Vikan


Vikan - 30.11.1967, Page 18

Vikan - 30.11.1967, Page 18
Þessar myndir af Hljómum voru teknar, þeg- ar upptaka fór fram á þætti þeirra í sjónvarp- inu, sem sýndur var 6. nóvember sl. Eins og- sjá má var „blómlegt" um að litast í sjón- varpssalnum, jafnvel hljóðnemarnir voru blómum skrýddir, svo og hljóðfæri piltanna. Mikill fjöldi af ungu fólki var viðstaddur upptökuna og skemmtu allir sér hið bezta. ÖUum' þótti að sjálfsögðu forvitnilegt að fylgjast með hvemig upptaka í sjónvarpi gengur fyrir stig, en lögin, sem Hljómar fluttu, eru öll að finna á hinum nýju, hæg- gengu hljómplötu þeirra. Áður en hin endan- lega upptaka fór fram, fóra fram æfingar, eins og venja er, en síðan var þátturinn tek- inn upp í heilu lagi, án þess að nokkurs staðar væri gert hlé. Meðal gesta Hljóma í þessum þætti voru m. a. allir liðsmenn hljóm- sveitarinnar Flowers, en einnig mátti sjá fleiri þekkt andlit úr þekktum unglingahljóm- sveitum. Piltamir I Flowers voru klæddir sínum skrautlegu jökkum og var litadýrðin mikil, eins og gefur að skilja. Sjálfir voru Hljómar í sínu bezta stássi, og öllum bar saman um það, að þeir hefðu staðið sig með ágætum í þessum þætti sínum. Við birtum hér svipmyndir frá upptökunni, en mynd- imar tók Karl Jeppesen fyrir okkur. Hér sjáum við Rúnar Júlíusson en við hlið hans situr Karl Sighvatsson. EFTIR mm Andrés Indriðason 18 VIKAN 48-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.