Vikan - 16.11.1967, Page 14
Hann klappaði Modesty varlega
ó kinnina. Hún baerði ekki á sér á
öxl hans, en röddin var glaðvak-
andi, þegar hún spurði:
— Erum við komin, Willie?
— Rétt að segja. Við komum til
Cascais eftir fimm mínútur, Við
getum fengið okkur bíl heim að
húsinu.
— Hann verður svo að bíða,
meðan ég hef fataskipti og tek
saman. Svo förum við og tökum
þitt dót á hótelinu.
sendi hann dulmálsskeyti frá Lissa-
bon til Barcelona.
12. kafli.
Tarrant gaut augunum að borð-
inu sínu. Þar voru þrjár dagblaða-
úrklippur um happ Dalls í spila-
vítinu í Beirut, á kostnað hinnar
„auðugu, fögru og dularfullu konu
úr samkvæmislífi Lundúnaborgar,
Modesty Blaise."
Dularfullt var dæmigert blaða-
mannaorð, hugsaði Tarrant, það
— Þetta er ofurlítið óákveðið,
Sir, sagði Fraser varfærnislega og
hækkaði röddina I endann, svo allt
eins mátti skilja setninguna sem
hikandi spurningu, eins og beina
fullyrðingu.
— Það er ofurlítið loðið, sagði
Tarrant. — En þú væntir þér mikils,
Jack. Með því að taka upp notkun
skírnarnafns og fella þar með nið-
ur þéringu gaf hann Fraser til
kynna að hann ætti nú að sleppa
því hlutverki sem hann lék dags-
EFTIR
PETER O'DONNEL
FRAMHALDS-
SA6AN
16. HLUTI
Liebmann horfði á úrið
sitt. Eftir fimmtán
mínútur myndi flug-
vélin lenda með
tuttugu tonn af skot-
færum ,sem síðan yrði
komið fyrir í stóra
hellinum, undir klett-
inum við dalsendann.
— Þá það. Erum við að flytja,
Prinsessa?
— Já. Hún kom við eyrað á hon-
um, og hann vissi að hún var að
tala sérstaklega fyrir Gerace. —
Heyrðu, mér hefur dottið í hug stór-
kostleg aðferð til að ná í Montlero,
heima hjá honum sjálfum. Þá get-
um við þröngvað honum til að segja
okkur, hver leigði hann til þessa
starfs. Og hversvegna.
Willie gerði sér upp hlátur, lág-
an og ógnandi. — Ég skal sjá um
að stjórna söngnum hjá honum. Ég
þarf ekki annað en tölu, lykkju og
eldspýtustokk ... Hann þagnaði
og hélt svo áfram vongóður: —
Heldurðu ekki annars, að Gerace
viti svörin, þegar allt kemur til alls?
Það fór greinilega hrollur um
Gerace.
— Ég held ekki, Willie, svaraði
Modesty. — Og þar að auki er það
Montlero, sem mig langar að sjá
engjast.
— Hann skal örugglega engjast,
sagði Willie með djúpri sannfær-
ingu. Hann vissi, að þau myndu
ekki fara til Sikileyjar, en Gerace
og menn hans myndu taka fyrstu
vélina, sem þeir næðu f. Og svit-
inn myndi boga af Montlero um
langan, ókominn tfma.
Klukkan tfu næsta morgun kom
maður f léttum, drapplitum fötum
til hússins og gekk úr einu herberg-
inu f annað. Þpð var undrunarsvip-
ur á andlitinu og byssa f hendinni.
Það tók hann nokkurn tíma að
losa boltana sem héldu dyrunum
á fangaklefanum. Þegar hann að
lokum komst inn, stóð hann f fulla
mfnútu og starði á gatið í loftinu.
Rimlarnir fyrir glugganum voru enn
á sínum stað. Klukkustund síðar
var engin hætta á málaferlum út
af þvf. Og hvað snerti fullyrðing-
una um að hún væri úr samkvæm-
islffi Lundúnaborgar — því myndi
hún hafa gaman af.
