Vikan


Vikan - 27.04.1967, Qupperneq 33

Vikan - 27.04.1967, Qupperneq 33
ÞÆR FYLGJAST AÐ . . ^BHvSa„y PIERRE ROBERT Institutde Beautó Picrre Robert,36,Ruedu FaubourgSaint H(moró,Paris. Það bezta * i Snyrtivörum... fyrir allar húðtegundir. Fyrir húS yðar og HÁR... ltMÍSÍmeriók* 9 Aðalstrœti 9 - Póstlwlf 129 - Reykjavik - Sími 22080 undir. Hún var eins og gullskæni og jafn dýr. Ég lagði tíu dollara seðil á borðið og snerti ekki það, sem ég fékk til baka. Minn frum- stæði félagi drakk ávaxtasafann sinn, leit á dollarana fjóra og hélt áfram að strjúka á mér hand- legginn. — Þú hefur ákaflega ástríðu- fullar hendur, sagði ég. ■— En það vill svo til, að ég er að bíða eftir Betty. -—■ Hún leit fyrirlitlega á bak- ið á píanóleikaranum. — En Betty er listamaður. Hún vill ekki.... Hún lauk setningunni með handahreyfingu. •—■ Það er Betty, sem ég bíð eftir. Hún klemmdi saman varirnar og rauður tungubroddurinn kom í ljós á milli þeirra, eins og hún ætlaði að spýta. Ég gaf þjóninum merki og pantaði drykk handa konunni við píanóið. Þegar ég sneri mér aftur að mexíkönsku stúlkunni var hún horfinn. Þjónninn benti á mig, þegar hann setti glasið á píanóið, og píanóleikarinn sneri sér við til að líta á mig. Andlit hennar var ávalt, svo lítið og fínlega gert að það leit út fyrir að vera mót- að með töngum. Það var ómögu- legt að ákveða lit eða þýðingu augnanna. Hún gerði ekki tilraun til að brosa. Ég lyfti höfðinu til áherzlu að þetta væri boð frá frá mér. Hún rykkti til höfðinu í neitun og grúfði sig aftur yfir nóturnar. Ég horfði á hvítar hendur hennar tifa sig í gegnum tilbú- inn boogie-woogie frumskóg. Tónlistin fylgdi þeim eins og fótatak risa, svo skrjáfaði í málm- kenndum lággróðrinum. Það lá við að maður sæi skuggann af risanum og heyrði hamarsslögin í hjarta hans. Hún var góð. Svo skipti hún um tónlist. Vinstri höndin velti sér og ólgaði í bassanum, en hægri höndin flúraði laglínuna. Hún tók að syngja með harðri, suðandi röddu, jastraðri á brúnunum, en á vissan hátt hrífandi. Brain's in my stormach, Heart's in my mouth, Want to go north My feet went south. I got the psychosomatic blues. Doctor, doctor, doctor, Analyze my brain. Organize me doctor. Doctor, ease my pain — I got the psychosomatic blues. Framhald í næsta blaði. Var þaö tímabært? Framhald af bls. 13. Þegar hún vaknaði, næsta morg- un, var myndin af Mitchell Baker I jóslifandi í huga hennar. Hún klæddi sig og fór út í garðinn, þar sem hún vissi að móðir hennar var. — Halló, sólargeisli. Mamma hennar leit upp og brosti, og Judy tók eftir því að hún hafði mólað varirnar. Það gerði hún mjög sjald- an fyrir morgunverð. — Skrifaðirðu bréfið í nótt? Judy settist, með krosslagðar fætur í grasið og fór að toga í snörrótar- topp. — Nei. Eftir að ég var búin að gera ítrekaðar tilraunir til að skrifa, komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég gæti hringt til hennar fyrir nítíu sent. Svafst þú vel? - Jó. — Hvað hefurðu hugsað þér að gera í dag? Judy hikaði andartak, munnur- inn var óþolandi þurr. — Mamma mín — Anetta bað mig um að spyrja þig um svolítið. — Jó, hvað var það? — Hún ó frænda, sem langar svo til að hitta þig. Móðir hennar þrýsti moldinni að græðlingnum, sem hún var að gróð- ursetja. — Hv-að? — Eg hitti hann einu sinni. Hann heitir Mitchell Baker. Hann — hann er ókaflega hrifinn af tónlist. — Ég skil. Mamma hennar hall- aði sér aftur ó hælana, og andlitið virtist fölt, þrótt fyrir sólbrunann. — Þú ætlar þó ekki að líkjast Bertu frænku, ég meina að reyna eins og hún að troða fólki í hjónaband. Judy rauk upp. — Þú ætlar þó ekki að líkja mér við hana. Hún sem reyndi að fó mig til að fara út með þessum andsfyggilega frænda sínum! Móðir hennar brosti. Þegar hún rétti út höndina til að ná í garð- slönguna og ýrði vatni á veikbyggð- ar plönturnar, glitraði á giftingar- hring hennar. Judy sneri höfðinu undan og fór aftur að toga í grasið, hún fann hvernig moldin festist undir nöglum hennar. — Þú segist hafa hitt hann? spurði móðir hennar. Judy kinkaði kolli. — Anetta heldur — ja, við höldum, að þið eigið vel saman . . . Móðir hennar sat hljóð, lét vatn- ið úr slöngunni renna milli fingr- anna. Svo andvarpaði hún og sagði brosandi: — Ef þessi frændi reykir magamikla vindla og kallar þjón- ustustúlkur elskurnar sínar, þá gref ég gríðarstórar gryfjur og gróður- set ykkur Anettu í þeim. — Hann reykir pípu, sagði Judy og greip fastar í grasið. Faðir henn- ar hafði líka reykt pípu. Móðir hennar stóð nú skyndi- lega upp og togaði Judy á fætur. — Komdu nú, við skulum fá okkur morgunverð. Ég er glorhungruð. Þegar Judy hitti Anettu í skól- anum daginn eftir, sagði hún henni að þetta væri allt ( lagi, frændi hennar gæti komið og heilsað upp á mömmu hennar. Þrem dögum síðar kom hann. — Hann var að bjóða mér á Leon Fleisher tónleikana, sagði móð- ir hennar, röddin var hljómlaus og hversdagsleg. Hún tíndi gulnuð blöð 17. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.