Vikan


Vikan - 08.02.1968, Qupperneq 13

Vikan - 08.02.1968, Qupperneq 13
var nolckuð háðslegt, að minnsta kosti fannst mér það. i — Bless, sagði hún. — Bless sagði ég. Hún var eitthvað leyndardómsfull á svipinn, eiginlega sigri hrósandi. Bmdið á Marco Perkins var skakkt, eins og venjulega, og þegar ég gekk til hans sagði hann: — Mér þykir það leitt, en starfið sem þú óskaðir eftir stendur eklci lengur til boða. Hvernig líst þér á að teikna skartgripi? Það er nokkuð vel borgað. Nú er það svo að mér finnst andstyggilegt að teikna skart- gripi. Ég hafði vonazt til að ná í reglulega skemmtilegt verkefni, nefnilega að myndskreyta litla ljóðabók, sem var að koma út, ljóð í nútímastíl, og ég hafði unníð að uppkasti af mikilli al- úð og var vongóð um að vera svo heppin að hreppa verkefnið. — Heyrðu, þessi stelpa sem var hér inni áðan, ég held ég þyrði að bölva mér upp á að hún hefir einhvern sagnaranda. Þetta er í annað sinn sem hún kemur með nákvæmlega það efni sem við erum að sækjast eftir. Marco virtist hálfskömm- ustulegur yfir því að geta eklci látið mig hafa það starf sem ég óskaði eftir, en þannig gengur þetta, svo ég sagði: — Þetta er allt í lagi, Marco, ég tek skart- gripina. Þannig byrjaði martröðin, sem næstum var búin að ganga frá mér. Hún náði í óskaverk- efni mitt að teikna nýju tízkuna fyrir vikublöðin. Hún rændi líka öðru verkefni frá mér; að teikna auglýsingapésa fyrir nýja verzl- un, sem verzlaði með kínverzka skrautmuni, og var um það bil að hefja starfsemi sína. Og svo var það fleira og fleira. Smátt og smátt fór ég að efast um getu mína. Ég var ágætis auglýsingateiknari, en ég hafði líka töluverða löngun til listsköpunar, sem ég varð að fá útrás fyrir. Þegar ég hafði tíma málaði ég, en það er dýrt að lifa, vera vel klædd og það kostaði líka heihnikið að kaupa efni til að vinna úr. I fimmtán ár hafði ég haft auglýsingateilcn- un að atvinnu og seldi vinnu mína á frjálsum markaði. Fyrst í stað fannst mér þetta bæði . spennandi og skemmtilegt, en svo fór glansinn að fara af því 1 og þetta varð eins og hvert ann- j að fast starf. Ég þurfti að ljúka verkefnum fyrir ákveðinn tíma, ég þurfti líka að eltast við geðvonda framkvæmdastjóra, hlaupa eftir sporvögnum, sem ég stöðugt missti af, oft eyði- lagði ég allt sem ég hafði gert, með því að hella niður teikni- bleki í flaustrinu, — og svo bættist liún við. Að lokum kom að því, eitt kvöldið, að ég ákvað að gefa fjandann í þetta allt saman. Ég varð að viðurkenna að þessi stelpa hafði unnið kapphlaup- ið. En það var ekki þar með sagt að það væri úti um mig. Allt mitt líf hafði ég haft löng- un til að skrifa. Ég hafði meira að segja einu sinni komizt það J.angt að ég lauk við fyrsta kafla bókar. Og þegar ég nú stóð þarna við gluggann, sötraði viskýblönduna og svalaði mér með því að tuldra blótsyrði út yfir borgina, tók ég ákvörðun. Ég lét ekki þar við sitja, ég fór strax að taka saman föggur mínar. Daginn eftir borgaði ég skuldir mínar og fór svo til Marcos. Þegar ég sagði honum að mig hefði alltaf langað til að skrifa, og nú væri komið að því að ég léti verða af því að reyna hvað ég gæti, fékk hann allt að því æðiskast: — Nei, hrópaði hann, — Ekki þú líkal — Hvað meinarðu með því að segja líka? sagði ég og hrædd- ist nú hið versta. — Jú, keppinautur þinn, sem þú kallar svo, er líka farin að skrifa sögur. Ég galopnaði munninn, eins og asni, og hné niður í hæg- indastól. — Jahá, sagði Marco hæðn- islega, — svo þú ætlar að fara að skrifa skáldsögur. Jæja, við höfum haft ágætis samvinnu, svo lengi sem það varði. Ég óska þér til hamingju, það veit- ir ekki af að biðja vel fyrir þér.... Svo sneri hann alveg blaðinu, varð fokvondur og hvæsti: — Heyrðu, ég held þú sért orðin geggjuð. Skrifa! Ekki nema það þó! Á hverju ætlarðu að lifa? Mér kemur þetta auð- vitað ekki við. En eitt get ég sagt þér. Hún svíkur okkur ekki. Hún vinnur allt sem við biðjum hana um, og skrifar líka. Ef hún getur gert það, ættir þú að geta skrifað í hjáverkum eins og liún, hversvegna get- urðu það ekki? — Marco, sagði ég, og nú gat ég ekki lengur kæft kjökrið. — Ég get hreinlega ekki haldið áfram. Ég er búin að fá nóg, skilurðu það, meira en nóg! Það er henni að kenna, norninni! Hún les hugsanir, hún nær í allar hugmyndir sem fæðast í mínum auma haus. Ilún fram- kvæmir hugmyndir sem mynd- ast í höfðinu á mér, gerir frum- drætti og hraðar sér til þín með teikningarnar, áður en ég næ því að byrja á þeim. Hún tek- ur allar hugmyndir minar, öll verkefni mín, gerir þau miklu betur en ég get sjálf gert þau, og.... og ég held að ég sé að verða geggjuð! Marco, hún er huglesari, það varst þú sjálfur sem sagðir það, hvernig á ég þá að berjast gegn þessu? Og nú fór ég að gráta fyrir alvöru. — Hamingjan hjálpi mér, hættu að gráta! Ég þoli ekki að sjá konur gráta. Ef þú hættir skal ég bjóða þér í hádegisverð. Næstu klukkutíma sötraði ég eina sjö eða átta kokkteila, — fyrir hádegisverð. Ég man ekki til að við borðuðum nokkurn mat, en við hesthúsuðum ein ósköp af vökva. Þessi þvali dag- ur og kvöld, því það var örugg- lega þó nokkuð rakt, endaði ekki fyrr en klukkan eitt um nóttina. Við kvöddumst, grát- klökk, við dyrnar hjá mér, og ég féll um sjálfa mig í svefnsóf- ann, þegar ég kom inn. Morgunhljóð borgarinnar vöktu mig, næsta dag, og aðra eins timburmenn liefix örugg- lega enginn haft, að minnsta kosti enginn sem hefir lifað það af. Eftir stundarkorn gat ég þó dregizt fram úr og leit í spegil. Drottinn minn, þvílíkt útlit! En smárn saman náði ég mér. Ég tók plasthettuna af ritvél- inni setti pappír í valsinn og byrjaði að skrifa upphafið af smásögu, sem liljóðaði þannig: — Eg sá hana aftur í dag . .. Ég sat við allan daginn, nærð- ist á kaffi og kökum með súkku- laðihjúp og reykti einhver ósköp af sígarettum. Þessi magnlausa reiði sem logaði innra með mér jókst eftir því sem ég skrifaði meira. Klukkan sex var sagan búin, og mér fannst hún ágæt, Framhald á bls. 39. 6. tbi. VIICAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.