Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 36
ALLT Á SAMA STAÐ
BÍLL ÁRSINS! 1967
HILLMAN - HUNTER
STÖRGLÆSiLEGUR, VANDAÐUR OG SPARNEYTINN
FJÖLSKYLDUBÍLL
BIFREIÐAKAUPENDUR!
Hillman Hunter sameinar þaó tvennt sem flestir bifreiðakaupendur leita að í dag, en
það er vandaður en jafnframt ódýr fjölskyIdubíll. Verð kr. 218.800.00.
KOMIÐ, SKOÐIÐ OG KYNNIÐ YÐUR GREIÐSLUSKILMÁLA.
EGILL VILHJALMSSON H.F.
LAUGAVEG 118 - SÍMI 2-22-40.
af vafningsviðnum í gluggakist-
unni og kreisti þau i lófa sér. —
Þetta fer allt eftir því, hvað skiln-
ing maður leggur í hlutina. Eg ætla
ekki að segja, að ég ætli út með
manni, sem ég þekki ekki neitt,
þess í stað segi ég við sjólfa mig
að ég ætli að fara til að heyra
Leon Fleisher spila Beethoven. Eg
ætla að hugsa mér Mitchell Baker
í ævintýravagni, sem þeysi mér ó
hljómleika og svo heim aftur, að
þeim loknum.
— Það er ekki hægt að setja
Mitchell Baker í samband við ævin-
týravagn, sagði Judy.
Mamma hennar leit ó klukkuna.
— Ég kemst að því eftir klukku-
tíma.
Judy var undrandi. — Ertu að
fara í kvöld?
— Jó. Móðir hennar burstaði
hórið fró enninu ó Judy og strauk
svo blíðlega kinn hennar. — Þú ert
lík mér, vina mín. Alltaf kvíðandi,
ef einhvér fylgir róðum þínum.
Komdu nú, ég ætla að gefa þér
eitthvað að borða.
— Þú ættir heldur að fara að
hafa fataskipti, ég get sjólf fengið
mér eitthvað að borða.
— Það er til buff og kirsuberja-
terta.
Judy vissi að hún gasti ekki
kyngt kjöti, svo hún bakaði vöfflur
og borðaði þær þurrar, gleymdi að
fá sér síróp. Hún var óstyrk og
leið í skapi, og til að drepa tím-
ann, fór hún að hugsa um hvaða
föt mamma hennar færi í. Hún lét
kirsuberjatertuna eiga sig og fór
upp til að sjá það, en sneri svo
við og settist inn í dagstofuna, fór
að maula hnetur, sem voru þar á
diski.
— Er pilsið mitt of stutt? spurði
móðir hennar, þegar hún kom nið-
ur.
Judy kingdi hnetunni sem hún
var með uppi í sér, svo fljótt að
hana sveið í hálsinn. — Þú ert fín.
Ég meina það.
Móðir hennar horfði á hana um
stund, en henni fannst það heil
eilifð. Svo hló hún, einkennilega
lágværum hlátri.
— Þetta er skrítin veröld, finnst
þér það ekki, vina mín? Hér erum
við mæðgurnar, — móðir og fimm-
tán ára dóttir. Og hvor okkar er
svo að fara út í óvissuna? Ég, hún
gamla mamma þín.
— Þú skemmtir þér örugglega á
hl jómleikunum, sagði Judy. Svo
stóð hún upp og gekk yfir að
pianóbekknum og settist.
— Judy, þú ættir að biðja An-
ettu um að koma til þín í kvöld.
— Ég hefi svo mikla heimavinnu.
Judy beygði sig yfir hljóðfærið og
fór að spila, brot úr lagi eftir Bach,
en hætti því og var nýbyrjuð á
öðru, þegar dyrabjallan hringdi.
Henni fannst vöðvarnir stirðna í
handleggjunum, en hélt samt á-
fram að spila, heyrði fótatak móður
sinnar í anddyrinu. Svo hélt hún
áfram að spila, eins og hún gæti
með tónaflóði fleytt móður sinni
og Mitchell Baker út úr húsinu,
án þess að verða þess vör að þau
færu.
— Ég ímynda mér, að þú hafir
hitt Judy áður? Mamma hennar
var komin inn i stofuna.
Judy hætti að spila. Hún sneri
sér við og kreisti fram bros.
Mitchell Baker brosti á móti.
Hann var hærri en hún átti von
á. Hann var lika unglegri núna. —
Þú spilar vel. Líklega ættum við
heldur að vera heima og hlusta á
þig spila, sagði hann.
— Þú mundir iðrast þess.
— Judy spilar prýðilega, láttu
hana ekki villa um fyrir þér. Móð-
ir hennar virtist alveg róleg, en
Judy fannst rödd hennar óvenju-
lega hrjúf.
Mitchell Baker gekk að gluggan-
um og horfði út í garðinn.
— Hvor ykkar hefur grænu fing-
urna?
— Ég er hrædd um, að það séu
frekar Ijósgrænir fingur, sagði móð-
ir hennar.
Hann horfði á Judy. — Þykir þér
gaman að garðyrkju?
— Eg reiti arfa.
, — Það er líka það eina sem ég
get, sagði hann.
Móðir hennar tók kápu út úr
skápnum og lagði hana á hand-
legginn.
— Ég held, það væri betra fyrir
þig að fara í hana, sagði Mitchell
Baker og tók kápuna.
Judy sá að hönd móður hennar,
sem kom fram úr fjólublárri erm-
inni, var hringlaus.
— Lestu nú ekki of lengi, Judy.
Augu móðurinnar reyndu að mæta
augum hennar, en hún leit undan.
— Bless, sagSi hún við Mitchell
Baker.
Hann tók þétt í hönd hennar. —
Ég vona að við sjáumst aftur.
Hún svaraði ekki. Hún horfði á
eftir þeim, út um dyrnar og niður
garðstíginn. Þegar þau komu út
að akbrautinni, tók Mitchell Baker
undir olnboga móður hennar. Hann
sagði eitthvað og hló, og mamma
hennar leit brosandi. á hann.
Júdy sneri snöggt við og hljóp
upp á loft. Hún fór inn í herbergið,
sem henni fannst ennþá vera her-
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ö A .
HVAR E R ÖRKIN HANS NOA!
Það er alltaí saml leikurinn í henni Ynd-
isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans
Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir
góðum verðlaunum handa þeim. sem getur
fundið örkina. Verðlaunin eru stór 'kon-
fektkassi, fullur af bezta konfekti, og
framlelðandinn er auðvitað Sælgætisgerð-
In Nól.
Örkin er á bls.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Sveinn Pétursson,
Túngöíu 14, Patreksfirði.
Vinninganna má vitja í skrifstoíu
Vikunnar. 17.
36 VIKAN 17-tbl-