Vikan


Vikan - 27.04.1967, Síða 44

Vikan - 27.04.1967, Síða 44
Heimilísfeðui* - Afhugið okkar hag- kvæmu brunatryggingar - Tryggið innbú yðar fyrir 14. maf og munið að tilkynna bústaöaskipti. meyjar. Þar sem ég hef aldrei verið piparmey, get ég ekki talað um þetta af eigin raun, en ég hef sterkan grun um, að bænir þeirra séu ieiðinlegar og undirtektirnar dauflegar." Síðan: ,,Augljóst er hvað beri að segja og hvað ekki. Það er ekki nokkur vafi á, að sumt á að láta ósagt. Eg er til dæmis orðinn sérfræðingur í að fella brott. En ég reyni að gera það í hófi. Það væri grófleg móðgun að sleppa öllum deiluatriðum. Það mundi vera verra en að sniðganga alveg sann- leikann. Það væri beinlínis að Ijúga. Og við getum tekið enn þá dýpra í árinni: Ef einhver meiðsli særa, þá er það leitt, en særindin eru betri en saga, sem búið er að sjúga merginn og blóðið úr." Eg nefndi engin nöfn, en samt skildi Jacqueline hvað ég var að fara. 9. ágúst svaraði hún, að enda þótt bækurnar um Kennedy settu hana úr jafnvægi og hún treysti ekki lengur eigin dómgreind hvað þær snerti, þá vissi hún að ég hefði orðið ,,til að hugga Arthur". Það var greinilega gefið í skyn, að ég hefði stutt málstað Þúsund daga. Það hvarflaði ekki að mér, að inn- an árs mundi Dauði forseta þarfn- ast stuðnings Arthurs Schlesingers, eða að bréf til mín, sem höfðu verið undirskrifuð ,,Þín einlæg, Jackie" mundu nú enda á þennan kuldalega hátt: ,,Virðingarfyllst, Jacqueline Kennedy." Undirbúningurinn virðist vera mesta erfiðið, þar til rithöfundurinn skrúfar lokið af pennanum eða opnar ritvélina sína. ,,Það er auð- velt að skrifa" sagði Red Smith einu sinni. ,,Þú starir bara á letur- borðið, þar til litlir blóðdropqr spretta fram á enni þínu." Allt frá þeirri stundu er ég skrifaði „For- máli" efst á gulan, strikaðan papp- ir, vissi ég, að mér hafði tekizt upp. Daginn sem bókin kom út vissu milljónir manna það líka. Skyndilega komst ég að raun um, að allt tal um þröngan lesendahóp menntaðra manna var hrein vit- leysa. An þess að menn gerðu sér Ijóst hafði sviðið stækkað með hverj- um mánuði sem leið. Það er að sjálfsögðu hægur vandi að skrifa lélega bók um ógæfu, sem vakið hefur mikla athygli. (Hversu margir hafa í raun og veru lokið við Warren-skýrsluna?) En leiðinleg frásögn er óhugsandi ef rithöfund- urinn er staðráðinn í, að lesendur hans skuli lif.a upp aftur atburði fortíðarinnar, dregur ekkert undan, leiðir þeim fyrir sjónir sérhvert smá- atriði þess, sem í þessu til- felli var hörð raun fyrir milljónir manna. Það er mikið afrek að draga upp rétta mynd af liðnum atburðum,- það krefst leikni í miklu ríkari mæli en almennur lesandi metur að verð- leikum: það krefst einnig viljastyrks: fyrst verður höfundurinn sjálfur að lifa upp atburðina. Það er ekki nóg að lýsa því sem gerðist í Elm Street 411 klukkan 12.30 síðdegis 22. nóvember. Höfundurinn verður uyju LÍLJU LiLJU LILJU LIUU BINDI ERU BETRI Fást í næstu báð - og Hasan fer 44 VIKAN 17 tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.