Vikan


Vikan - 16.11.1967, Qupperneq 41

Vikan - 16.11.1967, Qupperneq 41
byrja með. Þá var manni frekar fyrirgefið, ef maður gerði dálítið grín að öðrum. Sérstaklega var það byggingarlagið á sjálfum mér, sem ég henti gaman að. Það hefur allt- af verið dálítið örðugt að stílgreina líkamsbyggingu mína. Eitt sinn er ég var að fara upp á leiksviðið, kallaði einn ungur áhorfandi til mín og sagði: Helvíti ertu skrýtinn í laginu! En þú getur samt verið skemmtilegur. Vegna enda setningarinnar fyrir- gaf ég drengnum. Þó hefur það stundum farið í taugarnar á mér, ef menn hafa staglazt mikið á fitunni á mér. Ég man til dæmis eftir einum náunga, sem í fjölda mörg ár lagði líf sitt í hættu með því að fara yfir fjöl- förnustu götur bæjarins aðeins til þess að segja við mig: Helvíti ertu orðinn feitur! Þessi náungi var með ófríðustu mönnum, sem ég hef nokkru sinni séð. Eitt sinn, er hann kom anandi yfir götuna, varð ég fyrri til og sagði: Djöfull ertu orðinn Ijóturl Þetta hjálpaði. Hann hefur al- drei yrt á mig síðan. Einhvern tíma átti þekktur fjár- málamaður hér í bæ hlut í silfur- verkstæði, og það var sagt, að hann hefði hjálpað tii við að fá silfrið flutt inn með lágum tolli. í tilefni af því var þessi setning sögð: Það er ekki hægt að segja um hann Jón, að hann sé gull af manni, en það má þó alltaf segja að hann sé silfur af manni. Það var Tómas, sem átti þennan brandara, og hann gerði mikla lukku. Stundum var gamanið svolítið grátt. Það var farið í mál við okk- ur stundum eða hótað að fara í mál. Það var farið ( mál við Emsa, Emil Thoroddsen. Guðbrandur Jóns- son, prófessor, fór f mál við hann. Emil sagði: „Guðbrandur greiðir •ekkert nema hár sitt." En hann breytti því bara og sagði í staðinn: „Guðbrandur greiðir allt nema ekki hár sitt." Og það var eiginlega enn þá verra, því að Guðbrandur var alltaf svo úfinn um hárið. Stundum kom það fyrir, að mað- ur sá þá sem verið var að skopast að sitja fram í sal. Þegar stirnað bros færðist yfir varir þeirra, þá skammaðist maður sín. En samt var það svo með flesta þá menn, sem áberandi voru í þjóðfélaginu og teknir voru til með- ferðar í revýunum, að þeir vildu heldur láta gera grín að sér en vera alls ekki nefndir. Jónas frá Hriflu var lengi aðal- maðurinn í pólitíkinni eins og allir vita, og hann kom auðvitað fjarska mikið við sögu hjá okkur. Einu sinni vorum við orðnir svo leiðir á honum, að við ákváðum að semja revýu, án þess að hann væri nefnd- ur I henni. Og við gerðum þetta. Þá var strax farið að bauna því á hann, að hann væri svo ómerkileg- ur, að það væri ekki einu sinni hægt að nota hann í revýu. FLASKAN OG PERAN. — Hverjir sömdu revýurnar aðal- lega? — Við vorum margir við þetta, Morthen Ottesen, Emil Thoroddsen, Indriði Waage, Tómas Guðmunds- son, Bjarni Guðmundsson og miklu fleiri snillingar. Við höfðum alltaf afbragðsgóða leikara í þjónustu okkar. Sérstaklega vil ég nefna vin minn Alfred Andrésson, sem ég tel bezta gamanleikara sem við höfum átt. Hann átti fólkið um leið og hann birtist á sviðinu. Stundum kom ég á undan honum inn á leiksviðið og reyndi að ná fólkinu upp og venjulega tókst það svona og svona, en um leið og fólkið heyrði að Al- fred var að koma, þá byrjuðu fagn- aðarlætin. Fyrst var ég með Morthen Otte- sen og Bjarna Guðmundssyni. Ég hafði leikið í revýum, en þegar þetta var hafði ekki verið nein revýa í átla ár. Þá hitti ég Morthen og hann sagði við mig: Eigum við ekki að fara upp með revýu? Fjárhagurinn var örðugur hjá okkur eins og öllum öðrum á þess- um tíma. Samt sem áður gátum við skrapað fyrir einni flösku af viskíi. Við fórum heim til Morthens, en þá var búskapurinn ekki betri en það hjá honum, að hann átti bara eina peru. Hún var í náttlampan- um, en hann ætlaði að taka hana og láta hana í annan lampa. Með- an hann var að því heyrðist dynk- ur. Ég vona bara, að það hafi ekki verið flaskan, sagði hann. Jú, það var flaskan, sagði ég. Ég finn það á lyktinni. Okkur tókst samt að ná í aðra, og svo byrjuðum við á revýunni og gekk alveg Ijómandi vel. Við vor- um saman í revýum í fjögur ár, en vorum þá orðnir leiðir hvor á öðr- um og ákváðum að hætta. Þá kom Indriði Waage til mín og bað mig að starfa með Emil Thoroddsen og sér. Þessu tilboði var örðugt að neita, þar sem í hlut áttu tveir snjallir listamenn, Emil fjölhæfur leikhúsmaður og Indriði einn bezti leiðbeinandi, sem hér hefur verið. Alfred vann alltaf hjá okkur. Síðar fannst mér það synd, ef eitthvað hefðist upp úr þessu, að vera með slíkan kraft eins og hann bara upp á kaup. Svo að hann varð hluthafi með okkur í Bláu stjörnunni. Hug- myndin var sú að hafa revýur í Iðnó en kabaretta í Sjálfstæðishús- inu, en við réðum ekki við það. Það var alltof mikil vinna. Þegar Emil dó óttuðumst við, að gagn- rýnin yrði miklu harðari á okkur. Emil var viðurkenndur listamaður, og hann var eins og hálfgerður verndari okkar. Indriði spurði mig hvað við ættum að gera og ég svaraði: Við skulum fá nýjan mann í lið með okkur, mann sem hefur nafn. Fyrir valinu varð Tómas Guð- mundsson, og hann starfaði lengi með okkur. Áður en við Morthen, Bjarni og ég bundum trúss saman, höfðu snillingar á borð við Pál Skúlason, Magnús Jochumsson og Gústav Jón- asson starfrækt revýuframleiðslu, svo að maður var hálf uggandi að byrja á þessu föndri. En það sem hjálpaði okkur mest var, hve langt var umliðið frá síðustu revýunum þeirra. TVEIR HNALLAR. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur, og maður hafði margar á- nægjustundir út úr þessu. Stundum fengum við okkur neðan í því eins og gengur. En við gættum þess að gera það aldrei, þegar við þurftum að leika. Við vorum strangir við Frísklegogilmandi FRESH YOU svitaeyðir heldur yður frísklegri allan daginn. FRESH YOU drepur allar þær baktcríur í húðinni, sem valda svitalykt, og heldur yður frísklegri og ilmandi langtímum saman. FRESH YOU er til í „aerosol", eða sem „roll-on" allan mmdaginn[ méd FRESH YOU L AíhIhtji i| Simi 2321S 46. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.