Vikan - 27.04.1967, Side 41
Hln flölhaefa 0-11
verkefna irésmlöavél:
Bandsög, rennibekkur,
hjólsög, írœsari, band-
slípa, disksiípa, smergel-
HSIL skífa og útsögunarsög.
Fóanlegir fylgihlutir:
m Afréttari þykktarhefill
WBÍSj og borbarki.
Fullkomnasta
lrésmCOaverks»*aiö
á minsta gólffletl
fytir heimili, skóla og vorkslœði
Madame de Rambourg, sem hafði leitað skjóls með afkomendur sína
í setustofunni, horfði með skelfingu í svartkringdum augum á Angelique.
Hvað hefur komið fyrir hana Rebekku mina litlu? Og eiginmann
minn? Þér vitið eitthvað, er það ekki, Madame?
— Svona Madame, ég bið yður að vera róleg. Má ég hjálpa yður að
búa um börnin, svo Þau geti hvílt sig ofurlítið? Við verðum að sjá um,
að örvæntingin grípi þau ekki.
De Rambourg barónsfrú iét fallast á hnén og spennti greipar.
— Börn, við verðum að biðja. Ég veit það núna. Þetta er dagurinn
sem drottinn átti við þegar hann sagði: Ég mun yfir gefa Þá, sem
trúa á mig, og leggja þá í hendur óvina þeirra.
— Madame. Drekarnir!
Þjónarnir horfðu kviðafullir í gegnum hálfopna giuggana og dyrn-
ar. Þeir sáu Montadour á hlaðinu í skininu af kyndlunum, stór apal-
grár hesturinn var varla nógu breiður fyrir sitjandann á honum. Henni
virtist kapteinninn jafnvel stærri og fyrirferðarmeiri en hana hafði
minnt. Hann var með vikugamalt rautt skegg, sem gerði andlit hans
jafnvel enn ljótara. Hann leit út eins og hann hefði verið gerður úr
rauðum leir, eins og hálfþornaður múrsteinn.
Við hlið hans stóð hópur af riddaraliðs og fótgönguliðshermönnum.
Sumir voru vopnaðir múskettum, aðrir atgeirum. Þeir virtust í vafa
um, hvað þeir ættu að gera.
Þeir voru lokaðir úti! En bak við iokaða gluggana fundu þeir, að
fylgzt var með þeim.
— Opnið! hrópaði Montadour, — eða ég brýt hurðina.
Enginn hreyfði sig. Fleiri hermenn komu ofan af hæðinni frá kastala
Rambourgs. Þeir höfðu komið í gegnum skóginn til að slást í hóp með
félögum sinum. Þeir eggjuðu hver annan; þetta var húsið, sem þeir
höfðu verið reknir úr, og það var á þessum sömu tröppum, fyrir minna
en viku, sem la Morinére hafði kastað líkum fjögurra félaga þeirra.
— Malbrant, hvíslaði Angelique. Sverðfinnur lyfti byssunni sinni hægt
og renndi hlaupinu í gegnum opinn gluggann. Svo glumdi við skot, og
annar axarmannanna valt niður þrepin. Annað skot! Hinn hermað-
urinn fór sömu Jeið. Drekarnir æptu af reiði. Þrír menn með múskett-
ur hlupu fram og byrjuðu að lumbra á hurðinni með byssuhlaupunum.
Malbrant var að hlaða á ný. Úr hinum glugganum skaut La Violette
tvisvar og felldi tvo af þeim. Malbrant sá um þann þriðja.
— Ekki meira, fífl, hrópaði Montadour. — Viljið þið láta slátra ykk-
ur einum og einum í einu?
Hermennirnir hnöppuðust saman eins og hungraðir úlfar. Þeir hörf-
uðu, og Þegar þeir voru komnir nógu langt undan, raðaði Montadour
skotliðum sínum upp. Svo glumdi við skothríð. Brotnar gluggarúðurnar
skullu í þúsund allavega litum brotum yfir flisalagt gólfið. La Violette,
sem ekki hafði beygt sig í tæka tíð, féll. Faðir de Lesdiguiére tók byss-
una, sem hafði fallið úr hendi þjónsins, og tók sér stöðu við brotinn
gluggann. Þeir sáu æðisgengin andlit drekanna, sem nálguðust. Engu
að síður urðu þeir að finna einhverja hættuminni aðferð til að komast
inn í húsið en að brjóta hurðina; það hafði þegar kostað fimm af liði
þeirra lífið.
