Vikan


Vikan - 30.11.1967, Blaðsíða 48

Vikan - 30.11.1967, Blaðsíða 48
HNFFAFYLLI AF KRAFTAVFRKUM Framhald af bls. 15. Julie, og ég veit að burtséð frá hvaða tilfinningar hann hefur borið til Caroline Wyndham, elskar hann mig núna. — Hvernig geturðu verið viss um það? — Hvernig vissurðu þegar Robert varð ástfanginn af þér? — Robert var frjáls að því að bjóða mér ást sína. Það er Martin ekki, þegar þú ert ann- arsvegar. — Það veit ég ekki, fyrr en ég hef talað við Martin. Juhe stundi þungt. — Ég er sammála um, að þú ættir að gefa honum tækifæri til að skýra sitt mál, en burtséð frá öllum ástæðum var ekki rétt af hon- um að leyna þig því að konan hans var ennþá lifandi. Julie greindi sársaukadrætti í andliti Adrienne. — Góða Adrienne, þú mátt til með að beita skyn- seminni. Það er ekki skemmti- legt að leggja slík ráð, en ég gæti ekki talizt góður vinur, ef ég þegði. Bjargaðu þér út úr þessu, áður en það er um seinan. Farðu í utanlandsferðina, sem þú hefur talað um, hnattferð, hvað sem er, bara burtu héðan. Bjargaðu þér frá hjartasorginni og vonbrigðunum. — Þú mátt aldrei halda, að þetta sé það sama upp aftur. Langt í frá. Ég elskaði Geoffrey á vissan hátt, og sú ást var þjáningarfull. Það hefur verið á alit annan hátt með Martin. Hann fer sér rólega, gerir eng- ar kröfur, en er góður og við- kvæmur. Þetta er og hefur verið mjög saklaust samband. Það er ekki oft, sem við höfum verið ein saman, og þá aldrei nema stutt. — Þeim mun meiri ástæða til að rífa þig lausa, meðan þú get- ur. — Ég verð fyrst að tala við Martin. Adrienne gekk ákveðin að símanum. Julie Hamilton drap vandlega í sígarettunni. Hún hafði svo sem líka hitt og þetta að tala við Martin Westbury um. Þeg- ar Adrienne lagði tólið á, leit hún upp. — Hann verður í Oxford í nótt, sagði Adrienne, — en hann kem- ur einhvern tíma á morgun. — Hvernig er hún? spurði Julie. — Caroline Wyndham? Hún er falleg ... ein af þeim feg- urstu konum, sem ég hef séð. Þar að auki dugleg, hefur við- skiptavit, sem hefur komið henni á toppinn á fimm árum. Fyrir fimm árum hafði enginn heyrt um Lady Caroline Cos- metics. Nú er það heimsveldi, þar sem hún ræður sem misk- unnarlaus einvaldur, beggja megin Atlantshafsins. Julie lyfti augabrúnunum vantrúuð. — Þú átt þó ekki við, að hún standi á bak við Lady Caroline Cosmetics? Adrienne kinkaði þegjandi kolli. Djúpt hugsi starði Julie út um gluggann. Þá kom hún auga á bústna, litla veru úti á flöt- inni. Hún snéri sér glettnislega að Adrienne: — Sniðugt að það skyldi einmitt vera hann sem truflar þessar samræður. Hún veifaði út um gluggann. — Hér höfum við eina af aðalpersón- unum í sorgarleiknum. Adrienne kom að glugganum. Jamie gekk rösklega að húsinu, með tösku í annarri hendinni, pakka í hinni og regnkápu yfir öxlina. Hún opnaði gluggann og hallaði sér út. — Halló — hvað gengur nú á? — Ég kem til þess að segja bless. Er Paddy komin í bólið? Adrienne kinkaði kolli. — Það ættir þú líka að vera. Jamie gretti sig. — Ég á enga peninga. Getur þú lánað mér svolítið? Ég ætla að fara til her- mannanna, sem maðurinn í bók- inni fór til, þú veizt. Arienne minntist bókarinnar, frá því að Jamie var síðast í hjá henni. — Heldurðu ekki, að þú sért full ungur fyrir útlend- ingarhersveitina? Komdu inn, svo við getum talað ofurlítið um þetta, áður en þú ákveður þig. — Allt í lagi. Hann gekk í átt- ina að bakdyrunum og þær heyrðu hann skýra Mörthu frá erindi sínu, meðan hann kom upp eldhúströppurnar. Gerist þetta oft? spurði Julie. — Þetta er í annað skipti á eir.um mánuði. Adrienne brosti vémóðug. — Hann hefur víst óvingast við frú Garstone. Hann getur ekki hafa slegið í brýnu við föður sinn, því hann hefur verið í Oxford í allan dag. Jamie staðfesti þetta, þegar hann kom inn stuttu síðar í fylgd með Mörthu Hart. Hún setti mjólk og bakka með smurðu brauði og osti á borðið. — Ég hringdi til pabba hans, en hann er ekki heima, hvíslaði hún varlega að Adrienne, meðan Jamie byrjaði að útlista um mannréttindi fyrir Julie. — Frú Garstone bað okkur um að senda hann heim, þegar hann hefði jafnað sig. Adrienne kinnkaði kolli og lokaði dyrun- um varlega á eftir Mörthu. — Þessvegna ætla ég að tala við Evesham. Kannske get ég fengið hjá honum starf við að þjálfa ljón eða þá í loftfimleik- unum .... Ég er voða flinkur á línu .... Það er engin list. Ég gæti grætt mikið og komið aft- Verzlðð þar sem úrvalið er mest Skautar - skíði Leikföng Ljósmyndavara SPORTVAL LAUGAVEGI 116 Simi 14390 ! KRÓM húsgögn 48 VIKAN 48-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.