Vikan - 30.11.1967, Blaðsíða 41
Margt af því fólki, sem á ráð-
stefnuna kom, var undarlega klætt.
Chini hafði lagt sig fram um að
líta út eins og sérlega þroskuð kona.
Hár hennar var bundið í lítinn stert
í hnakkanum og dúkur með frá-
bærlega fallegri þrykkskreytingu
skýldi armlegg hennar. Einhvern
veginn fannst henni nú þessi sam-
vizkusemi vera orðin sér byrði. —
Henni fannst hún utanveltu unz hún
kom auga á glossalega, unga konu
hinum megin við borðið; var sú
greinilega að skrifa eitthvað hjá
sér. Hún var í gagnsæum búningi
fölbláum, sem var léttari en vind-
urinn og hálfu nærgöngulli við lik-
ama hennar. Andlitssnyrting henn-
ar var af þv( tagi sem Max Factor
hefði mælt með, jafnvel fyrir afr-
íska konu. Chini heyrði síðar að
kona þessi væri fréttaritari frá ní-
geríska ríkisútvarpinu.
„Ég er einkaritari og vélritari,"
sagði Chini til svars við spurningu
Francois. Hún brosti. „Ein af átján
riturum."
„Þér hafið alltaf talað ensku?"
„Já."
„Skrifið þér?"
„Nei. En ég les það sem skrifað
er. Ég var send hingað ( fréttaleit.
Nei, ég skrifa en ég les,- aðallega
ástarsögur."
Blóðið hljóp fram í andlit hans.
Henni fannst hún hafa sagt eitt-
vhað óviðeigandi og reyndi að bæta
það upp. „Fyrsta ástarsagan, sem
ég hafði verulega gaman af, var
Þegar ástin hvískrar."
„Ég skil! . . . Ég hef aldrei heyrt
hana nefnda."
„Það er langt síðan ég las hana.
Ég var þá ( klausturskólanum." Hún
mun.di greinilega efni sögunnar og
byrjaði umsvifalaust að rekja það
fyrir honum. En einhversstaðar ná-
lægt miðri frásögn gerði hún sér
Ijóst að þetta var of virðuleg sam-
koma fyrir svo hált skraf, og hún
þagnaði svo skyndilega, að það
var tómlegt í kringum þau í þess-
um geysistóra sal, þótt allir aðrir
virtust láta móðan mása.
I þeirri svipan hringdi bjallan og
þau gengu til sæta sinna.
Chini vinnur enn í Lagos. Þeir
sem þekkja hana munu segja ykk-
ur frá henni, og andvarpa og hrista
höfuðin. Þið þurfið ekki að vera
mjög aðgætin til að sjá hversvegna
hún varð brennipunktur alþjóðlegr-
ar þrætu. En nú er hún mjög hlé-
dræg, mjög róleg og heilsteypt. —
Hún er svo dugleg að stundum kall-
ar yfirmaður hennar hana inn á
innri skrifstofuna og segir: „Sjáðu
til, Chi . . . þú vinnur of mikið. —
Hvíldu þig svolftið."
Og hún brosir, dularfullu brosi
sem er einkennandi fyrir hana, og
svarar: „Geri ég það? . . . Mér
þykir gaman að leggja hart að
mér fyrir land mitt.
Þegar hún talar þannig, drepur
yfirmaður hennar skjótlega í síga-
rettunni sinni og hleypir brúnum
þegjandi. Það er að sjá að hún
hafi snortið hann mjög djúpt.
„Má ég fara núna?"
Hæglátlegt bros myndast á and-
liti yfirmanns hennar og hann talar
án þess að gefa gaúm að spurn-
ingu hennar.
„Oll höfum við orðið fyrir ein-
hverju óláni, eins og þú veizt. Þú
mátt ekki lifa ein alla þína ævi.
Francois er dáinn, en ekki er það
þér að kenna. Að vísu elskaðir þú
hann , En það var ólán."
Hún er þegar farin að gráta. —
Hún getur ekki staðið lengur, lit-
ast um og lætur fallast í stól. —
Vinnuveitandi hennar talar nú til
hennar sem vinur, sem maður er
metur hana að verðleikum og gerir
sér lióst að atorka hennar er bund-
in persónulegri hamingju hennar.
„Getur þú ekki fundið einhvern
annan, ungan mann? Sjáðu til,
Chi. Þú ferð ekki nærri þvf nógu
oft út. Þú — ó, til hvers er þetta?"
Hann var orðinn æstur og reið-
ur. Maðurinn, sem gat leikið sér að
fjöldanum með áhrifamikilli valds-
mannsrödd sinni hafði komizt úr
jafnvægi frammi fyrir henni, frammi
fyrir Chi — vélritunarstúlkunni sinni.
Meðan hann talaði og talaði
vissi hún að hann var handan við
vegg. Kvenleg þrjóska hennar að-
skildi þau og hún gat ekki séð
hann — og jafnvel ekki heyrt til
hans.
Grænlendingar
á fsafirði
Framhald af bls. 26.
að nafni, og danskur prófastur,
Á eftir Grænlendingunum
gengu sjö vestfirzkir prestar,
grænlenzka prestsefnið, Abelsen
er framkvæmdi sjálfa vígsluna.
Síðan fylltist kirkjan á skammri
stundu, og varð þröngt á þingi.
Athöfnin hófst með söng eins
og venjuleg messa, en síðan
flutti sóknarpresturinn á fsa-
firði, séra Sigurgeir Sigurðsson,
ávarp til mannfjöldans. Síðan
var aftur sunginn sálmur, og
sungu Grænlendingar með á
móðurmáli sínu. Að því loknu
flutti danski prófasturinn ræðu
og mælti á grænlenzku. fslenzku
prestarnir sátu í kór þáðum meg-
in altaris.
Þegar prófasturinn hafði lok-
ið ræðunni, kraup grænlenzka
prestsefnið að grátunum og með-
tók vígslu og blessun. Eftir vígsl-
una voru allir prestarnir ásamt
grænlenzku prestskonunni til alt-
aris, og að lokum var sungið
„Faðir andanna".
Grænlendingum boðið til gleð-
skapar.
Eftir vígsluna efndi bæjar-
stjórn ísafjarðar til veizlu, bauð
grænlenzka prestinum, prófast-
inum, vestfirzku prestunum, all-
mörgum Grænlendingum og
ýmsu fólki úr bænum. Það voru
ekki allir Grænlendingar, er á
skipinu voru, sem fengu að fara
í land og vera viðstaddir vígsl-
una, heldur aðeins heldra fólk-
DANISH
GOLF
Nýr stór! gódur
smávindill
Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram-
leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór!
Smávindill,sem ánægja er ad kynnast.DANISH GOLF
er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina-
viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski
smávindill.
Kaupid í dag DANISH GOLF l þœgilega 3 stk.pakkanum.
SGANDINAVIAN TOBACCO COMPANY
DENMARK
48. tÞi. VIKAN 41