Angelipue skreið á fjórum fótum til La- Violette og dró hann út i
horn á borðsalnum. Hann hafði fengið skot í bringuna og fölgulur og
hlár einkennisbúningur hans — einkennisbúningur Plessis-Belliére
þjónustufólksins — roðnaði ört af blóði.
Angelique flýtti sér fram í eldhúsið til að ná í koníak og sárabindi.
Henni til undrunar sá hún Dame Aurélie, konu kokksins, sitja fyrir
framan eldinn og fylgjast af ákefð með innihaldinu í gríðarstórum
potti. Hún sagði:
— Hvað ertu með þarna? Súpu?
— Madame la Marquise, ég er að sjóða olíu til að hella yfir þá, eins
og gert var í gamla daga.
En Því miður, höllin í Plessis hafði ekki verið byggð til að standast
harðvítugar árásir eins og tíðkaðist á miðöldum.
Allt í einu sperrti Dame Aurélie eyrun. — Þeir eru við gluggahlerana!
Ég heyri, að þeir eru að klóra í Þá, andskotarnir þeir arna.
Hún hafði rétt fyrir sér. Hermennirnir voru komnir í kringum höll-
ina og voru að reyna að rífa niður þykka tréhlerana fyrir eidhús-
gluggunum. Skömmu síðar heyrðu Þær fyrsta axarhöggið ríða. Einn
þjónanna klöngraðist upp á vaskborðið til að sjá, hvort hægt væri að
ná til þeirra gegnum reykopið, en það hefði orðið torsótt.
— Farið upp á aðra hæð, sagði Angelique við þrjá þeirra, sem vopnað-
ir voru skammbyssum, —- og skjótið þaðan niður á þá.
— Ég hef nú bara krossboga, sagði gamli Antoine, — en trúið mér
til, Madame de la Marquise, hann getur gert það, sem til er ætlazt af
honum. Ég skal gera þessar slóttugu rottur að nálapúðum.
Angelique fór aftur til La Violette með umbúðirnar. I forsalnum var
nú orðinn töluverður reykur og hana sveið i augun. Þegar hún kraup,
sá hún um leið, að hún gat ekkert gert. Þjónninn var að deyja.
— Madame la Marquise, stamaði La Violette með erfiðismunum.
— Mið langaði að segja yður . . fegursta minning lífs míns var þegar
ég hélt á yður i fanginu.
— Hvað eruð þér að tala um, vesalingurinn minn? .... Hann er
að rugla, hugsaði hún.
— Það var þegar marskálkurinn sendi mig að ræna yður. Ég varð að
halda á yður í fanginu. Ég varð jafnvel að taka óþarflega fast um háls-
inn á yður til að koma því í framkvæmd, sem ég átti að gera .... á
eftir bar ég yður burt og horfði á yður .... og það er þessvegna, sem
það er fegursta minning allrar minnar ævi.....af því að kona........
eins dásamleg ...... og þér ......
Röddin var alveg að deyja út. Síðustu orðin komu í hvíslingum, eins
og hann væri að trúa henni fyrir leyndarmáli:
— ..... er blátt áfram ekki til.
Það gat varla heitið, að hann andaði lengur. Hún tók um hönd hans:
— Ég hef löngu fyrirgefið yður það, sem þér gerðuð þá nótt. Á ég að
kalla á föður de Lesdiguiére, svo hann geti blessað yður?
Maðurinn kipptist við, og hrópaði siðustu sjálfsvörn sina: — Nei,
nei, ég vil fá að deyja í minni eigin trú!
— Auðvitað, þér eruð mótmælandi. Ég gleymdi því.
Framháld í ncesta blaöi. öll rétt'indi áskilin, Opera Mundi, Paris.
EMCO UNIMAT AL
HLIÐA RENNIBEKK
UR.
EMCO MAXIMAT AL-
HLIÐA RENNIBEKKUR.
verkfœri & járnvörur h.f. ■
Tryggvagotu 10 — Simar 15815 og 23185
17. tbi. VIKAN 41