Það voru margar fleiri úrklippur
um hvarf og endurheimtingu Watte-
au-verksins. René Vaubois hafði
tekizt einstaklega vel þar, fannst
Tarrant. Hann ákvað að senda Vau-
bois pakka af Swoop til að gefa
dúfunum. Vaubois myndi kunna vel
að meta það, að Englendingar
keytu sérstaklega innpakkaða fæðu
handa villtum fuglum.
Að lokum var svo einföld, föl-
græn örk, með skýrslunni frá mann-
inum í Lissabon. Skýrslan var stutt
og ekki sérlega tæmandi.
Tarrant hallaði sér aftur á bak
og horfði á Fraser, aðstoðarmann
sinn. Fraser var grannur vexti, nær
fimmtugu. Hann var með gleraugu
og auðmjúkt fas bankastarfsmanns
í sögu eftir Dickens. Þetta var fas
sem hafði þjónað honum aðdáan-
lega vel, þau mörgu og löngu ár,
sem hann hafði unnið fyrir leyni-
þjónustuna.
— Hvert er yðar álit, Fraser?
surði Tarrant.
Fraser horfði varfærnislega ofan
í teppið. — Þetta sem gerðist í
Beirut Ktur út fyrir að vera satt,
frá upphafi til enda, Slr Gerald.
Þjófnaðurinn — hann tók sig á með
flóttalegu augnatilliti — eða ef til
vill ætti ég að segja hinn sviðsetti
þjófnaður á Watteau málverkinu
var einnig mjög vel getður.
— Já. Sviðsetti. Það var einmitt
orðið sem átti við. Tarrant beið
þess að Fraser setti upp sitt venju-
lega, hundslega þakklætisbros. —
Og hvað um þetta? Hann rétti hon-
um fölgrænu pappírsörkina.
daglega og tala glöggt.
Fraser tók af sér gleraugun og
byrjaði að þurrka þau. — Mikils?
bergmálaði hann. Það var fyrir-
litning í röddinni.
— Já. Okkar maður f Lissabon
varð að vinna næstum því í blindni.
Vertu nú ekki of harður við hann.
— Ég skal gelda þann bastarð
með bitlausum hnff, sagði Fraser.
— Þú segir honum að fylgjast með
og gefa skýrslur. Hann fylgist ekki
með neinu og gefur skýrslur þess
efnis að hann haldi að eitthvað
hafi gerzt milli Modesty Blaise og
þorparahóps undir stjórn Gerace,
sem af tilviljun var f Lissabon á
sama tíma.
Fraser setti á sig gleraugun aft-
ur og sagði: — Hann veit ekki hvað
gerðisf, né hvert hlutaðeigandi hafa
nú farið. Hann minntist einnig á
Delgado og vissi ekki heldur hvert
hann hafði farið. Þar að auki minn-
ist hann á og lýsir manni sem hann
hefur ekki geta komizt fyrir um
hver er, en ekur litlum, rauðum
Fíat. Drottinn minn. Elliær tengda-
móðir mfn gæti gert þetta betur
fyrir okkur og hún hefur verið dá-
in í sfðastliðin fimm ár.
— Þú gafst honum fyrlrmæli um
að flækja sér ekki f neitt, sagði
Tarrant róandi. — Að fylgjast með
undir þessum kringumstæðum er
ekki auðvelt, eins og þú veizt full-
vel.
— Við borgum ekki fólki fyrir að
gera það sem auðvelt er, sagði
Fraser þrákelknislega. Hann lét
fallast f stól og kveikti sér f sfga-
rettu. Tarrant fannst yggiibrúnin á
aðstoðarmanni sfnum næstum hlægi-
leg, en þó hafði hann samúð með
honum. Fraser hefði fylgzt með, án
þess að þvælast fyrir. Hann hafði
14 VIKAN 46 tbl