Vikan - 30.11.1967, Síða 10
FAGUR haustdagur fer mildu
skini um Reykjavík, og borgin er
drottningu lík að ósýnd og vaxtar-
lagi. Börnin fóru í skólann hópum
saman snemma í morgun, og end-
urnar syntu hótíðlega á tjörninni
eins og þær væru í heimspekileg-
um hugleiðingum, en varla hefur
verðfallið eða aflabresturinn valdið
alvöru þeirra. Laufin blikna og
fjúka af trjónum ( hægum blæ, en
þær örlagastundir finnst mér jafnan
litadýrð þeirra mest. Sannarlega er
höfuðborg íslands vel f sveit sett.
Vorin og haustin trúi ég þvt löng-
um, að Ingólfur Arnarson og Hall-
veig Fróðadóttir hafi verið í náð
guðanna, þegar forlögin völdu þeim
hjónum bólstað í Reykjavík.
Gott er að vakna við sjóinn því-
líkan morgun og heilsa nýjum degi
eins og opinberun. Þá langar mig
alltaf niður í fjöru að tína skelj-
ar eins og þegar ég var lítill dreng-
ur austur á Stokkseyri, en sú iðja
hæfir ekki fullorðnum manni nema
á helgum. Önnin kallar mig í bæ-
inn, en ég uni ekki innisetu í sól-
skini og kyrrð og fer burt úr skrif-
stofunni upp úr hádegi, sezt á bekk
á Autsurvelli, sný baki við styttu
Jóns Sigurðssonar forseta og horfi
á alþingishúsið. Víst er það höll á
íslenzkan mælikvarða, og þangað
mænir vonin öll eins og greinir í
alþingisrímunum. Hvað ætli marga
íslendinga dreymi að komast þar
til áhrifa og valda?
SÚ var tíðin, að mig langaði á
þing. Þá starfaði ég sem þingfrétta-
ritari, fylgdist af kostgæfni með
deilum og atburðum stjórnmálabar-
áttunnar og komst ( framboð, en
náði auðvitað ekki kosningu. Spá-
kerling hét mér því ungum, að ég
yrði þjóðmálagqrpur. Ég trúði henni
( hégómlegum barnaskap mínum
og varð fimm krónum fátækari. Nú
detta mér ekki slík mannaforráð í
hug framar, og ég kem aldrei í
alþingishúsið að kalla nema þegar
listamannalaunum er úthlutað. Mik-
ið var ég heppinn að sleppa við
10 VIKAN 48-tbl'
HELGI SJEMUNDSSON SKRIFAR
IIONIN MKKIR
ÞANGAD ÖIL
'l:
upphefðina og ábyrgðina. Ég læt
mér nægja að hjálpa til ( samfé-
laginu með þvf að borga útsvarið
og skattana og er frjáls að skoðun-
um mínum. Munur er það sérvitr-
um manni og einþykkum eða verða
að taka afstöðu og greiða atkvæði.
Og svo get ég huggað mig með
því, að ég sé fyrrverandi tilvonandi
alþingismaðurl
Fimm kátir og efnilegir mennta-
skólanemar ganga framhjá og virða
ekki alþingishúsið viðlits. Kannski
verður samt einhver þeirra forsætis-
ráðherra. Það er skrýtið, hverjir
komast á þing og f ráðherrastóla.
Hvern hefði grunað frama Bjarna
Benediktssonar, þegar hann lék sér
barn á Skólavörðustfgnum og kunni
ekkert í lögum nema hnefaréttinn?
Þarna er svo alþingishúsið! Nýja
hurðin þykir dýr, en ekki blöskrar
mér, hvað hún kostar. Smiðirnir
hafa verðlagt hana með hliðsjón af
því, hversu eftirsóknarvert telst að
komast inn um þessar dyr og
hreppa sæti f höllinni þráðu, en
ekki samkvæmt uppmælingu. —
Gullna hliðið í himnaríki væri
margra peninga virði á jarðneskan
mælikvarða. Hvað ætli safnararnir
f Amerfku gæfu fyrir aðra eins ger-
semi, ef föl væri?
GAMALL maður sezt á bekkinn
hjá mér og tekur mig tali, enda er-
um við kunnugir. Hann var for-
maður úti í Vestmannaeyjum árin
mfn þar, sjósóknari og aflakló,
veiddi þorsk á Selvogsbanka og
sfld á Grímseyjarsundi, dró veður-
bitinn og stórhuga björg í þjóðar-
búið, en var sjálfur fátækur barna-
karl á dögum heimskreppunnar og
missti heilsuna, þegar stríðsgróð-
inn kom til sögunnar, möguleikarn-
ir gáfust og öryggið fékkst til handa
þeim, sem unnið gátu. Nú dvelst
hann að Hrafnistu, en er djarfur í
lund og hress í máli, forvitinn og
spurull, metur ófeiminn menn og
málefni, rekur minningar fortfðar-
innar og veit glöggt Ifðandi stund.
Mér þykir vænt um að hafa hann
að sessunauti.
Dyrnar á alþingishúsinu opnast,
og út ganga tveir menn, flokks-
bræður, kosnir landsfeður f vor,
annar bankastjóri á Akureyri, hinn
útvegsmaður f Kópavogi. Kunningi
minn kann skil á þeim báðum, en
innir mig álits. Ég hermi honum, að
Bragi og Jón Ármann séu báðir
Þingeyingar að uppruna, þó að ver-
ið hafi f framboði f kjördæmum
sfnu í hvorum landshluta. Hann
glottir við tönn og svarar af bragði:
— Þingeyingar hafa lengi viljað
frelsa heiminn, svo að þeim verður
varla skotaskuld úr því að bjarga
landinu.
Þá man ég, að kunningi minn er
af sömu slóðum ( ættir fram. Afi
hans bjó á rytjukoti í Höfðahverfi
og hafði ekki ráð á að flýja til
Ameríku. Eigi að sfður ann dóttur-
sonur hans átthögunum nyrðra, þó
að hann yrði svo hamingjusamur
að lifa og starfa sunnan lands. —
Þingeyingum er ekki fisjað saman.
Jónas Árnason kemur fyrir dóm-
kirkjuhornið, þéttur á velli, höfuð-
stór og bjartur yfirlitum. Hann mæt-
,ir Páli Þorsteinssyni utan við al-