með servíettu á handleggnum, tó ká móti mér við dyrnar. Bros- leygðar varir hans voru indígó- bláar í bláu Ijósinu, sem skein ofan frá veggjunum. Veggirnir voru skreyltir með tilbreyting- arlausum bláum nektarmyndum í mismunandi stellingum. Borð með hvítum dúkum voru með- fram veggjunum sitt hvorum megin og gangur á milli. Kona var að spila á píanó, á lágum palli í fjarri enda herbergisins. Hún var óraunveruleg í gegnum reykinn, sjálfvirk brúða með fimar hendur og spýtubak. Ég rétti stúlkunni í fata- geymslugatinu hattinn minn og bað um borð nálægt píanóinu. Þjónninn tifaði á undan mér inn- eftir ganginum og servíettan flaksaðist eins og oddveifa, hann var að reyna að gefa til kynna með látbragðinu, að hér væri nóg að gera. Svo var ekki, tveir þriðju af borðunum voru auð. Við hin sátu pör. Karlmennirn- ir voru fulltrúar þeirra, sem ekki geta farið á betri bari. Feitir og mjóir með fiskaandlit í bláu fiskabúrsljósinu, fiskaandlit og ostruaugu. Flestar af samfylgdum þeirra litu út fyrir að þiggja laun eða vera fúsar til þess. Tvær eða þrjár voru blondínur, sem ég hafði séð í hópi kórstúlkna, með freðin bros, föst á andlitunum, eins og með þeim gætu þær stöðvað tímann. Flestar voru eldri konur með upppumpaða líkami, sem myndu halda þeim fljótandi í eitt eða tvö ár í við- bót. Þessar konur voru önnum kafnar með höndum sínum og tungum og augum. Ef þær gætu ekki haldið markinu við staði á borð við Villta píanóið, voru aðr- ir verri staðir til. Mexíkönsk stúlka með leiði- svip á gulu andliti sat ein við borðið gegnt mínu. Hún leit á mig og undan aftur. Skozkt eða burbonviskí, sir? spurði þjónn- inn. — Boui’bon og vatn. Ég skal blanda það. — Já, sir. Við höfum samlok- ur. Ég minntist þess að ég var svangur. — Ost. — Takk fyrir, sir. Ég leit á píanóið og velti því fyrir mér, hvort ég væri að gera vitleysu. Konan, sem kallaði sig Betty, hafði sagzl vera á píanó- inu. Glami-andi hljómar þess blönduðust saman við óregluleg- ar hlátursgusurnar frá borðun- um, og mynduðu dapurlegan kontrapunkt. Hendur píanóleik- arans þutu yfir nóturnar með flýtiskenndu ofvæni, eins og pí- anóið léki á sig sjálft, en hún yrði að halda í við það. Stífar, naktar axlir hennar voru grann- ar og svart hárið helltist niður yfir þær eins og tjara, og gerði þær enn hvítari. Ég sé ekki fram- an í hana. -—■ Hæ, sætur. Kauptu mér glas. Mexíkanska stúlkan stóð við stólinn minn. Þegar ég leit upp, settist hún. Mjaðmalaus líkami hennar með ávalar axlir hreyfð- ist líkt og svipá. Flegin kjóllinn var óviðeigandi. Föt á villimanni. Hún reyndi að brosa, en tréand- litið hafði aldrei lært þá list. — Ég ætti heldur að kaupa þér gleraugu. Hún vissi að þetta átti að vera sniðugt, og það var allt og sumt. — Þú ert sniðugur slrákur. Mér þykir gaman að sniðugum strákum, röddin var klemmd og það var áreynsla í henni, rödd, sem hæfði tréandliti. — Þér myndi ekki þykja gam- an að mér. En ég skal kaupa handa þér glas. Hún hreyfði augun til að tjá gleði sína. Þau voru þykk og óbreytanleg eins og lakkkúlur. Hún lók um handlegginn á mér og byrjaði að strjúka hann. — Mér líkar við þig, sniðugi strák- ur, segðu eitthvað sniðugt. Henni líkaði ekki við mig, og mér þaðan af síður við hana. Hún hallaði sér áfram til að láta mig sjá ofan í kjólinn. Brjóstin voru lítil og hörð, geirvörturnar eins og yddaðir blýantar. Handlegg- irnir og efri vörin þakin dökkri ló. — Eftir á að hyggja ætti ég heldur að kaupa handa þér hor- móna. — Er það eitthvað að éta? Ég er glorhungruð. Hún sýndi mér hungraðar, hvítar tennurnar, til áherzlu. — Af hverju færðu þér ekki bita af mér? — Þú ert að stríða mér, sagði hún fýlulega. En hún hélt áfram að nudda á mér handlegginn. Þjónninn kom og gaf mér tæki- færi til að losna. Af bakkanum tók hann litla samloku af diski og lagði á borðið, glas af vatni, tebolla með hálfum þumlungi af viskí á botninum, tekönnu og glas af einhverju, sem hann færði stúlkunni samkvæmt hug- skeyti. —■ Þetta gerir sex dollara, sagði hann. — Gerir hvað? — Tvo dollara drykkurinn handa hvoru, sir. Tvo dollara fyrir samlokuna. Ég tók efri helminginn af sam- lokunni og leit á ostasneiðina 17. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.