Vikan - 30.11.1967, Blaðsíða 2
SVEINN EGILSSON H.F.
UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105
SÍMI 22466
UMBOÐSMENN
OKKAR ÚTI Á LANDI:
AKRANES. BERGUR ARNBJÖRNSSON
BOLUNGARVÍK: BERNÓDUS HALLDÓRSSON
SIGLUFJÖRÐUR: GESTUR FANNDAL
VESTM.EYJAR: BÍLALEIGAN A.S.
FORD CORTINA 1968 er lítið breytt eftir
hinar gagngerðu breytingar fyrra órs. —
Hinir fjölmörgu CORTINA - eigendur eru
beztu meðmælendurnir.
Hin nýja kraftmikla 5 höfuðlegu vél gefur
bifreiðinni mjúkan og öruggan akstur.
Gúmmíhlífar yfir höggdeyfurum varna
skemmdum vegna óhreininda. Kraftmikil
miðstöð og loftræsting með lokaðar rúður.
Mikið farangursrými.
Nýlega var haldin í Reykjavík
frumsýning á nýrri, íslenzkri
kvikmynd, og var sú frétt í blöð-
um fyrir þann hátíðlega viðburð,
að þetta yrði „gala“ frumsýning,
það er að segja, að frumsýning-
argestir yrðu hátíðabúnir. Einnig
var sérstaklega óskað eftir því
á boðskortunum, að menn klædd-
ust dökkum fötum.
Það er flestum kunnugt, sem
um það nenna að hugsa, að
klæðaburður á drjúgan þátt í að
skapa mennilega stemmningu og
hátíðabrag. Það ætti því ekki að
vera nema sjálfsagt að bregðast
vel við, þegar óskað er eftir að
maður klæðist hátíðlegum klæðn-
aði við sérstök tækifæri.
En nú brá svo við á umræddri
frumsýningu, að menn létu sig
hafa það að koma í öllum regn-
bogans litum — þeim, sem al-
mennt eru viðurkenndir á fá-
breytilegum búningi okkar karl-
skepnanna. Þarna voru menn í
bláum fötum, gráum fötum, brún-
um fötum, köflóttum fötum, tein-
óttum fötum. Það var engu lík-
ara en landið hefði búið við síld-
arbrest að minnsta kosti undan-
farin áratug.
Það ætlar seint að rjátlast af
okkur þvermóðskan og búrahátt-
urinn. í sumum tilvikum er mér
kunnugt um, að þessir litaglöðu
karlmenn áttu dekkri föt en þau,
sem þeir mættu í.
En því miður er þetta ekkert
einsdæmi. Annað hvort er, að
íslendingar viðurkenna ekki al-
gengar siðareglur — etikettur —
eða þá hitt, að óttinn við kúgun-
ina er ennþá svona ofarlega í
okkur. Við látum ekki hvern sem
er segja okkur, hvaða föt við eig-
um að bera — það er nokk okk-
ar einkamál.
Við eigum eftir að sjá helm-
ihginn af þessari íslenzku mynd.
Vonandi verður einnig þá óskað
eftir dökkum fötum. Það verður
fróðlegt að sjá, hverjir taka það
ekki til greina.
S. H.
2 VIKAN 48- tbl